Endurheimta alla ríkisaðstoð vegna ívilnunarsamninga Stefán Árni Pálsson skrifar 8. október 2014 16:28 Íslenskum stjórnvöldum ber að endurheimta aðstoð sem veitt var á grundvelli samninganna. Ívilnunarsamningar íslenskra stjórnvalda við fimm fyrirtæki: Becromal, Verne, Íslenska Kísilfélagið, Thorsil og GMR Endurvinnsluna, fólu í sér ríkisaðstoð sem gengur gegn EES-samningnum. Eftirlitsstofnun EFTA hefur því gefið íslenskum stjórnvöldum fyrirmæli um að endurheimta alla þá ríkisaðstoð sem veitt var á grundvelli umræddra samninga. Þetta kemur fram á heimasíða ESA, eftirlitsstofnunnar EFTA. „Íslandi er heimilt að veita ríkisaðstoð til að stuðla að aukinni fjárfestingu og nýjum atvinnumöguleikum á svæðum sem eiga undir högg að sækja. Hins vegar er nauðsynlegt að gengið sé úr skugga um að þau skilyrði sem sett eru fyrir slíkri aðstoð í EES samningnum séu uppfyllt, að aðstoðin sé tilkynnt ESA og að samþykki stofnunarinnar liggi fyrir. Íslensk stjórnvöld verða nú að endurheimta þá aðstoð sem veitt var á grundvelli þeirra fimm ívilnunarsamninga sem rannsókn ESA tók til.”, segir Oda Helen Sletnes forseti ESA. Í október 2010 samþykkti ESA styrkjakerfi til nýfjárfestinga sem íslensk stjórnvöld höfðu ákveðið til að efla atvinnuþróun á landsbyggðinni. Styrkjakerfið sem Ísland kom á fót byggðist á lögum um ívilnanir vegna nýfjárfestinga. Lögin heimiluðu ríkisstyrki til fyrirtækja einkum í formi skattaívilnana og á þeim grundvelli undirrituðu íslensk stjórnvöld ívilnunarsamninga við fyrirtækin fimm á tímabilinu 2010-2012. Lögin féllu úr gildi í árslok 2013. Í apríl 2013 ákvað ESA að hefja formlega rannsókn á ríkisaðstoð á grundvelli styrkjakerfisins, breytingum sem gerðar höfðu verið á því og ívilnunarsamningum sem undirritaðir höfðu verið. Markmið rannsóknarinnar var að meta hvort ríkisaðstoðin væri í samræmi við EES-samninginn. Niðurstaða rannsóknar ESA er að fyrirtækin Becromal og Verne hafi verið búin að taka ákvarðanir um fjárfestingu á Íslandi og ráðist í framkvæmdir án fyrirheita um ríkisaðstoð. Til að ríkisaðstoð sé lögmæt þarf hún að hvetja til nýfjárfestingar sem hefði annars ekki orðið. Ríkisaðstoðin var því ekki í samræmi EES-samninginn og ber íslenskum stjórnvöldum að endurheimta hana ásamt vöxtum og vaxtavöxtum frá þeim tíma sem aðstoðin var veitt. ESA hefur auk þess komist að þeirri niðurstöðu að ívilnunarsamningar vegna verksmiðja sem Íslenska Kísilfélagið fyrirhugaði í Helguvík og Thorsil í Þorlákshöfn sem og verksmiðju GMR Endurvinnslunnar sem starfrækt er í Grundartanga feli í sér rekstraraðstoð en ekki fjárfestingaraðstoð. Gengur því aðstoðin gegn EES-samningnum. Íslenskum stjórnvöldum ber að endurheimta aðstoð sem veitt var á grundvelli samninganna. Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Ívilnunarsamningar íslenskra stjórnvalda við fimm fyrirtæki: Becromal, Verne, Íslenska Kísilfélagið, Thorsil og GMR Endurvinnsluna, fólu í sér ríkisaðstoð sem gengur gegn EES-samningnum. Eftirlitsstofnun EFTA hefur því gefið íslenskum stjórnvöldum fyrirmæli um að endurheimta alla þá ríkisaðstoð sem veitt var á grundvelli umræddra samninga. Þetta kemur fram á heimasíða ESA, eftirlitsstofnunnar EFTA. „Íslandi er heimilt að veita ríkisaðstoð til að stuðla að aukinni fjárfestingu og nýjum atvinnumöguleikum á svæðum sem eiga undir högg að sækja. Hins vegar er nauðsynlegt að gengið sé úr skugga um að þau skilyrði sem sett eru fyrir slíkri aðstoð í EES samningnum séu uppfyllt, að aðstoðin sé tilkynnt ESA og að samþykki stofnunarinnar liggi fyrir. Íslensk stjórnvöld verða nú að endurheimta þá aðstoð sem veitt var á grundvelli þeirra fimm ívilnunarsamninga sem rannsókn ESA tók til.”, segir Oda Helen Sletnes forseti ESA. Í október 2010 samþykkti ESA styrkjakerfi til nýfjárfestinga sem íslensk stjórnvöld höfðu ákveðið til að efla atvinnuþróun á landsbyggðinni. Styrkjakerfið sem Ísland kom á fót byggðist á lögum um ívilnanir vegna nýfjárfestinga. Lögin heimiluðu ríkisstyrki til fyrirtækja einkum í formi skattaívilnana og á þeim grundvelli undirrituðu íslensk stjórnvöld ívilnunarsamninga við fyrirtækin fimm á tímabilinu 2010-2012. Lögin féllu úr gildi í árslok 2013. Í apríl 2013 ákvað ESA að hefja formlega rannsókn á ríkisaðstoð á grundvelli styrkjakerfisins, breytingum sem gerðar höfðu verið á því og ívilnunarsamningum sem undirritaðir höfðu verið. Markmið rannsóknarinnar var að meta hvort ríkisaðstoðin væri í samræmi við EES-samninginn. Niðurstaða rannsóknar ESA er að fyrirtækin Becromal og Verne hafi verið búin að taka ákvarðanir um fjárfestingu á Íslandi og ráðist í framkvæmdir án fyrirheita um ríkisaðstoð. Til að ríkisaðstoð sé lögmæt þarf hún að hvetja til nýfjárfestingar sem hefði annars ekki orðið. Ríkisaðstoðin var því ekki í samræmi EES-samninginn og ber íslenskum stjórnvöldum að endurheimta hana ásamt vöxtum og vaxtavöxtum frá þeim tíma sem aðstoðin var veitt. ESA hefur auk þess komist að þeirri niðurstöðu að ívilnunarsamningar vegna verksmiðja sem Íslenska Kísilfélagið fyrirhugaði í Helguvík og Thorsil í Þorlákshöfn sem og verksmiðju GMR Endurvinnslunnar sem starfrækt er í Grundartanga feli í sér rekstraraðstoð en ekki fjárfestingaraðstoð. Gengur því aðstoðin gegn EES-samningnum. Íslenskum stjórnvöldum ber að endurheimta aðstoð sem veitt var á grundvelli samninganna.
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira