Lífið

Vörn fyrir þá sem stunda makaskipti

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Nýstárlega brókin.
Nýstárlega brókin.
Þó að fólk stundi öruggt kynlíf með getnaðarvörnum geta kynsjúkdómar samt smitast þegar hörund kemst í snertingu við hörund bólfélagans. Fyrirtækið Scroguard er búið að finna upp sérstaka brók fyrir karlmenn sem kemur í veg fyrir þessa smithættu.

Brókin heitir Scroguard, eins og fyrirtækið, en lyfjaeftirlit Bandaríkjanna er ekki búið að samþykkja hana enn. 

Brókin er fest með tölum á hliðunum og á karlmaðurinn að setja smokkinn á liminn þegar hann er kominn í brókina. Á heimasíðu Scroguard kemur fram að brókin sé ætluð karlmönnum með mikla kynhvöt sem hafa unun að nýbreytni í kynlífi, pörum og einstaklingum sem elska makaskipti og leikfélögum eða pörum sem vilja friða samviskuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×