Innflutningstakmarkanir á fersku kjöti brjóti í bága við EES Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. október 2014 11:58 vísir/hrönn Íslensk löggjöf sem takmarkar innflutning á fersku kjöti er brot á EES-samningnum að mati ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA. Þetta kemur fram í rökstuddu áliti sem stofnunin sendi frá sér í morgun. Innflytjendur þurfa í dag að sækja um sérstakt leyfi til innflutnings og leggja fram ýmiskonar vottorð til að koma í veg fyrir sjúkdómar berist hingað til lands. ESA telur íslensk stjórnvöld ekki hafa sýnt fram á að núverandi fyrirkomulag megi réttlæta með þeim rökum að það sé nauðsynlegt til að vernda líf og heilsu manna og dýra. Þau vísindalegu gögn sem íslensk stjórnvöld hafa framvísað renni ekki stoðum undir gildandi reglur heldur sýni þvert á móti að áhætta á sýkingu búfjár gegnum innflutning á fersku kjöti sé hverfandi. ESA telur því að umrætt kerfi leyfisveitinga feli í sér óréttlætanlegar og ónauðsynlegar viðskiptahindranir.Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.vísir/stefánKrafan um að innflytjendur sæki um sérstakt leyfi til innflutnings og leggi fram ýmiskonar vottorð, svo sem til að staðfesta að vörurnar hafi legið frosnar við að lágmarki -18°C í 30 daga og að þær séu ekki smitaðar af salmonellu stangast á við EES-samninginn. Með henni er komið á reglubundnu eftirliti með dýraafurðum frá öðrum EES-ríkjum og telst það viðskiptahindrun í skilningi EES-samningsins. Ferskar kjötvörur innan EES lúta nákvæmum reglum um heilbrigðiseftirlit í útflutningsríkisinu en eftirlit í viðtökuríki er takmarkað við stikkprufur. Reglurnar byggjast gagnkvæmu trausti milli EES ríkja og eiga að stuðla að óheftum flutningum vöru á innri markaðinum eins og samningurinn gerir ráð fyrir.ESA vakti fyrst athygli á meintu broti Íslands í október í fyrra. Skilaði stofnunin þá inn formlegu áminningarbréfi til stjórnvalda í kjölfar kvörtunar sem barst frá SVÞ - Samtökum verslunar og þjónustu. Fengu stjórnvöld þá tvo mánuði til að bregðast við athugasemdunum. Tæki ESA útskýringar stjórnvalda ekki gildar gæti stofnunin fylgt málinu eftir með rökstuddu áliti, sem barst í dag. Nú, líkt og þá, hafa stjórnvöld tvo mánuði til að bregðast við. Rökstutt álit er annað skref í meðferð samningsbrotamáls en síðan getur ESA vísað málinu til EFTA-dómstólsins. Tengdar fréttir Stjórnvöld sögð brjóta reglur um innflutning Áminningarbréfi ESA verður svarað og áfram haldið áhættumati vegna innflutnings á dýraafurðum. Takmarkanir á kjötinnflutningi hér eru sagðar brjóta í bága við Evróputilskipun. Verði ekki fallist á skýringar stjórnvalda endar málið í dómi. 31. október 2013 07:00 Álit ESA í samræmi við skoðanir Haga "Þetta álit er í fullu samræmi við álit okkar lögmanna,“ segir Finnur Árnason, forstjóri Haga, um nýtt álit ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, þar sem fram kemur að íslensk löggjöf sem takmarkar innflutning á fersku kjöti er brot á EES-samningnum. 8. október 2014 12:17 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira
Íslensk löggjöf sem takmarkar innflutning á fersku kjöti er brot á EES-samningnum að mati ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA. Þetta kemur fram í rökstuddu áliti sem stofnunin sendi frá sér í morgun. Innflytjendur þurfa í dag að sækja um sérstakt leyfi til innflutnings og leggja fram ýmiskonar vottorð til að koma í veg fyrir sjúkdómar berist hingað til lands. ESA telur íslensk stjórnvöld ekki hafa sýnt fram á að núverandi fyrirkomulag megi réttlæta með þeim rökum að það sé nauðsynlegt til að vernda líf og heilsu manna og dýra. Þau vísindalegu gögn sem íslensk stjórnvöld hafa framvísað renni ekki stoðum undir gildandi reglur heldur sýni þvert á móti að áhætta á sýkingu búfjár gegnum innflutning á fersku kjöti sé hverfandi. ESA telur því að umrætt kerfi leyfisveitinga feli í sér óréttlætanlegar og ónauðsynlegar viðskiptahindranir.Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.vísir/stefánKrafan um að innflytjendur sæki um sérstakt leyfi til innflutnings og leggi fram ýmiskonar vottorð, svo sem til að staðfesta að vörurnar hafi legið frosnar við að lágmarki -18°C í 30 daga og að þær séu ekki smitaðar af salmonellu stangast á við EES-samninginn. Með henni er komið á reglubundnu eftirliti með dýraafurðum frá öðrum EES-ríkjum og telst það viðskiptahindrun í skilningi EES-samningsins. Ferskar kjötvörur innan EES lúta nákvæmum reglum um heilbrigðiseftirlit í útflutningsríkisinu en eftirlit í viðtökuríki er takmarkað við stikkprufur. Reglurnar byggjast gagnkvæmu trausti milli EES ríkja og eiga að stuðla að óheftum flutningum vöru á innri markaðinum eins og samningurinn gerir ráð fyrir.ESA vakti fyrst athygli á meintu broti Íslands í október í fyrra. Skilaði stofnunin þá inn formlegu áminningarbréfi til stjórnvalda í kjölfar kvörtunar sem barst frá SVÞ - Samtökum verslunar og þjónustu. Fengu stjórnvöld þá tvo mánuði til að bregðast við athugasemdunum. Tæki ESA útskýringar stjórnvalda ekki gildar gæti stofnunin fylgt málinu eftir með rökstuddu áliti, sem barst í dag. Nú, líkt og þá, hafa stjórnvöld tvo mánuði til að bregðast við. Rökstutt álit er annað skref í meðferð samningsbrotamáls en síðan getur ESA vísað málinu til EFTA-dómstólsins.
Tengdar fréttir Stjórnvöld sögð brjóta reglur um innflutning Áminningarbréfi ESA verður svarað og áfram haldið áhættumati vegna innflutnings á dýraafurðum. Takmarkanir á kjötinnflutningi hér eru sagðar brjóta í bága við Evróputilskipun. Verði ekki fallist á skýringar stjórnvalda endar málið í dómi. 31. október 2013 07:00 Álit ESA í samræmi við skoðanir Haga "Þetta álit er í fullu samræmi við álit okkar lögmanna,“ segir Finnur Árnason, forstjóri Haga, um nýtt álit ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, þar sem fram kemur að íslensk löggjöf sem takmarkar innflutning á fersku kjöti er brot á EES-samningnum. 8. október 2014 12:17 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira
Stjórnvöld sögð brjóta reglur um innflutning Áminningarbréfi ESA verður svarað og áfram haldið áhættumati vegna innflutnings á dýraafurðum. Takmarkanir á kjötinnflutningi hér eru sagðar brjóta í bága við Evróputilskipun. Verði ekki fallist á skýringar stjórnvalda endar málið í dómi. 31. október 2013 07:00
Álit ESA í samræmi við skoðanir Haga "Þetta álit er í fullu samræmi við álit okkar lögmanna,“ segir Finnur Árnason, forstjóri Haga, um nýtt álit ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, þar sem fram kemur að íslensk löggjöf sem takmarkar innflutning á fersku kjöti er brot á EES-samningnum. 8. október 2014 12:17