Viðskipti innlent

Álit ESA í samræmi við skoðanir Haga

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hagar eiga í málaferlum við ríkið.
Hagar eiga í málaferlum við ríkið. vísir/gva.
„Þetta álit er í fullu samræmi við álit okkar lögmanna,“ segir Finnur Árnason, forstjóri Haga, um nýtt rökstutt álit ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, þar sem fram kemur að íslensk löggjöf sem takmarkar innflutning á fersku kjöti er brot á EES-samningnum.

„Við eigum í málaferlum við ríkið út af þessu og það er í gangi,“ segir Finnur. Hann segist vonast til þess að staðið verði við alþjóðasamninga. „Það hefur verið rætt um alþjóðasamninga í vikunni. „Þannig að ég held að menn ættu að drífa í því að heimila þetta og hætta að verjast í dómsölum gegn okkur,“ segir Finnur.

Í áliti ESA kemur fram að hægt sé að höfða samningsbrotamál ef ekki verður brugðist við álitinu innan tveggja mánaða. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×