Lífið

G-bletturinn er ekki til

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
vísir/getty
Í grein í nýju hefti af læknisfræðitímaritinu Clinical Anatomy er sú tilgáta sett fram að konur geti ekki fengið fullnægingu við samfarir í leggöng.

Dr. Vincenzo og Giulia Puppo halda því fram í greininni að konur geti aðeins fengið fullnægingu þegar snípurinn er örvaður. Þau segja að þá sé fullnæging alltaf möguleg og að kona geti komist í ofurfullnægingarástand. Konur geti því fengið fullnægingu þegar limur er settur í leggöng eða endaþarm en aðeins ef snípur er örvaður um leið með fingrum eða kynlífstólum.

Þá segja þau einnig að engar vísindalegar sannanir séu til sem styðji tilvist g-blettsins eða að konur geti haft saflát. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×