Lífið

„Hún fór að sofa og vaknaði ekki aftur“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Sarah lék í ýmsum sjónvarpsþáttum.
Sarah lék í ýmsum sjónvarpsþáttum. vísir/getty
Leikkonan Sarah Goldberg, sem notaði sviðsnafnið Sarah Danielle Madison, lést í sumarbústað fjölskyldu sinnar í Wisconsin þann 27. september síðastliðin, fertug að aldri.

„Hún fór að sofa og vaknaði ekki aftur,“ segir móðir hennar, Judy Goldberg, í samtali við Chicago Sun-Times.

Sarah sló fyrst í gegn í sjónvarpsþáttunum Judging Amy árið 2002 en hún er hvað þekktust fyrir að leika Söruh Glass Camden, kærustu Barry Watson, í sjónvarpsþáttunum 7th Heaven á árunum 2002 til 2006.

„#RIP Sarah. Ég mun sakna þín alltaf. Elska þig! B,“ tísti Barry þegar hann frétti af andláti Söruh.

Sarah lék líka í þáttum á borð við Without a Trace, CSI: Crime Scene Investigation og House M.D. Þá lék hún í kvikmyndunum Jurassic Park III og Training Day.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×