Þrír til viðbótar í einangrun á Spáni Guðsteinn Bjarnason skrifar 8. október 2014 07:00 Norskur læknir fluttur á sjúkrahús í Ósló frá Síerra Leóne, þar sem hann smitaðist af ebóluveirunni. fréttablaðið/AP Þrír menn til viðbótar hafa verið settir í einangrun á sjúkrahúsi á Spáni vegna hættu á að þeir hafi smitast af ebóluveirunni. Að auki er grannt fylgst með um fimmtíu manns. Allt eru þetta viðbrögð við veikindum hjúkrunarfræðings á Spáni, konu á fimmtugsaldri sem smitaðist þegar hún vann að hjúkrun tveggja spænskra presta. Þeir létust báðir af völdum ebóluveirunnar, en höfðu smitast í Afríku þar sem þeir unnu að aðhlynningu ebólusmitaðra. Konan smitaðist þrátt fyrir varúðarráðstafanir á sjúkrahúsinu, en þær varúðarráðstafanir virðast ekki hafa verið samkvæmt ýtrustu kröfum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Umræða hefur því vaknað á Spáni um það, hvort þær öryggisráðstafanir sem notaðar eru þar séu nægilega góðar. Konan var í tveimur hlífðarbúningum, með hanska og augnhlífar, en spænska dagblaðið El País hefur það eftir heilbrigðisstarfsfólki að hlífðarbúningarnir hafi ekki verið algerlega vatnsheldir. Ekki hafi heldur verið notaður sérstakur öndunarbúnaður, sem hefði tryggt betur að smit gæti ekki borist í konuna. Að sögn spænskra yfirvalda er hafin rannsókn á málinu. Um tuttugu heilbrigðisstarfsmenn komu hins vegar í gær saman fyrir utan sjúkrahúsið í Madrid, þar sem konan starfaði, og kröfðust þess að Ana Mato heilbrigðisráðherra segði af sér vegna málsins. Eiginmaður hjúkrunarkonunnar hefur verið lagður inn á sjúkrahús í öryggisskyni þótt engin einkenni hafi komið í ljós. Hjúkrunarkonan er sögð vera með hita en hafa engin önnur einkenni ebólusmits. Hún fór í frí eftir að hafa sinnt prestinum, sem lést, en var lögð inn á sjúkrahús á mánudag. Hjúkrunarkonan á Spáni er sú fyrsta sem smitast hefur af veirunni utan Afríku. Nærri 400 heilbrigðisstarfsmenn hafa hins vegar látist af völdum veirunnar í Líberíu, Gíneu og Síerra Leóne, en þessi þrjú lönd hafa farið verst út úr faraldrinum. Alls hefur faraldurinn kostað meira en 3.500 manns lífið og óttast er að útbreiðslan geti farið að ná til annarra heimshluta. Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Sjá meira
Þrír menn til viðbótar hafa verið settir í einangrun á sjúkrahúsi á Spáni vegna hættu á að þeir hafi smitast af ebóluveirunni. Að auki er grannt fylgst með um fimmtíu manns. Allt eru þetta viðbrögð við veikindum hjúkrunarfræðings á Spáni, konu á fimmtugsaldri sem smitaðist þegar hún vann að hjúkrun tveggja spænskra presta. Þeir létust báðir af völdum ebóluveirunnar, en höfðu smitast í Afríku þar sem þeir unnu að aðhlynningu ebólusmitaðra. Konan smitaðist þrátt fyrir varúðarráðstafanir á sjúkrahúsinu, en þær varúðarráðstafanir virðast ekki hafa verið samkvæmt ýtrustu kröfum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Umræða hefur því vaknað á Spáni um það, hvort þær öryggisráðstafanir sem notaðar eru þar séu nægilega góðar. Konan var í tveimur hlífðarbúningum, með hanska og augnhlífar, en spænska dagblaðið El País hefur það eftir heilbrigðisstarfsfólki að hlífðarbúningarnir hafi ekki verið algerlega vatnsheldir. Ekki hafi heldur verið notaður sérstakur öndunarbúnaður, sem hefði tryggt betur að smit gæti ekki borist í konuna. Að sögn spænskra yfirvalda er hafin rannsókn á málinu. Um tuttugu heilbrigðisstarfsmenn komu hins vegar í gær saman fyrir utan sjúkrahúsið í Madrid, þar sem konan starfaði, og kröfðust þess að Ana Mato heilbrigðisráðherra segði af sér vegna málsins. Eiginmaður hjúkrunarkonunnar hefur verið lagður inn á sjúkrahús í öryggisskyni þótt engin einkenni hafi komið í ljós. Hjúkrunarkonan er sögð vera með hita en hafa engin önnur einkenni ebólusmits. Hún fór í frí eftir að hafa sinnt prestinum, sem lést, en var lögð inn á sjúkrahús á mánudag. Hjúkrunarkonan á Spáni er sú fyrsta sem smitast hefur af veirunni utan Afríku. Nærri 400 heilbrigðisstarfsmenn hafa hins vegar látist af völdum veirunnar í Líberíu, Gíneu og Síerra Leóne, en þessi þrjú lönd hafa farið verst út úr faraldrinum. Alls hefur faraldurinn kostað meira en 3.500 manns lífið og óttast er að útbreiðslan geti farið að ná til annarra heimshluta.
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Sjá meira