Erlent

Tókst að búa til blá díóðuljós

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Isamu Akasaki tekur við blómum í tilefni dagsins.
Isamu Akasaki tekur við blómum í tilefni dagsins. fréttablaðið/AP
Þrír japanskir vísindamenn hljóta Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði þetta árið. Verðlaunin fá þeir fyrir bláar ljósdíóður, sem þeim tókst að búa til fyrstum manna.

Áður höfðu verið til rauðar og grænar ljósdíóður, en þær bláu þurfti til þess að hægt yrði að búa til hvítt ljós. Með uppgötvunum sínum ollu þeir byltingu í ljósabúnaði heimsins. Díóðulampar eru óðum að taka við af gömlu glóperunum og flúorljósunum, og verða æ fullkomnari. „Þeim tókst það sem öllum öðrum mistókst,“ segir í tilkynningu sænsku Nóbelsnefndarinnar. „Glóperur lýstu upp 20. öldina, en díóðulampar munu lýsa upp 21. öldina.“

Verðlaunahafarnir þrír heita Isamu Akasaki, Hiroshi Amano og Shuji Nakamura. Þeir Amano og Nakamura eru 54 ára en Akasaki er orðinn 85 ára. Hann segir að oft hafi hann fengið að heyra það að rannsóknir hans myndu engum árangri skila.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×