Árás á litla framhaldsskóla úti á landi Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 8. október 2014 07:00 Þingmenn Norðausturkjördæmis segja mikinn niðurskurð í fjárframlögum til framhaldsskóla í kjördæminu. Fréttablaðið/Ernir Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að samkvæmt fjárlagafrumvarpinu verði nemendum í framhaldsskólum í Norðausturkjördæmi fækkað um 350 til 400 á næsta skólaári og að allir sem eru 25 ára og eldri geti ekki lengur farið í framhaldsskóla heldur eigi þeir að fara í símenntunarstofnanir sem ekki fá fjármagn til að sinna þessum nemendum. „Þetta þýðir í raun og veru uppsagnir kennara ef þetta gengur eftir og þær hefðu sennilega átt að vera settar fram 1. október vegna þess að fjárhagsárið gildir frá og með næstu áramótum,“ sagði Kristján Möller. Hann segir fjárlagafrumvarpið landsbyggðarfjandsamlegt.Kristján Möller„Ég verð því miður að nota orðið „árás“ á framhaldsskóla í þessum litlum byggðalögum vítt og breitt um landið,“ segir Kristján. Bjarkey Gunnarsdóttir, VG, sagði að Sjálfstæðisflokkur skæri markvisst niður í framhaldsskólum landsins og fækkaði þar með störfum úti á landsbyggðinni. „Þetta hefur mikil samfélagsleg áhrif þar sem litlu skólarnir úti á landi þurfa að hafa mikið fyrir tilvist sinni. Þeir halda nemendum í heimabyggð, menningarlífið blómstrar, verslun og þjónusta styrkist og störfin, eins og ég sagði áðan, verða til fyrir háskólamenntað fólk,“ sagði Bjarkey. Hún sagði enn fremur að landsbyggðarskólarnir hefðu líka haft þá sérstöðu að eldri nemendur, sérstaklega konur, hefðu fengið tækifæri til náms sem þær hefðu ekki annars fengið. „Menntamálaráðherra sækir að landsbyggðarskólunum, hann sker niður fjarnám, hann vísar eldri nemendum inn í símenntunarmiðstöðvar sem eru ekki til þess bærar að taka við öllum eldri nemendum, fyrir utan auðvitað að þetta er miklu kostnaðarsamara,“ sagði Bjarkey. Framsóknarkonan Líneik Anna Sævarsdóttir hafði áhyggjur af óljósum sameiningaráformum framhaldsskóla. Hún sagði að nokkrir skólar hefðu hafið undirbúning að þriggja ára námi og það séu þeir sem verði fyrir hvað mestum niðurskurði. „Ég trúi í raun ekki öðru en að þar sé um einhvers konar mistök að ræða,“ sagði Líneik Anna sem sagði fækkun nemenda óraunhæfa jafnvel þótt menn væru að færa sig yfir í þriggja ára skóla. Þarna er gerð algjörlega óraunhæf krafa um fækkun nemendaígilda á næsta ári, jafnvel þótt menn séu að færa sig yfir í þriggja ára skóla. Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Erlent Fleiri fréttir Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Sjá meira
Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að samkvæmt fjárlagafrumvarpinu verði nemendum í framhaldsskólum í Norðausturkjördæmi fækkað um 350 til 400 á næsta skólaári og að allir sem eru 25 ára og eldri geti ekki lengur farið í framhaldsskóla heldur eigi þeir að fara í símenntunarstofnanir sem ekki fá fjármagn til að sinna þessum nemendum. „Þetta þýðir í raun og veru uppsagnir kennara ef þetta gengur eftir og þær hefðu sennilega átt að vera settar fram 1. október vegna þess að fjárhagsárið gildir frá og með næstu áramótum,“ sagði Kristján Möller. Hann segir fjárlagafrumvarpið landsbyggðarfjandsamlegt.Kristján Möller„Ég verð því miður að nota orðið „árás“ á framhaldsskóla í þessum litlum byggðalögum vítt og breitt um landið,“ segir Kristján. Bjarkey Gunnarsdóttir, VG, sagði að Sjálfstæðisflokkur skæri markvisst niður í framhaldsskólum landsins og fækkaði þar með störfum úti á landsbyggðinni. „Þetta hefur mikil samfélagsleg áhrif þar sem litlu skólarnir úti á landi þurfa að hafa mikið fyrir tilvist sinni. Þeir halda nemendum í heimabyggð, menningarlífið blómstrar, verslun og þjónusta styrkist og störfin, eins og ég sagði áðan, verða til fyrir háskólamenntað fólk,“ sagði Bjarkey. Hún sagði enn fremur að landsbyggðarskólarnir hefðu líka haft þá sérstöðu að eldri nemendur, sérstaklega konur, hefðu fengið tækifæri til náms sem þær hefðu ekki annars fengið. „Menntamálaráðherra sækir að landsbyggðarskólunum, hann sker niður fjarnám, hann vísar eldri nemendum inn í símenntunarmiðstöðvar sem eru ekki til þess bærar að taka við öllum eldri nemendum, fyrir utan auðvitað að þetta er miklu kostnaðarsamara,“ sagði Bjarkey. Framsóknarkonan Líneik Anna Sævarsdóttir hafði áhyggjur af óljósum sameiningaráformum framhaldsskóla. Hún sagði að nokkrir skólar hefðu hafið undirbúning að þriggja ára námi og það séu þeir sem verði fyrir hvað mestum niðurskurði. „Ég trúi í raun ekki öðru en að þar sé um einhvers konar mistök að ræða,“ sagði Líneik Anna sem sagði fækkun nemenda óraunhæfa jafnvel þótt menn væru að færa sig yfir í þriggja ára skóla. Þarna er gerð algjörlega óraunhæf krafa um fækkun nemendaígilda á næsta ári, jafnvel þótt menn séu að færa sig yfir í þriggja ára skóla.
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Erlent Fleiri fréttir Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Sjá meira