Stefna ríkinu vegna handtöku og húsleita Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. júlí 2014 23:08 Mennirnir voru handteknir í tengslum við uppflettingar í upplýsingakerfi lögreglunnar. Sakborningar í Löke málinu hafa ákveðið að höfða mál gegn ríkinu vegna tilefnislausrar handtöku og húsleitar. Mennirnir tveir, lögfræðingur og starfsmaður fjarskiptafyrirtækis, voru handteknir í tengslum við rannsókn lögreglu á broti lögreglumanns vegna uppflettingar og meðferðar á upplýsingum úr upplýsingakerfi lögreglunnar (LÖKE). Þeir fengu fyrir stuttu bréf frá ríkissaksóknara þar sem þeim var tilkynnt að málið yrði fellt niður án þess að til ákæru kæmi. „Nú þegar ríkissaksóknari hefur staðfest að skjólstæðingar mínir hafa ekki gerst sekir um neina refsiverða háttsemi hafa þeir í hyggja að leita réttar síns vegna málsins,“ segir Garðar Steinn Ólafsson, lögmaður mannanna. „Aðfarir lögreglu einkenndust af undarlegu offorsi og aldrei lá fyrir nein skiljanleg ástæða fyrir aðgerðum þeirra. Engum trúnaðarupplýsingum hafði verið deilt á lokuðum spjallhópi og það er algerlega á huldu hvernig lögregla fékk þá hugmynd að slíkt hefði átt sér stað,“ bætir hann við.Mennirnir handteknir í vinnunni Garðar Steinn segir að stór hópur lögreglumanna hafi handtekið saklausa menn á vinnustað þeirra. Fyrirsjáanleg afleiðing þess hafi að sjálfsögðu verið sú að ásökun ein nægði til að þeir misstu vinnu sína. „Skjólstæðingar mínir sættu einnig húsleit og nánast öll raftæki sem þeir áttu voru haldlögð. Þá var haldlagður tölvubúnaður í eigu fjölskyldu þeirra og vinnustaða, sem lögregla hafði enga heimild til að gera,“ segir hann. Mennirnir hafi síðan verið vistaðir í einangrun í alla þá 24 tíma sem lög leyfa að halda mönnum án þess að færa þá fyrir dómara. Hvorki á meðan þeir voru geymdir í einangrun né á síðari stigum málsins hafi lögregla getað útskýrt hvaða trúnaðarupplýsingum þeir töldu mennina hafa deilt sín á milli. „Ég veit ekki enn hvers vegna þetta mál hófst, en ég tel nauðsynlegt að fara vandlega yfir það hvað kemur til þegar lögregla grípur til svona harkalegra aðgerða án þess að hafa neitt í höndum sem bendir til að lögbrot hafi átt sér stað,“ segir Garðar Steinn.Tölvur haldlagðar án dómsúrskurðar Þá sé það sérstaklega varhugavert að lögregla hafi haldlagt tölvur í eigu lögmannsstofu og fjarskiptafyrirtækis án dómsúrskurðs. „Það er mjög hættulegt fordæmi að lögregla geti þannig komist yfir trúnaðarupplýsingar um fjölmarga aðila sem ekkert tengjast neinni rannsókn sem er í gangi,“ segir Garðar Steinn. Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Sakborningar í Löke málinu hafa ákveðið að höfða mál gegn ríkinu vegna tilefnislausrar handtöku og húsleitar. Mennirnir tveir, lögfræðingur og starfsmaður fjarskiptafyrirtækis, voru handteknir í tengslum við rannsókn lögreglu á broti lögreglumanns vegna uppflettingar og meðferðar á upplýsingum úr upplýsingakerfi lögreglunnar (LÖKE). Þeir fengu fyrir stuttu bréf frá ríkissaksóknara þar sem þeim var tilkynnt að málið yrði fellt niður án þess að til ákæru kæmi. „Nú þegar ríkissaksóknari hefur staðfest að skjólstæðingar mínir hafa ekki gerst sekir um neina refsiverða háttsemi hafa þeir í hyggja að leita réttar síns vegna málsins,“ segir Garðar Steinn Ólafsson, lögmaður mannanna. „Aðfarir lögreglu einkenndust af undarlegu offorsi og aldrei lá fyrir nein skiljanleg ástæða fyrir aðgerðum þeirra. Engum trúnaðarupplýsingum hafði verið deilt á lokuðum spjallhópi og það er algerlega á huldu hvernig lögregla fékk þá hugmynd að slíkt hefði átt sér stað,“ bætir hann við.Mennirnir handteknir í vinnunni Garðar Steinn segir að stór hópur lögreglumanna hafi handtekið saklausa menn á vinnustað þeirra. Fyrirsjáanleg afleiðing þess hafi að sjálfsögðu verið sú að ásökun ein nægði til að þeir misstu vinnu sína. „Skjólstæðingar mínir sættu einnig húsleit og nánast öll raftæki sem þeir áttu voru haldlögð. Þá var haldlagður tölvubúnaður í eigu fjölskyldu þeirra og vinnustaða, sem lögregla hafði enga heimild til að gera,“ segir hann. Mennirnir hafi síðan verið vistaðir í einangrun í alla þá 24 tíma sem lög leyfa að halda mönnum án þess að færa þá fyrir dómara. Hvorki á meðan þeir voru geymdir í einangrun né á síðari stigum málsins hafi lögregla getað útskýrt hvaða trúnaðarupplýsingum þeir töldu mennina hafa deilt sín á milli. „Ég veit ekki enn hvers vegna þetta mál hófst, en ég tel nauðsynlegt að fara vandlega yfir það hvað kemur til þegar lögregla grípur til svona harkalegra aðgerða án þess að hafa neitt í höndum sem bendir til að lögbrot hafi átt sér stað,“ segir Garðar Steinn.Tölvur haldlagðar án dómsúrskurðar Þá sé það sérstaklega varhugavert að lögregla hafi haldlagt tölvur í eigu lögmannsstofu og fjarskiptafyrirtækis án dómsúrskurðs. „Það er mjög hættulegt fordæmi að lögregla geti þannig komist yfir trúnaðarupplýsingar um fjölmarga aðila sem ekkert tengjast neinni rannsókn sem er í gangi,“ segir Garðar Steinn.
Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira