Tónlist

Rífandi stemning þrátt fyrir rigningu

Góð stemning í Atlantic Studios á Ásbrú í gærkvöldi.
Góð stemning í Atlantic Studios á Ásbrú í gærkvöldi. Vísir/Andri Marinó
ATP-tónlistarhátíðin fór vel af stað í gærkvöldi á Ásbrú í Keflavík. Þrátt fyrir vætu var fólk í góðum gír og lét ekki smá rigningu stoppa sig í gleðinni.

Þekktar hljómsveitir og tónlistarmenn komu fram í gær og ber þar hæst að nefna hljómsveitina Mogwai, Kurt Vile & Violators og þá kom hin íslenska og goðsagnakenna rokksveit HAM fram í gær.

Talið er að um 800 manns hafi ferðast með rútum á milli Reykjavíkur og Keflavíkur í gær.

Hátíðin heldur áfram síðdegis, þegar að Ben Frost stígur á svið í Atlantic Studios klukkan 17.30. Þá kemur hljómsveitin Portishead fram á miðnætti.

Andri Marinó, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, skellti sér suður með sjó og smellti nokkrum fallegum myndum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.