Innlent

Segir sig úr velferðarráði í kjölfar skemmdarverka

Valdimar Lúðvík Gíslason.
Valdimar Lúðvík Gíslason. mynd/elías/bb
Valdimar Lúðvík Gíslason, íbúi í Bolungarvík og fyrrum bæjarfulltrúi, hefur sagt sig úr velferðarráði Bolungarvíkurkaupstaðar. Uppsagnarbréfið var lagt fram á fundi bæjarráðs Bolungarvíkur í gær. Bæjarins besta greinir frá.

Valdimar hefur lýst yfir ábyrgð á skemmdarverki sem unnið var á friðuðu húsi í Bolungarvík í byrjun mánaðar. Húsið var eyðilagt með vinnuvél í skjóli nætur aðfaranótt 7.júlí. Sagðist hann hafa þurft að bregðast við slysahættu sem myndaðist við húsið.

Bolungarvíkurkaupstaður og Minjastofnun Íslands hyggjast kæra hann fyrir verknaðinn.

„Þarna er gríðarleg hætta og það er ekki langt síðan þarna lá við stórslysi. Þá var gamall maður að krækja þarna framhjá vörubíl, eins og allir þurfa að gera því húsið stendur einn metra út á götu. Vörubíllinn bakkaði svo utan í hann,“ sagði Valdimar í samtali við Vísi hinn 9. júlí síðastliðinn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×