Erlent

Foreldrar drepnir í árásum

Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar
Borgarar Chibok ganga til fundar við forseta Nígeríu, Goodluck Jonathan.
Borgarar Chibok ganga til fundar við forseta Nígeríu, Goodluck Jonathan. Vísir/AFP
Þrír mánuðir eru liðnir síðan íslamistasamtökin Boko Haram rændu 219 nígerískum stúlkum. Ellefu úr hópi foreldra stúlknanna hafa látist í árásum hermanna á bæinn Chibok.

Þar til viðbótar hafa margir foreldranna veikst andlega og dáið úr hjartaáföllum og sambærilegum sjúkdómum í kjölfar þess að stúlkunum var rænt.

Goodluck Jonathan, forseti Nígeríu, kom í heimsókn til Chibok í síðustu viku, í fyrsta sinn síðan stúlkunum var rænt.

Jonathan svaraði ekki kallinu fyrr en Malala Yousafzai, afgönsk baráttukona fyrir réttindum kvenna, baðst áheyrnar.

Aðgengi að Chibok er vægast sagt slæmt. Flugi til og frá bænum hefur verið hætt og vegir sem liggja að bænum eru svo yfirfullir af skemmdum bílum að ómögulegt er að ferðast um þá.

Íbúar Chibok óttast að fæðuskortur, fátækt og eldsneytisskortur bíði þeirra rétt handan við hornið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×