Sport

Hafdís: Ég er búin að bíða svolítið lengi eftir þessu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hafdís Sigurðardóttir.
Hafdís Sigurðardóttir. Vísir/Auðunn
Hafdís Sigurðardóttir setti nýtt og glæsilegt Íslandsmet í langstökki í dag þegar hún stökk 6,40 metra á Innanhússmeistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem stendur nú yfir í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal.

„Já, ég er búin að bíða svolítið lengi eftir þessu sérstaklega síðasta árið þegar ég sá að þetta var raunhæft. Ég stefndi náttúrulega alltaf af þessu en núna var ég farin að bíða," sagði Hafdís Sigurðardóttir í samtali við Kolbein Tuma Daðason eftir frábæran fyrri dag á Meistaramótinu.

„Ég var búin að keppa á tveimur mótum á þessu innanhússtímabili og hitta ágætlega á það en ekki alveg. Ég er rosalega glöð að hafa náð þessu," sagði Hafdís en hún smellhitti á plankann í metstökkinu.

Stökkið hjá Hafdísi má sjá hér.

„Ég fór og spurði dómarann eftir stökkið um hvar ég hafi verið svona sirka og hann svaraði að hafi bara verið akkurat. Ég hitti svona rosalega vel á plankann," sagði Hafdís og hún vissi strax að metið var fallið.

„Ég sá að fáninn var staðsettur við 6,28 (met Sunnu Gestsdóttur frá 2003) og ég vissi því strax að ég var vel yfir því. Ég veit samt ekki hvort ég hafi alveg búist við því að stökkva 6,40," sagði Hafdís kát.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×