Álver á Hafursstöðum – afleit hugmynd Snorri Baldursson skrifar 16. júní 2015 07:00 Sveitarfélögin á Norðurlandi vestra hafa undirritað samstarfssamning við Klappir Development ehf. um uppbyggingu og rekstur 120.000 tonna álvers á fyrirhuguðu iðnaðarsvæði við Hafursstaði í Skagabyggð. Sveitarfélögin sem um ræðir eru Blönduósbær, Húnavatnshreppur, Húnaþing vestra, Sveitarfélagið Skagaströnd, Skagabyggð og Sveitarfélagið Skagafjörður. Samkvæmt fréttinni er stækkun möguleg í allt að 220.000 tonn. Það þýðir á mannamáli að nauðsynlegt verður að stækka álverið að minnsta kosti sem þessu nemur til að arðsemi þess verði viðunandi fyrir kínverska eigendur. Orkuþörf fyrsta áfanga er sögð 206 megavött (MW) og þá væntanlega 412 MW þegar seinni áfangi rís. Fullbyggt álver þyrfti því orku sem samsvarar þremur Blönduvirkjunum eða 10 Skrokkölduvirkjunum svo nefndur sé virkjunarkostur sem mikið hefur verið í umræðunni. Orka Blönduvirkjunar er að mestu fullnýtt og Blönduveita sem er í nýtingarflokki rammaáætlunar gefur aðeins um 30 MW. Svonefndur Blöndulundur, vindmyllugarður sem enn er á hugmyndastigi, gæfi að hámarki 100 MW. Til að knýja 220.000 tonna álver á Hafursstöðum þarf því örugglega að virkja jökulsárnar í Skagafirði við Skatastaði. Tvær útfærslur Skatastaðavirkjunar eru í biðflokki rammaáætlunar, 143 og 153 MW. Báðar byggja á stóru uppistöðulóni á hálendinu norðan Hofsjökuls. Minni virkjunina, Skatastaðavirkjun D, má bæta upp með svonefndri Villinganesvirkjun (33 MW) sem fengi vatn úr miklu uppistöðulóni í mynni Austur- og Vesturdals. Augljóst er að virkjunum þessum mun fylgja gríðarlegur fórnarkostnaður fyrir víðernin upp af Skagafirði, ásýnd héraðsins og fyrrnefndra dala, líf á flæðilöndunum við Hegranes og fljótasiglingar á Austari Jökulsá, svo eitthvað sé nefnt. Hvernig dettur ábyrgum sveitarfélögum þetta í hug þegar fullljóst er að stóriðja er einhver allra versti atvinnukostur sem hugsast getur sé tekið mið af fjárfestingu á bak við hvert starf, arði sem eftir verður í landinu og ekki síst óásættanlegum umhverfisáhrifum iðjuversins og virkjananna sem þarf til að knýja það?Mesti fjársjóðurinn Að einhverju leyti er sveitarstjórnarmönnum vorkunn þegar þess er gætt að stóriðja með tilheyrandi hafnarmannvirkjum virðist eina leiðin til að fá verulegan opinberan stuðning við atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni. Milljarðarnir sem ríkið leggur í Bakka og til Helguvíkur eru sjálfsagt öfundsverðir og skilaboðin skýr; við drögum bara upp stóra veskið fyrir stóriðju, ekki ferðaþjónustu, smáiðnað eða þekkingarstarfsemi. Ríkisvaldið reynir að kúga sveitarfélögin inn á þessa braut. En samt, gróin sveitarfélög hafa valkosti. Geta Norðlendingar í alvöru hugsað sér allar þessar fórnir fyrir miklar framkvæmdir í 2–3 ár og 240 einhæf langtímastörf? Vill fólk úti á landi ekki frekar atvinnustarfsemi sem virðir móður náttúru? Þannig uppbygging er möguleg, eins og gríðarlegur vöxtur ferðaþjónustunnar á undanförnum árum sýnir. Ferðamönnum fylgja vissulega umhverfisáhrif en þau eru smámunir miðað við stóriðju og þau má lágmarka með góðu skipulagi. Ferðaþjónustan er orðin langstærsta atvinnugrein landsins, hún skapar um 14% landsmanna störf, á móti 1% í áliðnaði, og hún skilur mikinn virðisauka eftir í heimabyggð meðan virðisauki áliðnaðarins flæðir að mestu úr landi. Einstök náttúra landsins er okkar mesti fjársjóður og henni má ekki spilla meir en orðið er á fölskum forsendum. Sameinumst því um þá kröfu náttúruverndar- og útivistarsamtaka að hlífa miðhálendi Íslands, hjarta landsins, fyrir frekari stórframkvæmdum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Sveitarfélögin á Norðurlandi vestra hafa undirritað samstarfssamning við Klappir Development ehf. um uppbyggingu og rekstur 120.000 tonna álvers á fyrirhuguðu iðnaðarsvæði við Hafursstaði í Skagabyggð. Sveitarfélögin sem um ræðir eru Blönduósbær, Húnavatnshreppur, Húnaþing vestra, Sveitarfélagið Skagaströnd, Skagabyggð og Sveitarfélagið Skagafjörður. Samkvæmt fréttinni er stækkun möguleg í allt að 220.000 tonn. Það þýðir á mannamáli að nauðsynlegt verður að stækka álverið að minnsta kosti sem þessu nemur til að arðsemi þess verði viðunandi fyrir kínverska eigendur. Orkuþörf fyrsta áfanga er sögð 206 megavött (MW) og þá væntanlega 412 MW þegar seinni áfangi rís. Fullbyggt álver þyrfti því orku sem samsvarar þremur Blönduvirkjunum eða 10 Skrokkölduvirkjunum svo nefndur sé virkjunarkostur sem mikið hefur verið í umræðunni. Orka Blönduvirkjunar er að mestu fullnýtt og Blönduveita sem er í nýtingarflokki rammaáætlunar gefur aðeins um 30 MW. Svonefndur Blöndulundur, vindmyllugarður sem enn er á hugmyndastigi, gæfi að hámarki 100 MW. Til að knýja 220.000 tonna álver á Hafursstöðum þarf því örugglega að virkja jökulsárnar í Skagafirði við Skatastaði. Tvær útfærslur Skatastaðavirkjunar eru í biðflokki rammaáætlunar, 143 og 153 MW. Báðar byggja á stóru uppistöðulóni á hálendinu norðan Hofsjökuls. Minni virkjunina, Skatastaðavirkjun D, má bæta upp með svonefndri Villinganesvirkjun (33 MW) sem fengi vatn úr miklu uppistöðulóni í mynni Austur- og Vesturdals. Augljóst er að virkjunum þessum mun fylgja gríðarlegur fórnarkostnaður fyrir víðernin upp af Skagafirði, ásýnd héraðsins og fyrrnefndra dala, líf á flæðilöndunum við Hegranes og fljótasiglingar á Austari Jökulsá, svo eitthvað sé nefnt. Hvernig dettur ábyrgum sveitarfélögum þetta í hug þegar fullljóst er að stóriðja er einhver allra versti atvinnukostur sem hugsast getur sé tekið mið af fjárfestingu á bak við hvert starf, arði sem eftir verður í landinu og ekki síst óásættanlegum umhverfisáhrifum iðjuversins og virkjananna sem þarf til að knýja það?Mesti fjársjóðurinn Að einhverju leyti er sveitarstjórnarmönnum vorkunn þegar þess er gætt að stóriðja með tilheyrandi hafnarmannvirkjum virðist eina leiðin til að fá verulegan opinberan stuðning við atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni. Milljarðarnir sem ríkið leggur í Bakka og til Helguvíkur eru sjálfsagt öfundsverðir og skilaboðin skýr; við drögum bara upp stóra veskið fyrir stóriðju, ekki ferðaþjónustu, smáiðnað eða þekkingarstarfsemi. Ríkisvaldið reynir að kúga sveitarfélögin inn á þessa braut. En samt, gróin sveitarfélög hafa valkosti. Geta Norðlendingar í alvöru hugsað sér allar þessar fórnir fyrir miklar framkvæmdir í 2–3 ár og 240 einhæf langtímastörf? Vill fólk úti á landi ekki frekar atvinnustarfsemi sem virðir móður náttúru? Þannig uppbygging er möguleg, eins og gríðarlegur vöxtur ferðaþjónustunnar á undanförnum árum sýnir. Ferðamönnum fylgja vissulega umhverfisáhrif en þau eru smámunir miðað við stóriðju og þau má lágmarka með góðu skipulagi. Ferðaþjónustan er orðin langstærsta atvinnugrein landsins, hún skapar um 14% landsmanna störf, á móti 1% í áliðnaði, og hún skilur mikinn virðisauka eftir í heimabyggð meðan virðisauki áliðnaðarins flæðir að mestu úr landi. Einstök náttúra landsins er okkar mesti fjársjóður og henni má ekki spilla meir en orðið er á fölskum forsendum. Sameinumst því um þá kröfu náttúruverndar- og útivistarsamtaka að hlífa miðhálendi Íslands, hjarta landsins, fyrir frekari stórframkvæmdum.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun