Álver á Hafursstöðum – afleit hugmynd Snorri Baldursson skrifar 16. júní 2015 07:00 Sveitarfélögin á Norðurlandi vestra hafa undirritað samstarfssamning við Klappir Development ehf. um uppbyggingu og rekstur 120.000 tonna álvers á fyrirhuguðu iðnaðarsvæði við Hafursstaði í Skagabyggð. Sveitarfélögin sem um ræðir eru Blönduósbær, Húnavatnshreppur, Húnaþing vestra, Sveitarfélagið Skagaströnd, Skagabyggð og Sveitarfélagið Skagafjörður. Samkvæmt fréttinni er stækkun möguleg í allt að 220.000 tonn. Það þýðir á mannamáli að nauðsynlegt verður að stækka álverið að minnsta kosti sem þessu nemur til að arðsemi þess verði viðunandi fyrir kínverska eigendur. Orkuþörf fyrsta áfanga er sögð 206 megavött (MW) og þá væntanlega 412 MW þegar seinni áfangi rís. Fullbyggt álver þyrfti því orku sem samsvarar þremur Blönduvirkjunum eða 10 Skrokkölduvirkjunum svo nefndur sé virkjunarkostur sem mikið hefur verið í umræðunni. Orka Blönduvirkjunar er að mestu fullnýtt og Blönduveita sem er í nýtingarflokki rammaáætlunar gefur aðeins um 30 MW. Svonefndur Blöndulundur, vindmyllugarður sem enn er á hugmyndastigi, gæfi að hámarki 100 MW. Til að knýja 220.000 tonna álver á Hafursstöðum þarf því örugglega að virkja jökulsárnar í Skagafirði við Skatastaði. Tvær útfærslur Skatastaðavirkjunar eru í biðflokki rammaáætlunar, 143 og 153 MW. Báðar byggja á stóru uppistöðulóni á hálendinu norðan Hofsjökuls. Minni virkjunina, Skatastaðavirkjun D, má bæta upp með svonefndri Villinganesvirkjun (33 MW) sem fengi vatn úr miklu uppistöðulóni í mynni Austur- og Vesturdals. Augljóst er að virkjunum þessum mun fylgja gríðarlegur fórnarkostnaður fyrir víðernin upp af Skagafirði, ásýnd héraðsins og fyrrnefndra dala, líf á flæðilöndunum við Hegranes og fljótasiglingar á Austari Jökulsá, svo eitthvað sé nefnt. Hvernig dettur ábyrgum sveitarfélögum þetta í hug þegar fullljóst er að stóriðja er einhver allra versti atvinnukostur sem hugsast getur sé tekið mið af fjárfestingu á bak við hvert starf, arði sem eftir verður í landinu og ekki síst óásættanlegum umhverfisáhrifum iðjuversins og virkjananna sem þarf til að knýja það?Mesti fjársjóðurinn Að einhverju leyti er sveitarstjórnarmönnum vorkunn þegar þess er gætt að stóriðja með tilheyrandi hafnarmannvirkjum virðist eina leiðin til að fá verulegan opinberan stuðning við atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni. Milljarðarnir sem ríkið leggur í Bakka og til Helguvíkur eru sjálfsagt öfundsverðir og skilaboðin skýr; við drögum bara upp stóra veskið fyrir stóriðju, ekki ferðaþjónustu, smáiðnað eða þekkingarstarfsemi. Ríkisvaldið reynir að kúga sveitarfélögin inn á þessa braut. En samt, gróin sveitarfélög hafa valkosti. Geta Norðlendingar í alvöru hugsað sér allar þessar fórnir fyrir miklar framkvæmdir í 2–3 ár og 240 einhæf langtímastörf? Vill fólk úti á landi ekki frekar atvinnustarfsemi sem virðir móður náttúru? Þannig uppbygging er möguleg, eins og gríðarlegur vöxtur ferðaþjónustunnar á undanförnum árum sýnir. Ferðamönnum fylgja vissulega umhverfisáhrif en þau eru smámunir miðað við stóriðju og þau má lágmarka með góðu skipulagi. Ferðaþjónustan er orðin langstærsta atvinnugrein landsins, hún skapar um 14% landsmanna störf, á móti 1% í áliðnaði, og hún skilur mikinn virðisauka eftir í heimabyggð meðan virðisauki áliðnaðarins flæðir að mestu úr landi. Einstök náttúra landsins er okkar mesti fjársjóður og henni má ekki spilla meir en orðið er á fölskum forsendum. Sameinumst því um þá kröfu náttúruverndar- og útivistarsamtaka að hlífa miðhálendi Íslands, hjarta landsins, fyrir frekari stórframkvæmdum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Innflutt skautun í boði Viðreisnar Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Dálkur Kristrúnar í bak Dags B. var ekki mistök, heldur vísvitandi niðrun Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Sveitarfélögin á Norðurlandi vestra hafa undirritað samstarfssamning við Klappir Development ehf. um uppbyggingu og rekstur 120.000 tonna álvers á fyrirhuguðu iðnaðarsvæði við Hafursstaði í Skagabyggð. Sveitarfélögin sem um ræðir eru Blönduósbær, Húnavatnshreppur, Húnaþing vestra, Sveitarfélagið Skagaströnd, Skagabyggð og Sveitarfélagið Skagafjörður. Samkvæmt fréttinni er stækkun möguleg í allt að 220.000 tonn. Það þýðir á mannamáli að nauðsynlegt verður að stækka álverið að minnsta kosti sem þessu nemur til að arðsemi þess verði viðunandi fyrir kínverska eigendur. Orkuþörf fyrsta áfanga er sögð 206 megavött (MW) og þá væntanlega 412 MW þegar seinni áfangi rís. Fullbyggt álver þyrfti því orku sem samsvarar þremur Blönduvirkjunum eða 10 Skrokkölduvirkjunum svo nefndur sé virkjunarkostur sem mikið hefur verið í umræðunni. Orka Blönduvirkjunar er að mestu fullnýtt og Blönduveita sem er í nýtingarflokki rammaáætlunar gefur aðeins um 30 MW. Svonefndur Blöndulundur, vindmyllugarður sem enn er á hugmyndastigi, gæfi að hámarki 100 MW. Til að knýja 220.000 tonna álver á Hafursstöðum þarf því örugglega að virkja jökulsárnar í Skagafirði við Skatastaði. Tvær útfærslur Skatastaðavirkjunar eru í biðflokki rammaáætlunar, 143 og 153 MW. Báðar byggja á stóru uppistöðulóni á hálendinu norðan Hofsjökuls. Minni virkjunina, Skatastaðavirkjun D, má bæta upp með svonefndri Villinganesvirkjun (33 MW) sem fengi vatn úr miklu uppistöðulóni í mynni Austur- og Vesturdals. Augljóst er að virkjunum þessum mun fylgja gríðarlegur fórnarkostnaður fyrir víðernin upp af Skagafirði, ásýnd héraðsins og fyrrnefndra dala, líf á flæðilöndunum við Hegranes og fljótasiglingar á Austari Jökulsá, svo eitthvað sé nefnt. Hvernig dettur ábyrgum sveitarfélögum þetta í hug þegar fullljóst er að stóriðja er einhver allra versti atvinnukostur sem hugsast getur sé tekið mið af fjárfestingu á bak við hvert starf, arði sem eftir verður í landinu og ekki síst óásættanlegum umhverfisáhrifum iðjuversins og virkjananna sem þarf til að knýja það?Mesti fjársjóðurinn Að einhverju leyti er sveitarstjórnarmönnum vorkunn þegar þess er gætt að stóriðja með tilheyrandi hafnarmannvirkjum virðist eina leiðin til að fá verulegan opinberan stuðning við atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni. Milljarðarnir sem ríkið leggur í Bakka og til Helguvíkur eru sjálfsagt öfundsverðir og skilaboðin skýr; við drögum bara upp stóra veskið fyrir stóriðju, ekki ferðaþjónustu, smáiðnað eða þekkingarstarfsemi. Ríkisvaldið reynir að kúga sveitarfélögin inn á þessa braut. En samt, gróin sveitarfélög hafa valkosti. Geta Norðlendingar í alvöru hugsað sér allar þessar fórnir fyrir miklar framkvæmdir í 2–3 ár og 240 einhæf langtímastörf? Vill fólk úti á landi ekki frekar atvinnustarfsemi sem virðir móður náttúru? Þannig uppbygging er möguleg, eins og gríðarlegur vöxtur ferðaþjónustunnar á undanförnum árum sýnir. Ferðamönnum fylgja vissulega umhverfisáhrif en þau eru smámunir miðað við stóriðju og þau má lágmarka með góðu skipulagi. Ferðaþjónustan er orðin langstærsta atvinnugrein landsins, hún skapar um 14% landsmanna störf, á móti 1% í áliðnaði, og hún skilur mikinn virðisauka eftir í heimabyggð meðan virðisauki áliðnaðarins flæðir að mestu úr landi. Einstök náttúra landsins er okkar mesti fjársjóður og henni má ekki spilla meir en orðið er á fölskum forsendum. Sameinumst því um þá kröfu náttúruverndar- og útivistarsamtaka að hlífa miðhálendi Íslands, hjarta landsins, fyrir frekari stórframkvæmdum.
Dálkur Kristrúnar í bak Dags B. var ekki mistök, heldur vísvitandi niðrun Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Dálkur Kristrúnar í bak Dags B. var ekki mistök, heldur vísvitandi niðrun Ole Anton Bieltvedt Skoðun