Gítargoðsögn stígur á svið með Todmobile Heimir Már Pétursson skrifar 14. janúar 2015 20:30 Sannkallaðir stórtónleikar fyrir rokkunnendur verða í Hörpu á föstudagskvöldið og Hofi á Akureyri á laugardaginn þegar goðsagnarpersónan Steve Hackett gítarleikari Genesis komur fram með Todmobile, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og kórnum Hljómeyki sem flytja bæði lög eftir Genesis og Todmobile. Steve Hackett var í Genesis með þeim Peter Gabriel, Phil Collins, Mike Rutherford og Tony Banks en sveitin er enn í dag ein virtasta og áhrifamesta hljómsveit í heimi. Og það má segja um Steve Hackett að hann sé goðsögn í lifanda lífi.Er að byrði eða kemur það sér vel? „Það er mjög notarlegt að fólk muni eftir manni fyrir það sem ég gerði með Genesis. En þetta er allt það sama fyrir mér, bæði það sem ég gerði með hljómsveitinni og það sem ég hef gert á eigin spýtur. Hljómsveitin er ekki lengur til en tónlist hennar er enn að seljast og hljómsveitin seldi mjög mikið af plötum. Ég ætla ekki einu sinni að reyna að segja þér hve margar,“ segir Hackett hógvær. En talið er að Genesis hafi selt um 130 milljónir platna. Steve á litríkan feril og hefur spilað bæði rokktónlist og klassíska tónlist eftir að hann yfirgaf Genesis en frægasta plata hljómsbeitarinnar er án efa Selling England by the Pound. „Það er eiginlega uppáhalds platan mín með Genesis. Við gerðum hana árið 1973 og á þeim tíma datt auðvitað engum í hug að hún yrði jafn vinsæl í dag og raun ber vitni. En það er dásamlegt,“ segir Hackett.Hvað ertu að gera með Todmobile? „Ég hef aðeins verið að semja með þeim og spilað aðeins fyrir þau en við hittumst fyrst í gærkvöldi. Við sendum efni fram og til baka á Netinu,“ segir Hackett en hann kemur við sögu í tveimur lögum á síðustu plötu Todmobile. Hann lofar að tónleikarnir í Hörpu og Hofi verði upplifun. „Já, ég held að þetta verði mikil upplifun fyrir okkur öll,“ segir Steve Hackett. Hér fyrir ofan má sjá frétt Stöðvar 2 um væntanlega tónleika Steve Hackett og Todmobile en hér að neðan má sjá viðtal Heimis Más við hann í heild sinni. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Sannkallaðir stórtónleikar fyrir rokkunnendur verða í Hörpu á föstudagskvöldið og Hofi á Akureyri á laugardaginn þegar goðsagnarpersónan Steve Hackett gítarleikari Genesis komur fram með Todmobile, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og kórnum Hljómeyki sem flytja bæði lög eftir Genesis og Todmobile. Steve Hackett var í Genesis með þeim Peter Gabriel, Phil Collins, Mike Rutherford og Tony Banks en sveitin er enn í dag ein virtasta og áhrifamesta hljómsveit í heimi. Og það má segja um Steve Hackett að hann sé goðsögn í lifanda lífi.Er að byrði eða kemur það sér vel? „Það er mjög notarlegt að fólk muni eftir manni fyrir það sem ég gerði með Genesis. En þetta er allt það sama fyrir mér, bæði það sem ég gerði með hljómsveitinni og það sem ég hef gert á eigin spýtur. Hljómsveitin er ekki lengur til en tónlist hennar er enn að seljast og hljómsveitin seldi mjög mikið af plötum. Ég ætla ekki einu sinni að reyna að segja þér hve margar,“ segir Hackett hógvær. En talið er að Genesis hafi selt um 130 milljónir platna. Steve á litríkan feril og hefur spilað bæði rokktónlist og klassíska tónlist eftir að hann yfirgaf Genesis en frægasta plata hljómsbeitarinnar er án efa Selling England by the Pound. „Það er eiginlega uppáhalds platan mín með Genesis. Við gerðum hana árið 1973 og á þeim tíma datt auðvitað engum í hug að hún yrði jafn vinsæl í dag og raun ber vitni. En það er dásamlegt,“ segir Hackett.Hvað ertu að gera með Todmobile? „Ég hef aðeins verið að semja með þeim og spilað aðeins fyrir þau en við hittumst fyrst í gærkvöldi. Við sendum efni fram og til baka á Netinu,“ segir Hackett en hann kemur við sögu í tveimur lögum á síðustu plötu Todmobile. Hann lofar að tónleikarnir í Hörpu og Hofi verði upplifun. „Já, ég held að þetta verði mikil upplifun fyrir okkur öll,“ segir Steve Hackett. Hér fyrir ofan má sjá frétt Stöðvar 2 um væntanlega tónleika Steve Hackett og Todmobile en hér að neðan má sjá viðtal Heimis Más við hann í heild sinni.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira