Íslenski boltinn

Fjórar íslenskar konur dæmdu í Kórnum í kvöld | Skelltu í eina "selfie"

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Ernir
Bríet Bragadóttir, besti dómari Pepsi-deildar kvenna 2014, dæmdi vináttulandsleik 23 ára landsliðs Íslands og A-landsliðs Póllands í kvöld en hún naut aðstoðar þriggja annarra íslenskra kvendómara.

Rúna Kristín Stefánsdóttir og Jovana Cosic voru aðstoðardómarar hennar í leiknum og þá var Birna H Bergstað Þórmundsdóttir fjórði dómarinn.

Stelpurnar voru að sjálfsögðu stoltar af þessari sögulegu stund en konur eru alltaf að verða meira og meira áberandi í íslensku dómarastéttinni sem er mjög ánægjuleg þróun.

Eftir leikinn, sem endaði með öruggum 3-1 sigri 23 ára liðs Íslands, ákvað íslenski dómarakvartettinn að taka eina "selfie" í tilefni dagsins og settu þær myndina síðan inn á fésbókina. Þessi skemmtilega og sögulega mynd er hér fyrir neðan.

Mynd/Fésbókin



Fleiri fréttir

Sjá meira


×