Krefjast þess að staðið verði við loforð um þjóðaratkvæði Atli Ísleifsson skrifar 14. janúar 2015 21:00 53.555 Íslendingar skrifuðu undir áskorun um að þjóðin fengi að taka ákvörðun um áframhald viðræðna í þjóðaratkvæðagreiðslu. Vísir/Valli Aðstandendur útifundanna á Austurvelli vorið 2014 krefjast þess í tilkynningu að staðið verði við loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið. „Fyrir alþingiskosningarnar 2013 lofuðu flestir ráðherrar ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Eftir kosningarnar ákvað ríkisstjórnin hins vegar að standa ekki við loforðið og lagði fram frumvarp um að umsókn Íslands yrði afturkölluð.“ Í tilkynningu segir að ákvörðunin hafi vakið mikla reiði og þúsundir lagt leið sína á Austurvöll þar sem þeir kröfðust þess að stjórnmálamenn stæðu við orð sín. „Eins kom fram í skoðanakönnunum að 82% landsmanna vildu taka ákvörðun um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu og 53.555 Íslendingar skrifuðu undir áskorun þar um til ráðamanna. Þessi miklu viðbrögð endurspegluðu megna óánægju Íslendinga með meðhöndlun málsins. Almenningur reis með afgerandi hætti upp gegn ríkisstjórninni og skilaboðin voru skýr og afdráttarlaus. Að lokum hætti stjórnin við að afgreiða frumvarpið um afturköllun umsóknar. Það eru mikil vonbrigði að sjá ríkisstjórnina undirbúa sams konar tillögu, um afturköllun umsóknar, á nýju ári. Því verður svarað fullum hálsi; ríkisstjórn sem gengur gegn vilja þjóðarinnar, er ekki ríkisstjórn þjóðarinnar. Formaður Sjálfstæðisflokksins lofaði því, fyrir alþingiskosningarnar 2013, að þjóðaratkvæðagreiðslan skyldi fara fram á fyrri hluta kjörtímabilsins. Hann getur enn staðið við loforðið með því að leggja fram frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir 27. janúar (boða þarf til kosninga með þriggja mánaða fyrirvara). Við krefjumst þess, nú sem áður, að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs falli frá áformum um að afturkalla umsóknina og standi við loforðið um þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir í tilkynningunni, en undir hana rita „aðstandendur útifundanna á Austurvelli vorið 2014“. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Aðstandendur útifundanna á Austurvelli vorið 2014 krefjast þess í tilkynningu að staðið verði við loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið. „Fyrir alþingiskosningarnar 2013 lofuðu flestir ráðherrar ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Eftir kosningarnar ákvað ríkisstjórnin hins vegar að standa ekki við loforðið og lagði fram frumvarp um að umsókn Íslands yrði afturkölluð.“ Í tilkynningu segir að ákvörðunin hafi vakið mikla reiði og þúsundir lagt leið sína á Austurvöll þar sem þeir kröfðust þess að stjórnmálamenn stæðu við orð sín. „Eins kom fram í skoðanakönnunum að 82% landsmanna vildu taka ákvörðun um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu og 53.555 Íslendingar skrifuðu undir áskorun þar um til ráðamanna. Þessi miklu viðbrögð endurspegluðu megna óánægju Íslendinga með meðhöndlun málsins. Almenningur reis með afgerandi hætti upp gegn ríkisstjórninni og skilaboðin voru skýr og afdráttarlaus. Að lokum hætti stjórnin við að afgreiða frumvarpið um afturköllun umsóknar. Það eru mikil vonbrigði að sjá ríkisstjórnina undirbúa sams konar tillögu, um afturköllun umsóknar, á nýju ári. Því verður svarað fullum hálsi; ríkisstjórn sem gengur gegn vilja þjóðarinnar, er ekki ríkisstjórn þjóðarinnar. Formaður Sjálfstæðisflokksins lofaði því, fyrir alþingiskosningarnar 2013, að þjóðaratkvæðagreiðslan skyldi fara fram á fyrri hluta kjörtímabilsins. Hann getur enn staðið við loforðið með því að leggja fram frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir 27. janúar (boða þarf til kosninga með þriggja mánaða fyrirvara). Við krefjumst þess, nú sem áður, að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs falli frá áformum um að afturkalla umsóknina og standi við loforðið um þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir í tilkynningunni, en undir hana rita „aðstandendur útifundanna á Austurvelli vorið 2014“.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira