Lífið

Ótrúlegur klaufaskapur hjá reiðum íshokkíspilara

Atli Ísleifsson skrifar
Mitchell Skiba á leið í skammarkrókinn.
Mitchell Skiba á leið í skammarkrókinn.
Íshokkímaðurinn Mitchell Skiba hefur gefið fólki um allan heim tilefni til að brosa. Ástæðan er klaufaskapur Skiba þegar hann hélt til búningsklefa eftir að hafa verið vísað af velli í leik Alpena Flyers og MC Monarchs um síðustu helgi.

Dómari leiksins hafði vísað Skiba af velli fyrir svokallaða blaðstungu (e. spearing) og var Skiba allt annað en sáttur. Á leið sinni af vellinum tók hann því kylfuna og sló henni í glerið á leið sinni af svellinu.

Skiba misreiknaði hins vegar eitthvað breidd hliðsins og festist kylfan þversum með þeim afleiðingum að Skiba rakst í hana með ansi broslegum afleiðingum.

Sjá má myndband af atvikinu að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×