Lífið

Martraðarkennt samfélag fái konur aukið frelsi

Margrét Hugrún Gústavsdóttir skrifar
myndir: messynessychic.com
Á milli 1890 og við upphaf tuttugustu aldar voru skopmyndateiknarar duglegir að gera hæðast að konum (e. suffragettes) sem þá börðust fyrir kosningarétti kvenna í Bretlandi og Bandaríkjunum.



Þúsundir teikninga á borð við þær sem sjá má hér að neðan voru birtar í prentmiðlum, á plakötum, póstkortum og meira að segja á stórum götuskiltum.

Skilaboðin voru einföld; skyldu konur fá kosningarétt og aukið frelsi þá mætti sannarlega búast við martraðarkenndu samfélagi þar sem vanrækt börn ráfuðu stefnulaust um og eiginmenn skildir eftir í þjáningu við umönnun barna og heimilsstörf.

Á blogginu messynessychic.com er samansafn satýrumynda sem eflaust hafa haft mikil áhrif á sínum tíma enda mjög vel teiknaðar. Hér er brot af því besta.

Hér má sjá fjöldann allann af afvegaleiddum konum sem lesa fréttir, reykja og ræða heimsmálin í stað þess að sinna vanræktum börnum sínum. 

Mamma berst fyrir kosningarétti sínum og fær sér hvítt í pásu meðan börnin ráfa um. 

Hún myndi líka fara í buxur ef það væri löglegt. 

Hin heilaga mær, verndari kvenna sem berjast fyrir kosningarétti. 

Þvílíkt tækifæri! Lítil stelpa sem þráir kosningarétt og stelur buxum af bróður sínum. 

Mig langar að kjósa - En konan mín bannar mér það. Bugaður og blúsaður bóndi árið 1909.

Líf mitt hefur verið þjáning síðan konan mín byrjaði að berjast fyrir því að fá kosningarétt.

Ef þú elskar konuna þína meira en líf þitt... 










Fleiri fréttir

Sjá meira


×