Lífið

Tíkin Eclipse kann sjálf að nota strætó

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Eclipse notar strætó reglulega.
Eclipse notar strætó reglulega.
Sagan af tíkinni Eclipse gengur nú um netheima, en eins og sjá má í myndbandinu sem fylgir fréttinni hefur hún lært að nota strætisvagnakerfi Seattleborgar til að komast leiða sinna.

Hún lærði að nota strætó eftir að hafa ferðast með eiganda sínum talsvert oft í almenningsgarð í borginni. Hún fór í fyrsta sinn ein í strætó þegar eigandi hennar var að ljúka við að reykja sígarettu við strætóskýlið og strætisvagninn kom. Þá stökk Eclipse inn í vagninn og fór á undan eiganda sínum.





„Hún er borgarhundur sem kann að nota strætó og labbar alltaf á gangbrautinni,“ segir eigandinn stoltur.

Hér að neðan má sjá aðra hunda sem eru vanir borgarlífinu. Flökkuhundar í Moskvu eru búnir að læra á lestarkerfi borgarinnar.


World News Videos | ABC World News





Fleiri fréttir

Sjá meira


×