Evrópa Baldur Þórhallsson skrifar 14. janúar 2015 00:00 Menningu okkar og öryggi stendur ógn af vaxandi styrk hægri öfgaflokka og hryðjuverkahópa. Spurt er um alla Evrópu hvernig bregðast eigi við þessari ógn? Svörin er mörg og margslungin. Hefðbundnar öryggisráðstafanir eru mikilvægar en duga skammt. Einfaldar lausnir eins og lokun landamæra og ákall um einsleitara samfélag hafa aðdráttarafl en eru tímaskekkja. Þær leiða ekki til langtímalausna. Mikilvægast er að bregðast við þessari ógn efnahags- og menningarlega. Í fyrsta lagi er grundvallaratriði að missa ekki sjónar á þeim menningarlegu gildum sem sameina okkur. Umræða um trúmál á ekki að yfirskyggja umræðu um mikilvægi lýðræðis og mannréttinda. Við verðum að ávarpa af krafti mikilvægi tjáningarfrelsis og frelsis einstaklingsins. Við verðum að hampa mikilvægi veraldlegrar stjórnunar og hafna með skýrum hætti stjórnarfari sem byggir á trúarsetningum. Hafna verður opinberri trúarinnrætingu. Á sama tíma er grundvallaratriði að virða trúfrelsi einstaklinga sem er ein af grunnstoðum vestrænna lýðræðisríkja. Í öðru lagi verður að tryggja þær efnahagslegu stoðir sem vestrænt samfélag byggir á, frjálst markaðshagkerfi og velferðarkerfið. Ríki Evrópu verða að taka af miklu meiri festu á atvinnuleysi ungs fólks og skorti á tækifærum til menntunar. Koma verður í veg fyrir að heilu samfélagshóparnir einangrist í fátækt og í samtali við sjálfa sig. Fjölmenningarsamfélög, eins og Ísland, verða að koma á skipulögðum samskiptum á milli ungmenna af ólíkum uppruna. Stjórnun samfélagsins og borgarskipulag verður að taka mið af mikilvægi samskipta ólíkra hópa. Draga verður úr vaxandi misskiptingu. Að lokum. Hægri öfgamenn beina í vaxandi mæli gagnrýni sinni að möguleikum og frelsi okkar innan Evrópska efnahagssvæðisins til að flytja milli landa í leit að atvinnu og menntun. Aukin áhersla Evrópusambandsins á mannréttindi og frelsi einstaklinga er þeim einnig þyrnir í augum. Með samvinnu ólíkra hópa innan einstakra ríkja og milli þeirra í Evrópusambandinu má draga úr árekstrum, skapa ný tækifæri, bæta menntun og lífskjör. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Sjá meira
Menningu okkar og öryggi stendur ógn af vaxandi styrk hægri öfgaflokka og hryðjuverkahópa. Spurt er um alla Evrópu hvernig bregðast eigi við þessari ógn? Svörin er mörg og margslungin. Hefðbundnar öryggisráðstafanir eru mikilvægar en duga skammt. Einfaldar lausnir eins og lokun landamæra og ákall um einsleitara samfélag hafa aðdráttarafl en eru tímaskekkja. Þær leiða ekki til langtímalausna. Mikilvægast er að bregðast við þessari ógn efnahags- og menningarlega. Í fyrsta lagi er grundvallaratriði að missa ekki sjónar á þeim menningarlegu gildum sem sameina okkur. Umræða um trúmál á ekki að yfirskyggja umræðu um mikilvægi lýðræðis og mannréttinda. Við verðum að ávarpa af krafti mikilvægi tjáningarfrelsis og frelsis einstaklingsins. Við verðum að hampa mikilvægi veraldlegrar stjórnunar og hafna með skýrum hætti stjórnarfari sem byggir á trúarsetningum. Hafna verður opinberri trúarinnrætingu. Á sama tíma er grundvallaratriði að virða trúfrelsi einstaklinga sem er ein af grunnstoðum vestrænna lýðræðisríkja. Í öðru lagi verður að tryggja þær efnahagslegu stoðir sem vestrænt samfélag byggir á, frjálst markaðshagkerfi og velferðarkerfið. Ríki Evrópu verða að taka af miklu meiri festu á atvinnuleysi ungs fólks og skorti á tækifærum til menntunar. Koma verður í veg fyrir að heilu samfélagshóparnir einangrist í fátækt og í samtali við sjálfa sig. Fjölmenningarsamfélög, eins og Ísland, verða að koma á skipulögðum samskiptum á milli ungmenna af ólíkum uppruna. Stjórnun samfélagsins og borgarskipulag verður að taka mið af mikilvægi samskipta ólíkra hópa. Draga verður úr vaxandi misskiptingu. Að lokum. Hægri öfgamenn beina í vaxandi mæli gagnrýni sinni að möguleikum og frelsi okkar innan Evrópska efnahagssvæðisins til að flytja milli landa í leit að atvinnu og menntun. Aukin áhersla Evrópusambandsins á mannréttindi og frelsi einstaklinga er þeim einnig þyrnir í augum. Með samvinnu ólíkra hópa innan einstakra ríkja og milli þeirra í Evrópusambandinu má draga úr árekstrum, skapa ný tækifæri, bæta menntun og lífskjör.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar