Evrópa Baldur Þórhallsson skrifar 14. janúar 2015 00:00 Menningu okkar og öryggi stendur ógn af vaxandi styrk hægri öfgaflokka og hryðjuverkahópa. Spurt er um alla Evrópu hvernig bregðast eigi við þessari ógn? Svörin er mörg og margslungin. Hefðbundnar öryggisráðstafanir eru mikilvægar en duga skammt. Einfaldar lausnir eins og lokun landamæra og ákall um einsleitara samfélag hafa aðdráttarafl en eru tímaskekkja. Þær leiða ekki til langtímalausna. Mikilvægast er að bregðast við þessari ógn efnahags- og menningarlega. Í fyrsta lagi er grundvallaratriði að missa ekki sjónar á þeim menningarlegu gildum sem sameina okkur. Umræða um trúmál á ekki að yfirskyggja umræðu um mikilvægi lýðræðis og mannréttinda. Við verðum að ávarpa af krafti mikilvægi tjáningarfrelsis og frelsis einstaklingsins. Við verðum að hampa mikilvægi veraldlegrar stjórnunar og hafna með skýrum hætti stjórnarfari sem byggir á trúarsetningum. Hafna verður opinberri trúarinnrætingu. Á sama tíma er grundvallaratriði að virða trúfrelsi einstaklinga sem er ein af grunnstoðum vestrænna lýðræðisríkja. Í öðru lagi verður að tryggja þær efnahagslegu stoðir sem vestrænt samfélag byggir á, frjálst markaðshagkerfi og velferðarkerfið. Ríki Evrópu verða að taka af miklu meiri festu á atvinnuleysi ungs fólks og skorti á tækifærum til menntunar. Koma verður í veg fyrir að heilu samfélagshóparnir einangrist í fátækt og í samtali við sjálfa sig. Fjölmenningarsamfélög, eins og Ísland, verða að koma á skipulögðum samskiptum á milli ungmenna af ólíkum uppruna. Stjórnun samfélagsins og borgarskipulag verður að taka mið af mikilvægi samskipta ólíkra hópa. Draga verður úr vaxandi misskiptingu. Að lokum. Hægri öfgamenn beina í vaxandi mæli gagnrýni sinni að möguleikum og frelsi okkar innan Evrópska efnahagssvæðisins til að flytja milli landa í leit að atvinnu og menntun. Aukin áhersla Evrópusambandsins á mannréttindi og frelsi einstaklinga er þeim einnig þyrnir í augum. Með samvinnu ólíkra hópa innan einstakra ríkja og milli þeirra í Evrópusambandinu má draga úr árekstrum, skapa ný tækifæri, bæta menntun og lífskjör. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Menningu okkar og öryggi stendur ógn af vaxandi styrk hægri öfgaflokka og hryðjuverkahópa. Spurt er um alla Evrópu hvernig bregðast eigi við þessari ógn? Svörin er mörg og margslungin. Hefðbundnar öryggisráðstafanir eru mikilvægar en duga skammt. Einfaldar lausnir eins og lokun landamæra og ákall um einsleitara samfélag hafa aðdráttarafl en eru tímaskekkja. Þær leiða ekki til langtímalausna. Mikilvægast er að bregðast við þessari ógn efnahags- og menningarlega. Í fyrsta lagi er grundvallaratriði að missa ekki sjónar á þeim menningarlegu gildum sem sameina okkur. Umræða um trúmál á ekki að yfirskyggja umræðu um mikilvægi lýðræðis og mannréttinda. Við verðum að ávarpa af krafti mikilvægi tjáningarfrelsis og frelsis einstaklingsins. Við verðum að hampa mikilvægi veraldlegrar stjórnunar og hafna með skýrum hætti stjórnarfari sem byggir á trúarsetningum. Hafna verður opinberri trúarinnrætingu. Á sama tíma er grundvallaratriði að virða trúfrelsi einstaklinga sem er ein af grunnstoðum vestrænna lýðræðisríkja. Í öðru lagi verður að tryggja þær efnahagslegu stoðir sem vestrænt samfélag byggir á, frjálst markaðshagkerfi og velferðarkerfið. Ríki Evrópu verða að taka af miklu meiri festu á atvinnuleysi ungs fólks og skorti á tækifærum til menntunar. Koma verður í veg fyrir að heilu samfélagshóparnir einangrist í fátækt og í samtali við sjálfa sig. Fjölmenningarsamfélög, eins og Ísland, verða að koma á skipulögðum samskiptum á milli ungmenna af ólíkum uppruna. Stjórnun samfélagsins og borgarskipulag verður að taka mið af mikilvægi samskipta ólíkra hópa. Draga verður úr vaxandi misskiptingu. Að lokum. Hægri öfgamenn beina í vaxandi mæli gagnrýni sinni að möguleikum og frelsi okkar innan Evrópska efnahagssvæðisins til að flytja milli landa í leit að atvinnu og menntun. Aukin áhersla Evrópusambandsins á mannréttindi og frelsi einstaklinga er þeim einnig þyrnir í augum. Með samvinnu ólíkra hópa innan einstakra ríkja og milli þeirra í Evrópusambandinu má draga úr árekstrum, skapa ný tækifæri, bæta menntun og lífskjör.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar