Ísland var öðruvísi heimur Samúel Karl Ólason skrifar 2. desember 2015 17:15 Falasteen Abu Libdeh. Hin palestínska Falasteen Abu Libdeh flutti hingað til Íslands frá Jerúsalem árið 1995. Snjórinn kom henni og fjölskyldu hennar í opna skjöldu, sem og skortur á grænmeti og ávöxtum. Falasteen er ein tuttugu og fjögurra íbúa á Íslandi af erlendum uppruna sem tekur þátt í átaki PIPAR/TBWA undir yfirskriftinni „Við öll - tölum saman, skiljum hvert annað.“ Ástæðan fyrir átakinu og því að starfsfólk PIPAR\TBWA vill blanda sér í umræðuna er sú að svo virðist sem mál innflytjenda, flóttafólks og hryðjuverkamanna séu orðin að einu og sama málinu sem er hvorki rétt né ekki gott að sögn framkvæmdastjórans Valgeirs Magnússonar. „Við munum því birta eitt myndband á dag næstu 24 daga þar sem við kynnumst fólki af erlendu bergi brotið sem hér býr og starfar og tekur þátt í því að auðga okkar samfélag.“ Segja má að um jóladagatal sé að ræða.Takk öll fyrir frábær viðbrögð! Við höldum förinni áfram og ræðum við Falasteen Abu Libdeh sem var alin upp í Jerúsalem en flutti hingað til lands 1995.#viðöllPosted by PIPAR\TBWA on Wednesday, December 2, 2015Falasteen var sextán ára gömul þegar hún flutti til Íslands og segir það hafa verið erfitt fyrst þegar hún og fjölskylda hennar komu hingað. Til dæmis hafi verið mikill snjór það árið. Þau hefðu aðeins einu sinni séð snjó áður. „Okkur fannst skrítið fyrst hvernig krakkarnir hugsa og tala bara um bíó og ball. Við erum stríðsbörn og viljum fara að heimsækja strákana í fangelsi og eitthvað svona. Það var alltaf á sunnudögum að ég fór í Rauða krossbíl að heimsækja ungmenni frá Gaza í fangelsi af því að fjölskyldur þeirra komust ekki til þeirra.“ „Þetta var öðruvísi heimur.Falasteen segir að árið 1995 hafi verið lítið um ávexti og grænmeti hér á landi og saknar hún matsins. Hún og fjölskylda hennar halda upp á jólin, því það sé eini tíminn þar sem allir séu í fríi. „Ég var alin upp í Jerúsalem og þar eru við múslímar, kristið fólk og gyðingar og búum bara í sama stigagangi. Við erum alin upp við það að jólin hafa alltaf verið til. Við kynntumst þeim ekki bara á Íslandi,“ segir Falasteen og bætir við: „Við kynntumst jólasveininum á Íslandi en ekki jólunum, jólatrjám og pökkum.“ Hún segir enn fremur að það sem Íslendingar geti lært af Palestínumönnum sé að vinna minna og verja miklu meiri með fjölskyldunni. Sem Falasteen segir vera það mikilvægasta í lífinu. Flóttamenn Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Hin palestínska Falasteen Abu Libdeh flutti hingað til Íslands frá Jerúsalem árið 1995. Snjórinn kom henni og fjölskyldu hennar í opna skjöldu, sem og skortur á grænmeti og ávöxtum. Falasteen er ein tuttugu og fjögurra íbúa á Íslandi af erlendum uppruna sem tekur þátt í átaki PIPAR/TBWA undir yfirskriftinni „Við öll - tölum saman, skiljum hvert annað.“ Ástæðan fyrir átakinu og því að starfsfólk PIPAR\TBWA vill blanda sér í umræðuna er sú að svo virðist sem mál innflytjenda, flóttafólks og hryðjuverkamanna séu orðin að einu og sama málinu sem er hvorki rétt né ekki gott að sögn framkvæmdastjórans Valgeirs Magnússonar. „Við munum því birta eitt myndband á dag næstu 24 daga þar sem við kynnumst fólki af erlendu bergi brotið sem hér býr og starfar og tekur þátt í því að auðga okkar samfélag.“ Segja má að um jóladagatal sé að ræða.Takk öll fyrir frábær viðbrögð! Við höldum förinni áfram og ræðum við Falasteen Abu Libdeh sem var alin upp í Jerúsalem en flutti hingað til lands 1995.#viðöllPosted by PIPAR\TBWA on Wednesday, December 2, 2015Falasteen var sextán ára gömul þegar hún flutti til Íslands og segir það hafa verið erfitt fyrst þegar hún og fjölskylda hennar komu hingað. Til dæmis hafi verið mikill snjór það árið. Þau hefðu aðeins einu sinni séð snjó áður. „Okkur fannst skrítið fyrst hvernig krakkarnir hugsa og tala bara um bíó og ball. Við erum stríðsbörn og viljum fara að heimsækja strákana í fangelsi og eitthvað svona. Það var alltaf á sunnudögum að ég fór í Rauða krossbíl að heimsækja ungmenni frá Gaza í fangelsi af því að fjölskyldur þeirra komust ekki til þeirra.“ „Þetta var öðruvísi heimur.Falasteen segir að árið 1995 hafi verið lítið um ávexti og grænmeti hér á landi og saknar hún matsins. Hún og fjölskylda hennar halda upp á jólin, því það sé eini tíminn þar sem allir séu í fríi. „Ég var alin upp í Jerúsalem og þar eru við múslímar, kristið fólk og gyðingar og búum bara í sama stigagangi. Við erum alin upp við það að jólin hafa alltaf verið til. Við kynntumst þeim ekki bara á Íslandi,“ segir Falasteen og bætir við: „Við kynntumst jólasveininum á Íslandi en ekki jólunum, jólatrjám og pökkum.“ Hún segir enn fremur að það sem Íslendingar geti lært af Palestínumönnum sé að vinna minna og verja miklu meiri með fjölskyldunni. Sem Falasteen segir vera það mikilvægasta í lífinu.
Flóttamenn Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira