Ísland var öðruvísi heimur Samúel Karl Ólason skrifar 2. desember 2015 17:15 Falasteen Abu Libdeh. Hin palestínska Falasteen Abu Libdeh flutti hingað til Íslands frá Jerúsalem árið 1995. Snjórinn kom henni og fjölskyldu hennar í opna skjöldu, sem og skortur á grænmeti og ávöxtum. Falasteen er ein tuttugu og fjögurra íbúa á Íslandi af erlendum uppruna sem tekur þátt í átaki PIPAR/TBWA undir yfirskriftinni „Við öll - tölum saman, skiljum hvert annað.“ Ástæðan fyrir átakinu og því að starfsfólk PIPAR\TBWA vill blanda sér í umræðuna er sú að svo virðist sem mál innflytjenda, flóttafólks og hryðjuverkamanna séu orðin að einu og sama málinu sem er hvorki rétt né ekki gott að sögn framkvæmdastjórans Valgeirs Magnússonar. „Við munum því birta eitt myndband á dag næstu 24 daga þar sem við kynnumst fólki af erlendu bergi brotið sem hér býr og starfar og tekur þátt í því að auðga okkar samfélag.“ Segja má að um jóladagatal sé að ræða.Takk öll fyrir frábær viðbrögð! Við höldum förinni áfram og ræðum við Falasteen Abu Libdeh sem var alin upp í Jerúsalem en flutti hingað til lands 1995.#viðöllPosted by PIPAR\TBWA on Wednesday, December 2, 2015Falasteen var sextán ára gömul þegar hún flutti til Íslands og segir það hafa verið erfitt fyrst þegar hún og fjölskylda hennar komu hingað. Til dæmis hafi verið mikill snjór það árið. Þau hefðu aðeins einu sinni séð snjó áður. „Okkur fannst skrítið fyrst hvernig krakkarnir hugsa og tala bara um bíó og ball. Við erum stríðsbörn og viljum fara að heimsækja strákana í fangelsi og eitthvað svona. Það var alltaf á sunnudögum að ég fór í Rauða krossbíl að heimsækja ungmenni frá Gaza í fangelsi af því að fjölskyldur þeirra komust ekki til þeirra.“ „Þetta var öðruvísi heimur.Falasteen segir að árið 1995 hafi verið lítið um ávexti og grænmeti hér á landi og saknar hún matsins. Hún og fjölskylda hennar halda upp á jólin, því það sé eini tíminn þar sem allir séu í fríi. „Ég var alin upp í Jerúsalem og þar eru við múslímar, kristið fólk og gyðingar og búum bara í sama stigagangi. Við erum alin upp við það að jólin hafa alltaf verið til. Við kynntumst þeim ekki bara á Íslandi,“ segir Falasteen og bætir við: „Við kynntumst jólasveininum á Íslandi en ekki jólunum, jólatrjám og pökkum.“ Hún segir enn fremur að það sem Íslendingar geti lært af Palestínumönnum sé að vinna minna og verja miklu meiri með fjölskyldunni. Sem Falasteen segir vera það mikilvægasta í lífinu. Flóttamenn Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Hin palestínska Falasteen Abu Libdeh flutti hingað til Íslands frá Jerúsalem árið 1995. Snjórinn kom henni og fjölskyldu hennar í opna skjöldu, sem og skortur á grænmeti og ávöxtum. Falasteen er ein tuttugu og fjögurra íbúa á Íslandi af erlendum uppruna sem tekur þátt í átaki PIPAR/TBWA undir yfirskriftinni „Við öll - tölum saman, skiljum hvert annað.“ Ástæðan fyrir átakinu og því að starfsfólk PIPAR\TBWA vill blanda sér í umræðuna er sú að svo virðist sem mál innflytjenda, flóttafólks og hryðjuverkamanna séu orðin að einu og sama málinu sem er hvorki rétt né ekki gott að sögn framkvæmdastjórans Valgeirs Magnússonar. „Við munum því birta eitt myndband á dag næstu 24 daga þar sem við kynnumst fólki af erlendu bergi brotið sem hér býr og starfar og tekur þátt í því að auðga okkar samfélag.“ Segja má að um jóladagatal sé að ræða.Takk öll fyrir frábær viðbrögð! Við höldum förinni áfram og ræðum við Falasteen Abu Libdeh sem var alin upp í Jerúsalem en flutti hingað til lands 1995.#viðöllPosted by PIPAR\TBWA on Wednesday, December 2, 2015Falasteen var sextán ára gömul þegar hún flutti til Íslands og segir það hafa verið erfitt fyrst þegar hún og fjölskylda hennar komu hingað. Til dæmis hafi verið mikill snjór það árið. Þau hefðu aðeins einu sinni séð snjó áður. „Okkur fannst skrítið fyrst hvernig krakkarnir hugsa og tala bara um bíó og ball. Við erum stríðsbörn og viljum fara að heimsækja strákana í fangelsi og eitthvað svona. Það var alltaf á sunnudögum að ég fór í Rauða krossbíl að heimsækja ungmenni frá Gaza í fangelsi af því að fjölskyldur þeirra komust ekki til þeirra.“ „Þetta var öðruvísi heimur.Falasteen segir að árið 1995 hafi verið lítið um ávexti og grænmeti hér á landi og saknar hún matsins. Hún og fjölskylda hennar halda upp á jólin, því það sé eini tíminn þar sem allir séu í fríi. „Ég var alin upp í Jerúsalem og þar eru við múslímar, kristið fólk og gyðingar og búum bara í sama stigagangi. Við erum alin upp við það að jólin hafa alltaf verið til. Við kynntumst þeim ekki bara á Íslandi,“ segir Falasteen og bætir við: „Við kynntumst jólasveininum á Íslandi en ekki jólunum, jólatrjám og pökkum.“ Hún segir enn fremur að það sem Íslendingar geti lært af Palestínumönnum sé að vinna minna og verja miklu meiri með fjölskyldunni. Sem Falasteen segir vera það mikilvægasta í lífinu.
Flóttamenn Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira