Innlent

Snjóflóð lokar Ólafsfjarðarmúla: Hálka víða um land

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Hálka gæti sett strik í reikninginn í dag eftir storminn í gær.
Hálka gæti sett strik í reikninginn í dag eftir storminn í gær. Vísir/GVA
Snjóflóð lokar veginum um Ólafsfjarðarmúla en talsverð ofankoma er á Norðurlandi og sumstaðar er hvasst. Hálka er víða um land, til að mynda á Sanskeiði og Hellisheiði, höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesbraut og Suðurnesjum. Þetta kemur fram á vef Vegagerðinnar.

Þar segir einnig að snjóþekja sé á flestum vegum á Vesturlandi en þæfingur á fáeinum köflum og sumstaðar er éljagangur. Einnig er éljagangur á Vestfjörðum en þar mun mokstur vera langt kominn.

Vegagerðin segir að það sé þæfingsfærð er á Öxnadalsheiði, stórhríð í Köldukinn, á Tjörnesi og áfram til Raufarhafnar og þæfingsfærð á köflum. Ófært er yfir Hófaskarð og Hálsa en einnig Brekknaheiði og í Bakkafirði.

Stórhríð er víða á Austurlandi og er lokað er yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi, Vopnafjarðarheiði, Fjarðarheiði og Fagradal. Ófært er á Vatnsskarði eystra, Oddsskarði, Breiðdalsheiði og Öxi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×