Æskan og ellin horfast í augu Atli Sigurjónsson skrifar 31. desember 2015 10:45 Youth gerist á hressingarhæli í Sviss. Kvikmyndir Youth HHHH Leikstjóri og handritshöfundur: Paolo Sorrentino Aðalleikarar: Michael Caine, Harvey Keitel, Paul Dano, Rachel Weisz Framleiðslulönd: Ítalía, Sviss, Frakkland, Bretland. Ítalski leikstjórinn Paolo Sorrentino hefur verið á hraðri uppleið undanfarin misseri sem helsti leikstjóri Ítala í dag. Hann vakti síðast mikla lukku fyrir tveimur árum með myndinni The Great Beauty og núna snýr hann aftur með Youth sem á dögunum vann Evrópsku kvikmyndaverðlaunin sem mynd ársins 2015. Youth gerist á hressingarhæli í Sviss og segir frá tveimur eldri mönnum, fyrrum tónlistarstjóra (Michael Caine) og kvikmyndaleikstjóra á síðasta snúningi (Harvey Keitel), sem eru að reyna að gera upp líf sitt. Um leið kynnumst við ýmsum fleiri litríkum karakterum sem einnig gista á hressingarhælinu, m.a. Maradonalegri fótboltastjörnu og ungfrú alheimi. Sagan hefur hingað til ekki verið aðalatriðið í myndum Sorrentino heldur snúast þær fyrst og fremst um að skapa ákveðið andrúmsloft og kynna áhorfandann fyrir litríkum persónum. Listamenn eru yfirleitt í aðalhlutverkum og þá í einhvers konar uppgjöri við lífið. Í þetta skiptið eru nánast allir karakterarnir einhvers konar listamenn eða skemmtikraftar. Sorrentino fæst hér við spurningar um fortíð og framtíð, elli og æsku og hvað frægðin gerir manni. Hvað felst í því að ganga vel í lífinu? Sorrentino býður ekki upp á svör en veltir vöngum yfir hlutunum og spyr margra spurninga. Sjálfan titilinn mætti meira að segja túlka á marga vegu, er þetta vísun í æskudýrkun eða glataðan ungdóm? Hér er ýmsu teflt fram og má segja að Sorrentino hendi fram öllu sem honum dettur í hug, en þó alltaf á hátt sem tengist meginþemanu, beint eða óbeint. Myndin virðist kannski stefnulaus á köflum en allt er þetta partur af heildinni. Það er erfitt að fanga mynd af þessu tagi í stuttu máli þar sem hún er stútfull af hugmyndum. Mynd sem þyrfti jafnvel að sjá oftar en einu sinni til að skilja til fulls. En það er allt í lagi því Youth er hreinlega stórskemmtileg og vel þess virði að sjá aftur. Þetta er enn ein rósin í hnappagat Sorrentinos og vel að Evrópsku kvikmyndaverðlaunum komin. Hún er í senn sorgleg og falleg, fyndin og súrrealísk. Auk þess er myndatakan hreint út sagt stórkostleg á köflum og myndin sneisafull af fallegum skotum og glæsilegum uppstillingum. Aðalleikararnir fara á kostum og Caine og Keitel brillera sem áður. Paul Dano er þó bestur hér sem ung kvikmyndastjarna sem þolir ekki hvernig allir þekkja hann bara sem vélmenni í ómerkilegri metsölumynd, en gleyma öðrum hlutverkum hans. Með Youth hefur Sorrentino tekist að skapa mikið listaverk en það má kannski helst finna henni til foráttu að hún er aðeins of metnaðarfull. Einstaka augnablik virka ekki sem skyldi og Sorrentino mætti kannski hemja sig aðeins og læra að ?less is more?. En um leið er þetta líka ákveðinn styrkur myndarinnar þar sem stundum þarf að ganga lengra en aðrir til að skapa eitthvað eftirminnilegt, og það hefur sannarlega tekist hér.Niðurstaða: Metnaðarfullt listaverk sem er í senn sorglegt og fyndið og fær mann um leið til að hugsa. Menning Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Kvikmyndir Youth HHHH Leikstjóri og handritshöfundur: Paolo Sorrentino Aðalleikarar: Michael Caine, Harvey Keitel, Paul Dano, Rachel Weisz Framleiðslulönd: Ítalía, Sviss, Frakkland, Bretland. Ítalski leikstjórinn Paolo Sorrentino hefur verið á hraðri uppleið undanfarin misseri sem helsti leikstjóri Ítala í dag. Hann vakti síðast mikla lukku fyrir tveimur árum með myndinni The Great Beauty og núna snýr hann aftur með Youth sem á dögunum vann Evrópsku kvikmyndaverðlaunin sem mynd ársins 2015. Youth gerist á hressingarhæli í Sviss og segir frá tveimur eldri mönnum, fyrrum tónlistarstjóra (Michael Caine) og kvikmyndaleikstjóra á síðasta snúningi (Harvey Keitel), sem eru að reyna að gera upp líf sitt. Um leið kynnumst við ýmsum fleiri litríkum karakterum sem einnig gista á hressingarhælinu, m.a. Maradonalegri fótboltastjörnu og ungfrú alheimi. Sagan hefur hingað til ekki verið aðalatriðið í myndum Sorrentino heldur snúast þær fyrst og fremst um að skapa ákveðið andrúmsloft og kynna áhorfandann fyrir litríkum persónum. Listamenn eru yfirleitt í aðalhlutverkum og þá í einhvers konar uppgjöri við lífið. Í þetta skiptið eru nánast allir karakterarnir einhvers konar listamenn eða skemmtikraftar. Sorrentino fæst hér við spurningar um fortíð og framtíð, elli og æsku og hvað frægðin gerir manni. Hvað felst í því að ganga vel í lífinu? Sorrentino býður ekki upp á svör en veltir vöngum yfir hlutunum og spyr margra spurninga. Sjálfan titilinn mætti meira að segja túlka á marga vegu, er þetta vísun í æskudýrkun eða glataðan ungdóm? Hér er ýmsu teflt fram og má segja að Sorrentino hendi fram öllu sem honum dettur í hug, en þó alltaf á hátt sem tengist meginþemanu, beint eða óbeint. Myndin virðist kannski stefnulaus á köflum en allt er þetta partur af heildinni. Það er erfitt að fanga mynd af þessu tagi í stuttu máli þar sem hún er stútfull af hugmyndum. Mynd sem þyrfti jafnvel að sjá oftar en einu sinni til að skilja til fulls. En það er allt í lagi því Youth er hreinlega stórskemmtileg og vel þess virði að sjá aftur. Þetta er enn ein rósin í hnappagat Sorrentinos og vel að Evrópsku kvikmyndaverðlaunum komin. Hún er í senn sorgleg og falleg, fyndin og súrrealísk. Auk þess er myndatakan hreint út sagt stórkostleg á köflum og myndin sneisafull af fallegum skotum og glæsilegum uppstillingum. Aðalleikararnir fara á kostum og Caine og Keitel brillera sem áður. Paul Dano er þó bestur hér sem ung kvikmyndastjarna sem þolir ekki hvernig allir þekkja hann bara sem vélmenni í ómerkilegri metsölumynd, en gleyma öðrum hlutverkum hans. Með Youth hefur Sorrentino tekist að skapa mikið listaverk en það má kannski helst finna henni til foráttu að hún er aðeins of metnaðarfull. Einstaka augnablik virka ekki sem skyldi og Sorrentino mætti kannski hemja sig aðeins og læra að ?less is more?. En um leið er þetta líka ákveðinn styrkur myndarinnar þar sem stundum þarf að ganga lengra en aðrir til að skapa eitthvað eftirminnilegt, og það hefur sannarlega tekist hér.Niðurstaða: Metnaðarfullt listaverk sem er í senn sorglegt og fyndið og fær mann um leið til að hugsa.
Menning Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira