Sagan ræðst af nýársávarpinu Elín Albertsdóttir skrifar 31. desember 2015 10:00 Guðni ásamt konu sinni, Elizu, og börnum. Elsta dóttirin var fjarri góðu gamni. MYND/GVA Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur bíður spenntur eftir nýársávarpi forsetans eins og margir aðrir. Ekki að ástæðulausu þar sem hann situr þessa dagana og skrifar bók um forseta lýðveldisins. Framhald bókarinnar mun ráðast af ákvörðun forsetans. Hættir Ólafur Ragnar Grímsson í vor eða ákveður hann að vera áfram? Bókin á að koma út á vormánuðum og þess vegna hefur það töluverða þýðingu fyrir lokakaflann hvaða ákvörðun forsetinn tekur. „Langt er síðan ég fór að pæla í þessu verkefni,“ segir Guðni. „Það hefur svo sem ekkert komið mér sérstaklega á óvart nema kannski að oft finnst okkur að hlutirnir eigi að hafa gerst eins og sagan segir. Þegar kafað er dýpra sér maður að hlutirnir eru oft duttlungum háðir og hefðu getað farið öðruvísi,“ útskýrir Guðni.Spennandi vetur Þegar hann er spurður hverju hann búist við í ávarpinu, svarar hann: „Ég veit það ekki. Ætli það sé ekki bara forsetinn og hans nánustu sem vita framhaldið. Ólafur Ragnar er einn þeirra stærstu í íslenskri stjórnmálasögu síðustu áratuga og kann þá list að halda spilunum þannig að enginn sér á þau. Hvernig sem ferlinum lýkur og hvenær þá er víst að þetta voru sögulegir tímar.“ Guðni segir að ef forsetinn ákveður að hætta í vor megi búast við mjög spennandi vetri. „Já, þetta verður ansi spennandi. Það eru margir sem sýna embættinu áhuga. Sitjandi forseti er þó alltaf sigurstranglegur ef hann gefur kost á sér áfram.“Skaup eða ávarp?Hvort ertu spenntari fyrir áramótaskaupinu eða nýársávarpinu? „Aldrei þessu vant held ég að þetta verði svolítið jafnt. Yfirleitt eru nýársávörpin ekki hlaðin spennu þótt þau séu fróðleg og flytji merkan boðskap. Núna gæti þetta horft öðruvísi við. Árið hefur verið ansi farsakennt þannig að maður hlakkar líka til að sjá áramótaskaupið. Umsjónarmenn Skaupsins hafa haft úr nægu að moða þetta árið,“ segir Guðni. Þegar hann er spurður hvort þetta hafi verið óvenjulegt ár í stjórnmálunum, svarar hann því bæði játandi og neitandi. „Maður hefur á tilfinningunni að síðustu ár hafi verið óvenju átakasöm í stjórnmálum en það hefur oft áður verið tekist harkalega á hér á landi. Ef mönnum finnst ýmislegt ljótt sagt í dag ættu þeir að horfa til fjórða áratugar síðustu aldar. Þá var nú málfarið engu betra. Okkur hættir til að finnast allt í nútímanum óvenjulegt sem er ekkert endilega.“Hvað með samfélagsmiðlana? „Jú, nú höfum við Facebook og Twitter sem hafa gjörbreytt möguleikum fólks til að setja skoðun sína fram til góðs eða ills. Það væri gaman að vita hvaða hug almenningur bar til alþingismanna snemma á síðustu öld. Erfitt er að ráða í það. Það getur líka orðið erfitt í framtíðinni þar sem ofgnóttin er á netinu og sumt er bara suð. Líklegast verður hægt að finna aragrúa heimilda um búsáhaldabyltinguna á samfélagsmiðlum en það verður tímafrekt að velja það nothæfa úr. Svo er enginn hægðarleikur að finna allt á netinu þótt sagt sé að það gleymi engu.“Bjartsýnn 2016Hvernig blasa stjórnmálin við þér á nýju ári? „Það er nógu erfitt að spá um fortíðina þótt maður glími ekki við framtíðina líka. Við getum verið örugg um að það verða forsetakosningar sem munu setja svip sinn á árið. Seinni hluti kjörtímabils þessarar stjórnar er runninn upp en þá verða menn oft framkvæmdaglaðari og gjafmildari. Maður yrði ekki hissa þótt fylgi stjórnarflokkanna ykist að sama skapi og að Píratar fengju meiri mótbyr. Allt er þetta þó sagt án ábyrgðar,“ svarar Guðni. Hann er þó bjartsýnn á nýtt ár og segir að það leggist vel í sig. Guðni er að vinna að annarri bók, ævisögu Eggerts Claessen, sem kemur út síðar á árinu. „Eggert var mikill mógúll í íslensku viðskiptalífi. Hann var bankastjóri Íslandsbanka, stjórnarformaður Eimskipafélagsins og átti frumkvæði að stofnun Vinnuveitendasambandsins. Hann var fyrsti hæstaréttarlögmaðurinn ásamt Sveini Björnssyni. Saga Eggerts er öðrum þræði saga um upphaf kapítalisma á Íslandi og vitnisburður örra breytinga hér á landi,“ útskýrir Guðni sem jafnframt kennir sagnfræði við Háskóla Íslands. „Kennsla og rannsóknir eru mínar ær og kýr,“ segir hann.Það er mikið að gerast hjá Guðna þessa dagana. Tvær bækur í smíðum meðfram kennslu í Háskóla Íslands. MYND/GVAEnginn rakettukarl Þessa dagana er Guðni í fríi frá háskólanum og nýtur þess að vera með fjölskyldunni. Áramótunum eyðir hann heima. „Ég er lítill rakettukarl. Finnst rútína skemmtilegri en hasar. Ég vil bara sitja úti í horni með góða bók. Ég neyðist þó til að kaupa lítinn fjölskyldupakka fyrir börnin,“ segir Guðni sem á fimm börn. Elsta dóttirin, Rut, er 21 árs. Hún er í háskólanámi erlendis en hana eignaðist Guðni með fyrri konu sinni. Núverandi eiginkona Guðna er Eliza Reid frá Kanada en þau eiga fjögur börn á aldrinum 8, 6, 4 og 2 ára sem heita Duncan, Donni, Sæþór og Edda. Það er því mikið fjör á heimilinu. „Maður á þá ósk heitasta á nýju ári að allir verði við góða heilsu og líði vel. Allt annað er aukaatriði.“ Guðni segist ekki vera góður kokkur. „Konan mín er mikill matgæðingur og sér um þá hlið. Hún hefur ekki enn ákveðið hvað verður í matinn í kvöld. Það er engin sérstök hefð hjá okkur. Sjálfur ólst ég upp við londonlamb á aðfangadag og hangikjöt á jóladag. Ég ólst upp við mjög gott atlæti á jólum en foreldrar mínir voru mjög heimakær, eins og ég er sjálfur. Ég fékk alltaf bækur í jólagjöf. Á síðustu árum hefur það breyst enda vita allir að ég er með bókastafla allt í kringum mig.“Í framboð? Það verður ekki hjá því komist að spyrja Guðna hvort hann hafi sjálfur íhugað að bjóða sig fram til forseta en nafn hans hefur heyrst í því sambandi. „Ég geri ekki ráð fyrir því. Sumir vinir mínir hafa spurt að þessu. Ég segi hins vegar eins og Ólafur landlæknir svaraði eitt sinn í væntanlegum forsetakosningum: „Jú, það hafa menn komið að máli við mig en þeir eru svo miklu fleiri sem hafa ekki gert það.““ En ef það yrðu nú rosalega margir sem myndu skora á þig? „Ef, ef og ef. Þá myndi ég þurfa að breyta öllum mínum plönum.“ Forsetakosningar 2016 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur bíður spenntur eftir nýársávarpi forsetans eins og margir aðrir. Ekki að ástæðulausu þar sem hann situr þessa dagana og skrifar bók um forseta lýðveldisins. Framhald bókarinnar mun ráðast af ákvörðun forsetans. Hættir Ólafur Ragnar Grímsson í vor eða ákveður hann að vera áfram? Bókin á að koma út á vormánuðum og þess vegna hefur það töluverða þýðingu fyrir lokakaflann hvaða ákvörðun forsetinn tekur. „Langt er síðan ég fór að pæla í þessu verkefni,“ segir Guðni. „Það hefur svo sem ekkert komið mér sérstaklega á óvart nema kannski að oft finnst okkur að hlutirnir eigi að hafa gerst eins og sagan segir. Þegar kafað er dýpra sér maður að hlutirnir eru oft duttlungum háðir og hefðu getað farið öðruvísi,“ útskýrir Guðni.Spennandi vetur Þegar hann er spurður hverju hann búist við í ávarpinu, svarar hann: „Ég veit það ekki. Ætli það sé ekki bara forsetinn og hans nánustu sem vita framhaldið. Ólafur Ragnar er einn þeirra stærstu í íslenskri stjórnmálasögu síðustu áratuga og kann þá list að halda spilunum þannig að enginn sér á þau. Hvernig sem ferlinum lýkur og hvenær þá er víst að þetta voru sögulegir tímar.“ Guðni segir að ef forsetinn ákveður að hætta í vor megi búast við mjög spennandi vetri. „Já, þetta verður ansi spennandi. Það eru margir sem sýna embættinu áhuga. Sitjandi forseti er þó alltaf sigurstranglegur ef hann gefur kost á sér áfram.“Skaup eða ávarp?Hvort ertu spenntari fyrir áramótaskaupinu eða nýársávarpinu? „Aldrei þessu vant held ég að þetta verði svolítið jafnt. Yfirleitt eru nýársávörpin ekki hlaðin spennu þótt þau séu fróðleg og flytji merkan boðskap. Núna gæti þetta horft öðruvísi við. Árið hefur verið ansi farsakennt þannig að maður hlakkar líka til að sjá áramótaskaupið. Umsjónarmenn Skaupsins hafa haft úr nægu að moða þetta árið,“ segir Guðni. Þegar hann er spurður hvort þetta hafi verið óvenjulegt ár í stjórnmálunum, svarar hann því bæði játandi og neitandi. „Maður hefur á tilfinningunni að síðustu ár hafi verið óvenju átakasöm í stjórnmálum en það hefur oft áður verið tekist harkalega á hér á landi. Ef mönnum finnst ýmislegt ljótt sagt í dag ættu þeir að horfa til fjórða áratugar síðustu aldar. Þá var nú málfarið engu betra. Okkur hættir til að finnast allt í nútímanum óvenjulegt sem er ekkert endilega.“Hvað með samfélagsmiðlana? „Jú, nú höfum við Facebook og Twitter sem hafa gjörbreytt möguleikum fólks til að setja skoðun sína fram til góðs eða ills. Það væri gaman að vita hvaða hug almenningur bar til alþingismanna snemma á síðustu öld. Erfitt er að ráða í það. Það getur líka orðið erfitt í framtíðinni þar sem ofgnóttin er á netinu og sumt er bara suð. Líklegast verður hægt að finna aragrúa heimilda um búsáhaldabyltinguna á samfélagsmiðlum en það verður tímafrekt að velja það nothæfa úr. Svo er enginn hægðarleikur að finna allt á netinu þótt sagt sé að það gleymi engu.“Bjartsýnn 2016Hvernig blasa stjórnmálin við þér á nýju ári? „Það er nógu erfitt að spá um fortíðina þótt maður glími ekki við framtíðina líka. Við getum verið örugg um að það verða forsetakosningar sem munu setja svip sinn á árið. Seinni hluti kjörtímabils þessarar stjórnar er runninn upp en þá verða menn oft framkvæmdaglaðari og gjafmildari. Maður yrði ekki hissa þótt fylgi stjórnarflokkanna ykist að sama skapi og að Píratar fengju meiri mótbyr. Allt er þetta þó sagt án ábyrgðar,“ svarar Guðni. Hann er þó bjartsýnn á nýtt ár og segir að það leggist vel í sig. Guðni er að vinna að annarri bók, ævisögu Eggerts Claessen, sem kemur út síðar á árinu. „Eggert var mikill mógúll í íslensku viðskiptalífi. Hann var bankastjóri Íslandsbanka, stjórnarformaður Eimskipafélagsins og átti frumkvæði að stofnun Vinnuveitendasambandsins. Hann var fyrsti hæstaréttarlögmaðurinn ásamt Sveini Björnssyni. Saga Eggerts er öðrum þræði saga um upphaf kapítalisma á Íslandi og vitnisburður örra breytinga hér á landi,“ útskýrir Guðni sem jafnframt kennir sagnfræði við Háskóla Íslands. „Kennsla og rannsóknir eru mínar ær og kýr,“ segir hann.Það er mikið að gerast hjá Guðna þessa dagana. Tvær bækur í smíðum meðfram kennslu í Háskóla Íslands. MYND/GVAEnginn rakettukarl Þessa dagana er Guðni í fríi frá háskólanum og nýtur þess að vera með fjölskyldunni. Áramótunum eyðir hann heima. „Ég er lítill rakettukarl. Finnst rútína skemmtilegri en hasar. Ég vil bara sitja úti í horni með góða bók. Ég neyðist þó til að kaupa lítinn fjölskyldupakka fyrir börnin,“ segir Guðni sem á fimm börn. Elsta dóttirin, Rut, er 21 árs. Hún er í háskólanámi erlendis en hana eignaðist Guðni með fyrri konu sinni. Núverandi eiginkona Guðna er Eliza Reid frá Kanada en þau eiga fjögur börn á aldrinum 8, 6, 4 og 2 ára sem heita Duncan, Donni, Sæþór og Edda. Það er því mikið fjör á heimilinu. „Maður á þá ósk heitasta á nýju ári að allir verði við góða heilsu og líði vel. Allt annað er aukaatriði.“ Guðni segist ekki vera góður kokkur. „Konan mín er mikill matgæðingur og sér um þá hlið. Hún hefur ekki enn ákveðið hvað verður í matinn í kvöld. Það er engin sérstök hefð hjá okkur. Sjálfur ólst ég upp við londonlamb á aðfangadag og hangikjöt á jóladag. Ég ólst upp við mjög gott atlæti á jólum en foreldrar mínir voru mjög heimakær, eins og ég er sjálfur. Ég fékk alltaf bækur í jólagjöf. Á síðustu árum hefur það breyst enda vita allir að ég er með bókastafla allt í kringum mig.“Í framboð? Það verður ekki hjá því komist að spyrja Guðna hvort hann hafi sjálfur íhugað að bjóða sig fram til forseta en nafn hans hefur heyrst í því sambandi. „Ég geri ekki ráð fyrir því. Sumir vinir mínir hafa spurt að þessu. Ég segi hins vegar eins og Ólafur landlæknir svaraði eitt sinn í væntanlegum forsetakosningum: „Jú, það hafa menn komið að máli við mig en þeir eru svo miklu fleiri sem hafa ekki gert það.““ En ef það yrðu nú rosalega margir sem myndu skora á þig? „Ef, ef og ef. Þá myndi ég þurfa að breyta öllum mínum plönum.“
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira