Lífið

Zuckerberg ætlar að gefa 99 prósent eigna sinna til góðgerðarmála

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Mark, Max og Priscilla.
Mark, Max og Priscilla.
Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, og Priscilla Chan eiginkona hans eignuðust í síðustu viku dóttur en í tilefni af fæðingu hennar ætla þau að gefa 99% af auðæfum sínum til góðgerðarmála. Tilkynning þessa efnis var auðvitað birt á Facebook.

Fjármunir Zuckerberg eru metnir á litla 45 milljarða dollara eða rétt tæplega sex billjónir íslenskra króna. Hann vonast til þess að peningarnir komi til með að nýtast í baráttunni gegn sjúkdómum, við það að bæta menntun og ýmsa innviði samfélagsins. Hjónin hafa stofnað félag sem á að sjá um að útdeila fjármununum.

Zuckerberg birtir einnig bréf til dóttur sinnar en hún hefur hlotið nafnið Max. „Líkt og allir aðrir foreldrar viljum við að þú alist upp í betri heimi en við þekkjum í dag. [...] Við verðum að horfa til framtíðar, 25, 50 eða 100 ár. Stærstu vandamál heimsins verða leyst með því að horfa langt fram í tímann en ekki að hugsa í skammtímalausnum.“

Frekari smáatriði um hvernig útdeilingu fésins verður háttað verða gefin út síðar segir í yfirlýsingunni.

Priscilla and I are so happy to welcome our daughter Max into this world!For her birth, we wrote a letter to her about...

Posted by Mark Zuckerberg on Tuesday, 1 December 2015





Fleiri fréttir

Sjá meira


×