Atvinnuleysi í október mældist 10,7 prósent á evrusvæðinu og hefur ekki verið lægra í þrjú ár. Atvinnuleysi var lægra en væntingar sem námu 10,8 prósent.
Atvinnulausum fækkaði um 13 þúsund á svæðinu og nam fjöldi atvinnulausra 17,24 milljónum í október.
Atvinnuleysi dróst saman í öllum löndum nema Frakklandi, þar sem atvinnulausum fjölgaði um 25 þúsund.
Atvinnuleysi á evrusvæðinu ekki lægra í þrjú ár
