Íslendingur í fangelsi í Englandi: Sveik milljónir út úr ástkonu sinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. desember 2015 16:11 Guðfinnur Óskarsson hefur hlotið dóm hér á landi fyrir ölvunarakstur. Mynd frá lögreglunni í Englandi Guðfinnur Óskarsson, 33 ára íslenskur karlmaður, hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi í Englandi. Guðfinnur var fundinn sekur um að hafa haft fé af unnustu sinni sem hann kynntist í gegnum stefnumótasíðu í ágúst fyrir rúmum tveimur árum.Í frétt breska vefmiðilsins Yorkshire Evening Post segir að Guðfinnur hafi haft um 30 þúsund pund af kærustu sinni en hann flutti utan til Leeds þar sem þau bjuggu um tíma saman. Um er að ræða tæplega sex milljónir króna á gengi dagsins í dag. Guðfinnur játaði brot sín fyrir dómi.Samþykkti að greiða fyrir hannGuðfinnur flutti inn til kærustunnar, Victoriu Maker, eftir að hafa sagt henni að hann kæmist ekki úr landi þar sem hann hafði ekki fengið greiðslur fyrir vinnu í Englandi. Saksóknari í málinu sagði að Victoria hefði samþykkt að greiða fyrir allt þar til hann fengi útborguð laun sín. „Sakborningurinn tjáði henni margoft að hann væri að bíða þess að fá greidd vangoldin laun,“ sagði sækjandinn í málinu. „Hún samþykkti skýringar hans og sagði hann þurfa af og til að fara til útlanda vegna vinnu og hún hefði greitt fyrir flugferðir hans yfir þann tíma.“Seldi heimili sittÁ meðan sambandi þeirra stóð seldi hún heimili sitt fyrir 190 þúsund pund sem svarar til tæplega fjörutíu milljóna króna. Fluttu þau í framhaldinu inn í leiguíbúð. Í ágúst í fyrra er Guðfinnur sakaður um að hafa sannfært Victoriu um að millifæra 153 þúsund pund, rúmlega 30 milljónir króna, inn á bankareikning sinn. Ástæðan væri sú að hann gæti ávaxtað peningana betur á norskum sparireikningi. Þar gæti hann fengið hærri vexti. Í framhaldinu fór hann undan í flæmingi í þau skipti sem Victoria spurði út í peningana og vildi sjá yfirlit. Þá sagðist Guðfinnur hafa fundið vinnu og myndi sjá um að greiða leiguna sem svaraði til 650 punda á mánuði, eða 130 þúsund króna.Handtekinn á HeathrowSaksóknari sagði hins vegar peningana sem Guðfinnur notaði til að greiða leiguna hafa komið úr fyrrnefndum sjóði Victoriu. Hiti færðist í leikinn í mars síðastliðnum þegar Victoria þráspurði Guðfinn um peningana. Hann skilaði 25 þúsund pundum til Victoriu og sagðist hafa verið boðin vinna á Íslandi í fjórar vikur. Victoria fór í kjölfarið að grennslast fyrir á meðan Guðfinnur var fjarverandi og komst að því að peningurinn sem hún hafði millifært yfir á hans reikning hefði aldrei verið ávaxtaður. Hún hafði samband við lögreglu eftir að Guðfinnur hætti að svara skilaboðum hennar og tölvupósti. Guðfinnur var svo handtekinn á Heathrow flugvelli í Lundúnum þar sem hann var í þann mund að halda til Washington í Bandaríkjunum. Guðfinnur játaði brot sín. Stærstur hluti peninganna var enn á sínum stað en þó munaði tæplega 30 þúsund pundum eða tæplega sex milljónum króna.Nýtti sér hrifningu VictoriuVerjandi Guðfinns sagði Guðfinn hafa verið yfir sig ástfanginn af Victoriu. Hann hafi verið pirraður á því að hún hefði haldið honum uppi. Þannig hafi hann réttlætt fyrir sér að láta flytja peningana svo hann gæti sýnt að hann ætti peninga til að geta framfleitt henni. Dómarinn í málinu sagði Guðfinn hins vegar hafa nýtt sér hrifningu Victoriu til að hafa af henni peninga. Summan hefði verið umtalsverð. „Þú ákvaðst að sýna aðeins peningum hennar áhuga og það leiddi af sér tap upp á nærri þrjátíu þúsund punda.“ Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Guðfinnur Óskarsson, 33 ára íslenskur karlmaður, hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi í Englandi. Guðfinnur var fundinn sekur um að hafa haft fé af unnustu sinni sem hann kynntist í gegnum stefnumótasíðu í ágúst fyrir rúmum tveimur árum.Í frétt breska vefmiðilsins Yorkshire Evening Post segir að Guðfinnur hafi haft um 30 þúsund pund af kærustu sinni en hann flutti utan til Leeds þar sem þau bjuggu um tíma saman. Um er að ræða tæplega sex milljónir króna á gengi dagsins í dag. Guðfinnur játaði brot sín fyrir dómi.Samþykkti að greiða fyrir hannGuðfinnur flutti inn til kærustunnar, Victoriu Maker, eftir að hafa sagt henni að hann kæmist ekki úr landi þar sem hann hafði ekki fengið greiðslur fyrir vinnu í Englandi. Saksóknari í málinu sagði að Victoria hefði samþykkt að greiða fyrir allt þar til hann fengi útborguð laun sín. „Sakborningurinn tjáði henni margoft að hann væri að bíða þess að fá greidd vangoldin laun,“ sagði sækjandinn í málinu. „Hún samþykkti skýringar hans og sagði hann þurfa af og til að fara til útlanda vegna vinnu og hún hefði greitt fyrir flugferðir hans yfir þann tíma.“Seldi heimili sittÁ meðan sambandi þeirra stóð seldi hún heimili sitt fyrir 190 þúsund pund sem svarar til tæplega fjörutíu milljóna króna. Fluttu þau í framhaldinu inn í leiguíbúð. Í ágúst í fyrra er Guðfinnur sakaður um að hafa sannfært Victoriu um að millifæra 153 þúsund pund, rúmlega 30 milljónir króna, inn á bankareikning sinn. Ástæðan væri sú að hann gæti ávaxtað peningana betur á norskum sparireikningi. Þar gæti hann fengið hærri vexti. Í framhaldinu fór hann undan í flæmingi í þau skipti sem Victoria spurði út í peningana og vildi sjá yfirlit. Þá sagðist Guðfinnur hafa fundið vinnu og myndi sjá um að greiða leiguna sem svaraði til 650 punda á mánuði, eða 130 þúsund króna.Handtekinn á HeathrowSaksóknari sagði hins vegar peningana sem Guðfinnur notaði til að greiða leiguna hafa komið úr fyrrnefndum sjóði Victoriu. Hiti færðist í leikinn í mars síðastliðnum þegar Victoria þráspurði Guðfinn um peningana. Hann skilaði 25 þúsund pundum til Victoriu og sagðist hafa verið boðin vinna á Íslandi í fjórar vikur. Victoria fór í kjölfarið að grennslast fyrir á meðan Guðfinnur var fjarverandi og komst að því að peningurinn sem hún hafði millifært yfir á hans reikning hefði aldrei verið ávaxtaður. Hún hafði samband við lögreglu eftir að Guðfinnur hætti að svara skilaboðum hennar og tölvupósti. Guðfinnur var svo handtekinn á Heathrow flugvelli í Lundúnum þar sem hann var í þann mund að halda til Washington í Bandaríkjunum. Guðfinnur játaði brot sín. Stærstur hluti peninganna var enn á sínum stað en þó munaði tæplega 30 þúsund pundum eða tæplega sex milljónum króna.Nýtti sér hrifningu VictoriuVerjandi Guðfinns sagði Guðfinn hafa verið yfir sig ástfanginn af Victoriu. Hann hafi verið pirraður á því að hún hefði haldið honum uppi. Þannig hafi hann réttlætt fyrir sér að láta flytja peningana svo hann gæti sýnt að hann ætti peninga til að geta framfleitt henni. Dómarinn í málinu sagði Guðfinn hins vegar hafa nýtt sér hrifningu Victoriu til að hafa af henni peninga. Summan hefði verið umtalsverð. „Þú ákvaðst að sýna aðeins peningum hennar áhuga og það leiddi af sér tap upp á nærri þrjátíu þúsund punda.“
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira