Íslendingur í fangelsi í Englandi: Sveik milljónir út úr ástkonu sinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. desember 2015 16:11 Guðfinnur Óskarsson hefur hlotið dóm hér á landi fyrir ölvunarakstur. Mynd frá lögreglunni í Englandi Guðfinnur Óskarsson, 33 ára íslenskur karlmaður, hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi í Englandi. Guðfinnur var fundinn sekur um að hafa haft fé af unnustu sinni sem hann kynntist í gegnum stefnumótasíðu í ágúst fyrir rúmum tveimur árum.Í frétt breska vefmiðilsins Yorkshire Evening Post segir að Guðfinnur hafi haft um 30 þúsund pund af kærustu sinni en hann flutti utan til Leeds þar sem þau bjuggu um tíma saman. Um er að ræða tæplega sex milljónir króna á gengi dagsins í dag. Guðfinnur játaði brot sín fyrir dómi.Samþykkti að greiða fyrir hannGuðfinnur flutti inn til kærustunnar, Victoriu Maker, eftir að hafa sagt henni að hann kæmist ekki úr landi þar sem hann hafði ekki fengið greiðslur fyrir vinnu í Englandi. Saksóknari í málinu sagði að Victoria hefði samþykkt að greiða fyrir allt þar til hann fengi útborguð laun sín. „Sakborningurinn tjáði henni margoft að hann væri að bíða þess að fá greidd vangoldin laun,“ sagði sækjandinn í málinu. „Hún samþykkti skýringar hans og sagði hann þurfa af og til að fara til útlanda vegna vinnu og hún hefði greitt fyrir flugferðir hans yfir þann tíma.“Seldi heimili sittÁ meðan sambandi þeirra stóð seldi hún heimili sitt fyrir 190 þúsund pund sem svarar til tæplega fjörutíu milljóna króna. Fluttu þau í framhaldinu inn í leiguíbúð. Í ágúst í fyrra er Guðfinnur sakaður um að hafa sannfært Victoriu um að millifæra 153 þúsund pund, rúmlega 30 milljónir króna, inn á bankareikning sinn. Ástæðan væri sú að hann gæti ávaxtað peningana betur á norskum sparireikningi. Þar gæti hann fengið hærri vexti. Í framhaldinu fór hann undan í flæmingi í þau skipti sem Victoria spurði út í peningana og vildi sjá yfirlit. Þá sagðist Guðfinnur hafa fundið vinnu og myndi sjá um að greiða leiguna sem svaraði til 650 punda á mánuði, eða 130 þúsund króna.Handtekinn á HeathrowSaksóknari sagði hins vegar peningana sem Guðfinnur notaði til að greiða leiguna hafa komið úr fyrrnefndum sjóði Victoriu. Hiti færðist í leikinn í mars síðastliðnum þegar Victoria þráspurði Guðfinn um peningana. Hann skilaði 25 þúsund pundum til Victoriu og sagðist hafa verið boðin vinna á Íslandi í fjórar vikur. Victoria fór í kjölfarið að grennslast fyrir á meðan Guðfinnur var fjarverandi og komst að því að peningurinn sem hún hafði millifært yfir á hans reikning hefði aldrei verið ávaxtaður. Hún hafði samband við lögreglu eftir að Guðfinnur hætti að svara skilaboðum hennar og tölvupósti. Guðfinnur var svo handtekinn á Heathrow flugvelli í Lundúnum þar sem hann var í þann mund að halda til Washington í Bandaríkjunum. Guðfinnur játaði brot sín. Stærstur hluti peninganna var enn á sínum stað en þó munaði tæplega 30 þúsund pundum eða tæplega sex milljónum króna.Nýtti sér hrifningu VictoriuVerjandi Guðfinns sagði Guðfinn hafa verið yfir sig ástfanginn af Victoriu. Hann hafi verið pirraður á því að hún hefði haldið honum uppi. Þannig hafi hann réttlætt fyrir sér að láta flytja peningana svo hann gæti sýnt að hann ætti peninga til að geta framfleitt henni. Dómarinn í málinu sagði Guðfinn hins vegar hafa nýtt sér hrifningu Victoriu til að hafa af henni peninga. Summan hefði verið umtalsverð. „Þú ákvaðst að sýna aðeins peningum hennar áhuga og það leiddi af sér tap upp á nærri þrjátíu þúsund punda.“ Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Guðfinnur Óskarsson, 33 ára íslenskur karlmaður, hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi í Englandi. Guðfinnur var fundinn sekur um að hafa haft fé af unnustu sinni sem hann kynntist í gegnum stefnumótasíðu í ágúst fyrir rúmum tveimur árum.Í frétt breska vefmiðilsins Yorkshire Evening Post segir að Guðfinnur hafi haft um 30 þúsund pund af kærustu sinni en hann flutti utan til Leeds þar sem þau bjuggu um tíma saman. Um er að ræða tæplega sex milljónir króna á gengi dagsins í dag. Guðfinnur játaði brot sín fyrir dómi.Samþykkti að greiða fyrir hannGuðfinnur flutti inn til kærustunnar, Victoriu Maker, eftir að hafa sagt henni að hann kæmist ekki úr landi þar sem hann hafði ekki fengið greiðslur fyrir vinnu í Englandi. Saksóknari í málinu sagði að Victoria hefði samþykkt að greiða fyrir allt þar til hann fengi útborguð laun sín. „Sakborningurinn tjáði henni margoft að hann væri að bíða þess að fá greidd vangoldin laun,“ sagði sækjandinn í málinu. „Hún samþykkti skýringar hans og sagði hann þurfa af og til að fara til útlanda vegna vinnu og hún hefði greitt fyrir flugferðir hans yfir þann tíma.“Seldi heimili sittÁ meðan sambandi þeirra stóð seldi hún heimili sitt fyrir 190 þúsund pund sem svarar til tæplega fjörutíu milljóna króna. Fluttu þau í framhaldinu inn í leiguíbúð. Í ágúst í fyrra er Guðfinnur sakaður um að hafa sannfært Victoriu um að millifæra 153 þúsund pund, rúmlega 30 milljónir króna, inn á bankareikning sinn. Ástæðan væri sú að hann gæti ávaxtað peningana betur á norskum sparireikningi. Þar gæti hann fengið hærri vexti. Í framhaldinu fór hann undan í flæmingi í þau skipti sem Victoria spurði út í peningana og vildi sjá yfirlit. Þá sagðist Guðfinnur hafa fundið vinnu og myndi sjá um að greiða leiguna sem svaraði til 650 punda á mánuði, eða 130 þúsund króna.Handtekinn á HeathrowSaksóknari sagði hins vegar peningana sem Guðfinnur notaði til að greiða leiguna hafa komið úr fyrrnefndum sjóði Victoriu. Hiti færðist í leikinn í mars síðastliðnum þegar Victoria þráspurði Guðfinn um peningana. Hann skilaði 25 þúsund pundum til Victoriu og sagðist hafa verið boðin vinna á Íslandi í fjórar vikur. Victoria fór í kjölfarið að grennslast fyrir á meðan Guðfinnur var fjarverandi og komst að því að peningurinn sem hún hafði millifært yfir á hans reikning hefði aldrei verið ávaxtaður. Hún hafði samband við lögreglu eftir að Guðfinnur hætti að svara skilaboðum hennar og tölvupósti. Guðfinnur var svo handtekinn á Heathrow flugvelli í Lundúnum þar sem hann var í þann mund að halda til Washington í Bandaríkjunum. Guðfinnur játaði brot sín. Stærstur hluti peninganna var enn á sínum stað en þó munaði tæplega 30 þúsund pundum eða tæplega sex milljónum króna.Nýtti sér hrifningu VictoriuVerjandi Guðfinns sagði Guðfinn hafa verið yfir sig ástfanginn af Victoriu. Hann hafi verið pirraður á því að hún hefði haldið honum uppi. Þannig hafi hann réttlætt fyrir sér að láta flytja peningana svo hann gæti sýnt að hann ætti peninga til að geta framfleitt henni. Dómarinn í málinu sagði Guðfinn hins vegar hafa nýtt sér hrifningu Victoriu til að hafa af henni peninga. Summan hefði verið umtalsverð. „Þú ákvaðst að sýna aðeins peningum hennar áhuga og það leiddi af sér tap upp á nærri þrjátíu þúsund punda.“
Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira