Fallegt jólalag með Siggu Eyrúnu
Sigga Eyrún var að senda frá sér glænýtt jólalag sem ber nafnið Englar og snjókarlar. Um er að ræða hugljúfa ballöðu um jólin, snjóinn, ástina og söknuð. Lag og texti er eftir Karl Olgeirsson. Ásgeir J. Ásgeirsson spilar á kassagítar og rafgítar og Matthías Stefánsson spilar á fiðlu. Hér að neðan má hlusta á þetta fallega jólalag.