Kunnugleg sveitasælusál Björn Teitsson skrifar 1. desember 2015 08:30 Júníus Meyvant EP Record Records Það er eitthvað kunnuglegt við Júníus Meyvant, Eyjapeyja á þrítugsaldri sem hefur fengið talsverða spilun á ljósvakamiðlum á undanförnu ári. Því er að þakka frambærilegum slagara, „Color Decay“, sem hefur yljað Íslendingum um hjartarætur síðan kuldasumarið mikla 2014. Tónlist Júníusar myndi vafalaust flokkast til svokallaðrar „freak-folk,“ tónlistarstefnu sem má segja að sameini sálar-, þjóðlaga-og sveitatónlist í hippagallanum með dassi af töfrum í formi faglegra strengja-og blásturshljóðfæraútsetninga. Stefnan, sem ruddi sér rúms í Bandaríkjunum á 7. áratug síðustu aldar en líklega fullkomnuð í byrjun þess áttunda í Stóra-Bretlandi, hefur sprungið út með miklum hvelli á síðasta áratug. Í fyrstu læddist hún hægt með sveitum eins og Grizzly Bear eða Fleet Foxes en nú virðist ómögulegt að fara í svo mikið sem Bónus eða sjá stiklu úr væntanlegri kvikmynd án þess að undir hljómi tónlist úr þessum ranni. Það er líklega það sem er svo kunnuglegt. Á þessu ári kom út stuttskífan EP (fyndið) sem inniheldur fjögur lög en þar á meðal er áðurnefndur slagari. Platan hefst á laginu „Hailslide“, sem er í sálarlegri kantinum. Strengjaútsetningin í laginu er alveg á Curtis Mayfield-leveli og lúðrarnir negla algerlega „stækkun“ lagsins í virkilega hlýrri og skemmtilegri melódíu. Langbesta lagið af þeim fjórum. „Color Decay“ fylgir í kjölfarið en vinsældir þess eru auðskildar. Fínar raddanir, strengir rúmlega í lagi og meira að segja sing-along kafli. Síðari lögin tvö, „Glold Laces“ og „Signals“, eru í rólegri kantinum, vel unnin en blæbrigðaminni en upphafssmellirnir tveir. EP er, eins og áður segir, stuttskífa og því erfitt að dæma hana sem einhvers konar „listræna heild,“ en það verður líklega þróunin með flesta popptónlist héðan í frá. Í öllu falli er hér á ferðinni efnilegur tónlistarmaður. Júníus er ekki að finna upp hjólið enda engin þörf á því. Miðað við þessa byrjun hefur hann fundið fjölina sína, sem hann má gjarnan halda áfram að hefla og slípa til.Niðurstaða: Grípandi lög. Þægileg áhlustunar og laus við alla stæla. Virkilega frambærileg byrjun hjá efnilegum tónlistarmanni. Menning Tónlist Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Júníus Meyvant EP Record Records Það er eitthvað kunnuglegt við Júníus Meyvant, Eyjapeyja á þrítugsaldri sem hefur fengið talsverða spilun á ljósvakamiðlum á undanförnu ári. Því er að þakka frambærilegum slagara, „Color Decay“, sem hefur yljað Íslendingum um hjartarætur síðan kuldasumarið mikla 2014. Tónlist Júníusar myndi vafalaust flokkast til svokallaðrar „freak-folk,“ tónlistarstefnu sem má segja að sameini sálar-, þjóðlaga-og sveitatónlist í hippagallanum með dassi af töfrum í formi faglegra strengja-og blásturshljóðfæraútsetninga. Stefnan, sem ruddi sér rúms í Bandaríkjunum á 7. áratug síðustu aldar en líklega fullkomnuð í byrjun þess áttunda í Stóra-Bretlandi, hefur sprungið út með miklum hvelli á síðasta áratug. Í fyrstu læddist hún hægt með sveitum eins og Grizzly Bear eða Fleet Foxes en nú virðist ómögulegt að fara í svo mikið sem Bónus eða sjá stiklu úr væntanlegri kvikmynd án þess að undir hljómi tónlist úr þessum ranni. Það er líklega það sem er svo kunnuglegt. Á þessu ári kom út stuttskífan EP (fyndið) sem inniheldur fjögur lög en þar á meðal er áðurnefndur slagari. Platan hefst á laginu „Hailslide“, sem er í sálarlegri kantinum. Strengjaútsetningin í laginu er alveg á Curtis Mayfield-leveli og lúðrarnir negla algerlega „stækkun“ lagsins í virkilega hlýrri og skemmtilegri melódíu. Langbesta lagið af þeim fjórum. „Color Decay“ fylgir í kjölfarið en vinsældir þess eru auðskildar. Fínar raddanir, strengir rúmlega í lagi og meira að segja sing-along kafli. Síðari lögin tvö, „Glold Laces“ og „Signals“, eru í rólegri kantinum, vel unnin en blæbrigðaminni en upphafssmellirnir tveir. EP er, eins og áður segir, stuttskífa og því erfitt að dæma hana sem einhvers konar „listræna heild,“ en það verður líklega þróunin með flesta popptónlist héðan í frá. Í öllu falli er hér á ferðinni efnilegur tónlistarmaður. Júníus er ekki að finna upp hjólið enda engin þörf á því. Miðað við þessa byrjun hefur hann fundið fjölina sína, sem hann má gjarnan halda áfram að hefla og slípa til.Niðurstaða: Grípandi lög. Þægileg áhlustunar og laus við alla stæla. Virkilega frambærileg byrjun hjá efnilegum tónlistarmanni.
Menning Tónlist Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið