Bíó og sjónvarp

Ný stikla úr kvikmynd um Chris Farley

Atli Ísleifsson skrifar
Chris Farley og David Spade árið 1993.
Chris Farley og David Spade árið 1993. Vísir/Getty
Búið er að frumsýna stiklu úr nýrri kvikmynd um bandaríska gamanleikarann Chris Farley sem frumsýnd verður síðar í sumar. Farley lést úr of stórum skammti eiturlyfja árið 1997, þá 33 ára gamall.

Farley er einn vinsælasti leikarinn í sögu þáttanna Saturday Night Life og í myndinni, sem nefnist I Am Chris Farley, minnast gamlir samstarfsmenn Farley með hlýju þó að einnig sé komið inn á eiturlyfjanotkun hans.

Í stiklunni má sjá leikarana Bob Odenkirk, Christina Applegate, Dan Aykroyd, Adam Sandler, David Spade og fleiri þar sem þau minnast félaga síns.

Sjá má stikluna að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.