Hótaði að klippa fingur af sambýlskonu sinni og veita henni brunasár Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. júní 2015 18:00 Myndin sýnir sviðsett heimilisofbeldi og sýnir ekki aðila málsins. vísir/getty Hæstiréttur vísaði í dag frá kröfu manns um að nálgunarbann hans verði fellt úr gildi. Ástæðan fyrir frávísuninni er að áfrýjun mannsins barst dómnum of seint. Maðurinn á að baki nokkurn sakaferil, m.a. vegna brota gegn almennum hegningarlögum, umferðarlögum, vopnalögum og lögum um ávana- og fíkniefni. Hann hefur hlotið níu refsidóma, síðast í júlí 2013. Að auki bíður hann dóms eftir að hafa beitt lögreglumann ofbeldi í desember. Þann 19. júní síðastliðinn fór lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðisins fram á það að Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti ákvörðun sína um að maðurinn myndi sæta brottvísun af heimili sínu og nálgunarbanni í fjórar vikur. Einnig var manninum bannað að hafa samband við fyrrverandi sambýliskonu sína og barn hennar.Vildi stýra við hvern konan hefði samskipti Konan fór fram á nálgunarbann í kjölfar atburða sem áttu sér stað 12. júní. Fólkið hafði verið í sumarbústað á Suðurlandi í tæpa viku. Þar gerðist það í tvígang að maðurinn réðst að konunni, hélt henni niðri og sló hana ítrekað í andlitið. Á leiðinni heim úr bústaðnum veittist maðurinn að konunni sem flúði úr bíl þeirra við Litlu Kaffistofuna og leitaði sér aðhlynningar þar. Maðurinn hélt för sinni til Reykjavíkur áfram. Við komu á slysa- og bráðamóttöku hafi fundist áverkar víðsvegar um líkama konunnar sem samræmdust lýsingum á ofbeldinu. Samband þeirra hafði staðið í um fjóra mánuði, gekk vel í fyrstu og innan skamms flutti maðurinn inn. Skömmu síðar hóf maðurinn að beita og hóta ofbeldi ítrekað. Maðurinn skipaði henni til að mynda að fylgja sér hvert sem hann færi, tók af henni farsímann og reyndi að stjórna hvern hún hefði samband við. Þann 8. maí síðastliðinn leitaði konan sér skjóls inn í verslun til að komast undan manninum. Hún hafði verið að aka manninum til félaga síns og á leiðinni hafði hann hótað að klippa af henni fingur með töng sem var í bílnum. Einnig hitaði hann hafnaboltakylfu með kveikjara og hótaði að brenna hana með kylfunni. Konan tilgreindi einnig tilvik þar sem maðurinn kom eitt sinn heim um göngutúr og vændi hana um framhjáhald. Lét hann hana meðal annars blása framan í sig til að kanna hvort hann fyndi „brundlykt“ úr henni. Maðurinn mætti ekki er málið var dómtekið í héraðsdómi en verjandi hans mætti fyrir hans hönd. Mótmælti hann málsmeðferðinni og sagði kröfuna eingöngu byggða á framburði brotaþola. Þann 15. júní braut maðurinn skilyrði nálgunarbannsins er hann setti sig í samband við konuna á Facebook. Samtalið var lagt fyrir réttinn og benti verjandi mannsins á að samskipti þeirra hefðu verið hin vinalegustu. Kröfum hans var hafnað í héraðsdómi og málinu vísað frá Hæstarétti þar sem áfrýjun barst réttinum 24. júní. Áfrýjunarfrestur er aðeins þrír dagar. Er manninum því gert að sæta nálgunarbanni í fjórar vikur. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Fleiri fréttir Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Sjá meira
Hæstiréttur vísaði í dag frá kröfu manns um að nálgunarbann hans verði fellt úr gildi. Ástæðan fyrir frávísuninni er að áfrýjun mannsins barst dómnum of seint. Maðurinn á að baki nokkurn sakaferil, m.a. vegna brota gegn almennum hegningarlögum, umferðarlögum, vopnalögum og lögum um ávana- og fíkniefni. Hann hefur hlotið níu refsidóma, síðast í júlí 2013. Að auki bíður hann dóms eftir að hafa beitt lögreglumann ofbeldi í desember. Þann 19. júní síðastliðinn fór lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðisins fram á það að Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti ákvörðun sína um að maðurinn myndi sæta brottvísun af heimili sínu og nálgunarbanni í fjórar vikur. Einnig var manninum bannað að hafa samband við fyrrverandi sambýliskonu sína og barn hennar.Vildi stýra við hvern konan hefði samskipti Konan fór fram á nálgunarbann í kjölfar atburða sem áttu sér stað 12. júní. Fólkið hafði verið í sumarbústað á Suðurlandi í tæpa viku. Þar gerðist það í tvígang að maðurinn réðst að konunni, hélt henni niðri og sló hana ítrekað í andlitið. Á leiðinni heim úr bústaðnum veittist maðurinn að konunni sem flúði úr bíl þeirra við Litlu Kaffistofuna og leitaði sér aðhlynningar þar. Maðurinn hélt för sinni til Reykjavíkur áfram. Við komu á slysa- og bráðamóttöku hafi fundist áverkar víðsvegar um líkama konunnar sem samræmdust lýsingum á ofbeldinu. Samband þeirra hafði staðið í um fjóra mánuði, gekk vel í fyrstu og innan skamms flutti maðurinn inn. Skömmu síðar hóf maðurinn að beita og hóta ofbeldi ítrekað. Maðurinn skipaði henni til að mynda að fylgja sér hvert sem hann færi, tók af henni farsímann og reyndi að stjórna hvern hún hefði samband við. Þann 8. maí síðastliðinn leitaði konan sér skjóls inn í verslun til að komast undan manninum. Hún hafði verið að aka manninum til félaga síns og á leiðinni hafði hann hótað að klippa af henni fingur með töng sem var í bílnum. Einnig hitaði hann hafnaboltakylfu með kveikjara og hótaði að brenna hana með kylfunni. Konan tilgreindi einnig tilvik þar sem maðurinn kom eitt sinn heim um göngutúr og vændi hana um framhjáhald. Lét hann hana meðal annars blása framan í sig til að kanna hvort hann fyndi „brundlykt“ úr henni. Maðurinn mætti ekki er málið var dómtekið í héraðsdómi en verjandi hans mætti fyrir hans hönd. Mótmælti hann málsmeðferðinni og sagði kröfuna eingöngu byggða á framburði brotaþola. Þann 15. júní braut maðurinn skilyrði nálgunarbannsins er hann setti sig í samband við konuna á Facebook. Samtalið var lagt fyrir réttinn og benti verjandi mannsins á að samskipti þeirra hefðu verið hin vinalegustu. Kröfum hans var hafnað í héraðsdómi og málinu vísað frá Hæstarétti þar sem áfrýjun barst réttinum 24. júní. Áfrýjunarfrestur er aðeins þrír dagar. Er manninum því gert að sæta nálgunarbanni í fjórar vikur.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Fleiri fréttir Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Sjá meira