Lífið

Sjónræn saga þjóðarinnar í Safnahúsinu

Heimir Már Pétursson skrifar
Safnahúsið við Hverfisgötu var opnað á nýjan leik í dag með nýrri heildarsýningu sem nær til alls hins sjónræna arfs þjóðarinnar. Húsið sjálft sem þjóðin byggði fyrir söfnunarfé er stærsti sýningargripurinn að mati þjóðminjavarðar.

Safnahúsið við Hverfisgötu er eitt elsta og merkasta steinhús Íslendinga og hefur gengt margvíslegu hlutverki frá því það var byggt fyrir söfnunarfé árið 1909. Þar var Landsbókasafnið lengst til húsa ásamt fleiri stofnunum þar til húsið varð að Þjóðmenningarhúsi árið 2000.

En í dag fékk það aftur nafnið Safnahús þegar forsætis- og menntamálaráðherra klipptu á borða til marks um aðkomu sex helstu höfuðsafna þjóðarinnar að húsinu á nýjan leik með opnun nýrrar heildarsýningar á þjóðararfinum.

Það var margt um manninn við opnunina í dag og greinilegt að fólk var hrifið og snortið af þessu nýja hlutverki hússins. Þeirra á meðal var Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands sem sagðist einstaklega ánægð með þetta framtak.

En undir stjórn forsætisráðuneytisins og menntamálaráðuneytisins kom samstarfsstjórn Þjóðminjasafnsins, Listasafns Íslands, Náttúruminjasafnsins, Stofnunar Árna Magnússonar, Landsbókasafnsins og Þjóðskjalasafnsins að því að koma sýningunni upp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.