Að sigra heiminn Jón Gnarr skrifar 18. apríl 2015 07:00 Ég hef aldrei skipt mér neitt sérstaklega af stjórnmálum, nema einu sinni og þá með nokkuð afdrifaríkum hætti. Ég hef nokkrum sinnum skráð mig í stjórnmálaflokk til að geta stutt eða kosið einhvern vin minn eða kunningja í prófkjöri eða slíku. Annars leiðist mér þetta pólitíska þref, þessir flokkadrættir og þras, sem alltaf verður svo afskaplega þreytandi og leiðinlegt. Á endanum er þetta bara eitthvað fólk sem er að reyna að gera sitt besta en í umhverfi sem er ekki alltaf að vinna með því. Inn á milli eru svo nokkrir eigingjarnir frekjudallar sem finnst meira til sín og sinna koma en annarra. Það er bara eins og alls staðar annars staðar. Ég er, mér vitandi, ekki meðlimur í neinum stjórnmálaflokki. Ég styð engan einn sérstaklega og er ekki heldur neitt sérstaklega á móti neinum heldur. Ég hef til dæmis ekkert á móti Framsóknarflokknum, þótt sumt af því fólki sem starfar innan hans fari oft í taugarnar á mér. Það fer fólk úr öllum flokkum í taugarnar á mér. Það að fólk sé vel innrætt, kurteist og ærlegt finnst mér skipta meira máli en í hvaða flokki það er. Ég hef heldur aldrei getað haldið með neinu íþróttafélagi. Ég einhvern veginn held alltaf með þeim sem er að tapa. Kannski er það vegna þess að ég hef alltaf upplifað mig og mína sem aumingja. Ég er aumingi, kominn af aumingjum. Ef ég er spurður þá segist ég vera anarkisti. Mér finnst það fínt. Ég trúi á einstaklinginn og frelsi hans og rétt til að haga lífi sínu að eigin vilja og án afskipta annarra, svo framarlega sem hann er ekki að skaða sjálfan sig eða aðra. Það er mín grundvallarskoðun. Mér finnst til dæmis að ég eigi að fá að heita það sem ég vil og finnst engum koma það við. En ég trúi líka á samkennd og meðlíðan og samfélagslegan stuðning við okkar minnstu bræður og systur. Þetta er draumasamfélag að mínum dómi, þar sem allir fá að njóta sín á meðan vel er séð um lítilmagnana. En það er náttúrlega flókin útfærsla. Stundum hafa aumingjarnir það gott á kostnað hinna og stundum maka þeir síðarnefndu krókinn á kostnað aumingjanna. Stundum eru allir aumingjar og stundum eru allir kóngar. En það varir yfirleitt stutt í einu.Margt sem við vitum ekki Leitin að hinu fullkomna jafnvægi í samfélagi mannanna er völundarhús og vegur alltaf salt. Hugmyndir og hugsjónir eru eitt og oft eru hræðilegustu afglöpin vörðuð af góðri hugmynd og fullvissu. Það eru yfirleitt mannlegir breyskleikar sem verða þeim að falli. Leti, eigingirni, hroki, reiði og allt þetta dót. Það er svo margt sem við vitum ekki og skiljum ekki en teljum okkur vita og skilja. Sólin er til dæmis ekki endilega gul, þótt mér finnist hún vera það. Ég hef reynt að forða mér frá því að dragast inn í þetta þras. Mér finnst að það eigi að byggja Landspítalann. Það er eitthvað sem er áþreifanlegt og raunverulegt. Mér er alveg sama um ESB, hvort við göngum í það eða ekki. Ég held að það breyti engu stóru. Sumir segja að við séum í því hvort sem er. En það er kannski einhver vitleysa. Mér finnst evran ljótur peningur og ég get ekki fyrirgefið ESB að hafa bannað sænskt munntóbak.Það er vitlaust gefið Ég hef aðeins verið að kommentera á stjórnmálin að undanförnu. Og helst út frá því að mér finnst stjórnsýslan sjálf mega vera betri, þ.e.a.s. regluverkið, hvernig við skipuleggjum samfélagið. Mér finnst umgjörðin nokkuð skýr en mér finnst þurfa að skýra betur útfærslur og inntak. Margir vilja meina að ný stjórnarskrá muni leysa þetta. Ég veit það ekki. Mér finnst mjög mikilvægt að Ísland fái ný umferðarlög. Alþingi hefur ekki getað komið sér saman um þau í átta ár. Umferðarlögin eru úrelt. Og mér finnst það kannski fyrst og fremst táknrænt frekar en hættulegt og dýrt. Hvernig getur Alþingi, sem getur ekki komið sér saman um einföld umferðarlög svo fólkið í landinu geti komist slysalaust á milli staða með einföldum og skýrum hætti, nokkurn tímann komið sér saman um eitthvað sem skiptir máli? Það segir í lögum að Reykjavík sé höfuðborg Íslands. En það er ekkert um hvað í því felst. Það er því huglægt mat hvers og eins og enn eitt málið sem hægt er að þrasa um. Hvernig væri að fara að taka öll þessi atriði fyrir og skilgreina þau? Íslenskt regluverk er því miður alltof oft hrákasmíði, sett saman meira af vilja en getu. Og þá verður samfélagið eins og að spila spil þar sem reglurnar eru ekki á hreinu og fólk nær árangri með frekju og yfirgangi. Sumir mega gera aftur og kasta teningnum tvisvar en aðrir ekki. Og enginn virðist skilja af hverju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Jón Gnarr Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Ég hef aldrei skipt mér neitt sérstaklega af stjórnmálum, nema einu sinni og þá með nokkuð afdrifaríkum hætti. Ég hef nokkrum sinnum skráð mig í stjórnmálaflokk til að geta stutt eða kosið einhvern vin minn eða kunningja í prófkjöri eða slíku. Annars leiðist mér þetta pólitíska þref, þessir flokkadrættir og þras, sem alltaf verður svo afskaplega þreytandi og leiðinlegt. Á endanum er þetta bara eitthvað fólk sem er að reyna að gera sitt besta en í umhverfi sem er ekki alltaf að vinna með því. Inn á milli eru svo nokkrir eigingjarnir frekjudallar sem finnst meira til sín og sinna koma en annarra. Það er bara eins og alls staðar annars staðar. Ég er, mér vitandi, ekki meðlimur í neinum stjórnmálaflokki. Ég styð engan einn sérstaklega og er ekki heldur neitt sérstaklega á móti neinum heldur. Ég hef til dæmis ekkert á móti Framsóknarflokknum, þótt sumt af því fólki sem starfar innan hans fari oft í taugarnar á mér. Það fer fólk úr öllum flokkum í taugarnar á mér. Það að fólk sé vel innrætt, kurteist og ærlegt finnst mér skipta meira máli en í hvaða flokki það er. Ég hef heldur aldrei getað haldið með neinu íþróttafélagi. Ég einhvern veginn held alltaf með þeim sem er að tapa. Kannski er það vegna þess að ég hef alltaf upplifað mig og mína sem aumingja. Ég er aumingi, kominn af aumingjum. Ef ég er spurður þá segist ég vera anarkisti. Mér finnst það fínt. Ég trúi á einstaklinginn og frelsi hans og rétt til að haga lífi sínu að eigin vilja og án afskipta annarra, svo framarlega sem hann er ekki að skaða sjálfan sig eða aðra. Það er mín grundvallarskoðun. Mér finnst til dæmis að ég eigi að fá að heita það sem ég vil og finnst engum koma það við. En ég trúi líka á samkennd og meðlíðan og samfélagslegan stuðning við okkar minnstu bræður og systur. Þetta er draumasamfélag að mínum dómi, þar sem allir fá að njóta sín á meðan vel er séð um lítilmagnana. En það er náttúrlega flókin útfærsla. Stundum hafa aumingjarnir það gott á kostnað hinna og stundum maka þeir síðarnefndu krókinn á kostnað aumingjanna. Stundum eru allir aumingjar og stundum eru allir kóngar. En það varir yfirleitt stutt í einu.Margt sem við vitum ekki Leitin að hinu fullkomna jafnvægi í samfélagi mannanna er völundarhús og vegur alltaf salt. Hugmyndir og hugsjónir eru eitt og oft eru hræðilegustu afglöpin vörðuð af góðri hugmynd og fullvissu. Það eru yfirleitt mannlegir breyskleikar sem verða þeim að falli. Leti, eigingirni, hroki, reiði og allt þetta dót. Það er svo margt sem við vitum ekki og skiljum ekki en teljum okkur vita og skilja. Sólin er til dæmis ekki endilega gul, þótt mér finnist hún vera það. Ég hef reynt að forða mér frá því að dragast inn í þetta þras. Mér finnst að það eigi að byggja Landspítalann. Það er eitthvað sem er áþreifanlegt og raunverulegt. Mér er alveg sama um ESB, hvort við göngum í það eða ekki. Ég held að það breyti engu stóru. Sumir segja að við séum í því hvort sem er. En það er kannski einhver vitleysa. Mér finnst evran ljótur peningur og ég get ekki fyrirgefið ESB að hafa bannað sænskt munntóbak.Það er vitlaust gefið Ég hef aðeins verið að kommentera á stjórnmálin að undanförnu. Og helst út frá því að mér finnst stjórnsýslan sjálf mega vera betri, þ.e.a.s. regluverkið, hvernig við skipuleggjum samfélagið. Mér finnst umgjörðin nokkuð skýr en mér finnst þurfa að skýra betur útfærslur og inntak. Margir vilja meina að ný stjórnarskrá muni leysa þetta. Ég veit það ekki. Mér finnst mjög mikilvægt að Ísland fái ný umferðarlög. Alþingi hefur ekki getað komið sér saman um þau í átta ár. Umferðarlögin eru úrelt. Og mér finnst það kannski fyrst og fremst táknrænt frekar en hættulegt og dýrt. Hvernig getur Alþingi, sem getur ekki komið sér saman um einföld umferðarlög svo fólkið í landinu geti komist slysalaust á milli staða með einföldum og skýrum hætti, nokkurn tímann komið sér saman um eitthvað sem skiptir máli? Það segir í lögum að Reykjavík sé höfuðborg Íslands. En það er ekkert um hvað í því felst. Það er því huglægt mat hvers og eins og enn eitt málið sem hægt er að þrasa um. Hvernig væri að fara að taka öll þessi atriði fyrir og skilgreina þau? Íslenskt regluverk er því miður alltof oft hrákasmíði, sett saman meira af vilja en getu. Og þá verður samfélagið eins og að spila spil þar sem reglurnar eru ekki á hreinu og fólk nær árangri með frekju og yfirgangi. Sumir mega gera aftur og kasta teningnum tvisvar en aðrir ekki. Og enginn virðist skilja af hverju.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun