80 kíló af MDMA í Norrænu: Sleppt úr gæsluvarðhaldi án peninga og skilríkja Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. október 2015 14:30 Frá aðgerðum tollayfirvalda á Seyðisfirði þegar parið var handtekið. vísir Hollensk kona sem losnaði úr gæsluvarðhaldi í gær var allslaus þegar hún fór úr fangelsinu á Akureyri þar sem hún var í haldi. Samkvæmt heimildum Vísis var hún meðal annars án peninga og skilríkja en ekki liggur fyrir hvar hún dvaldi í nótt. Lögreglan á Austurlandi lagði hald á persónulegar eigur konunnar þegar hún var handtekin í byrjun september, grunuð um smygl á 80 kílóum af MDMA til landsins. Maðurinn hennar var einnig handtekinn en parið kom hingað með Norrænu og faldi fíkniefnin í húsbíl.„Í fjárhagskröggum en samt hafi þau ákveðið að fara í dýra Íslandsferð“ Konan sætir nú farbanni til 21. október samkvæmt dómi Hæstaréttar en Héraðsdómur Austurlands hafði áður úrskurðað konuna í gæsluvarðhald. Maðurinn sætir gæsluvarðhaldi til 3. nóvember. Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að ekki sé samræmi með framburði konunnar og mannsins að mati lögreglunnar, meðal annars varðandi það hvert för þeirra var heitið. Segir í úrskurðinum að konan hafi ekki gefið „skynsamlegar skýringar á þessu ósamræmi. Þá hafi hún borið skýrt um að þau eiginmaðurinn hafi verið í fjárhagskröggum, en samt hafi þau ákveðið að fara í dýra Íslandsferð.“ Konan hafi auk þess ekki gefið skynsamlegar skýringar á því hvaðan hún haldi að peningarnir fyrir ferðinni hafi komið.Fangelsismálayfirvöld benda á hjálparsamtök „Í dag klukkan þrjú mun konan fá afhenta þá persónulegu muni sem hún hefur óskað eftir og lögreglan telur rétt að hún fái,“ segir Jónas Vilhelmsson hjá lögreglunni á Austurlandi sem fer með rannsókn málsins. Páll Winkel fangelsismálastjóri segist ekki geta tjáð sig um einstök mál en lögum samkvæmt megi Fangelsismálastofnun einfaldlega ekki halda manneskju mínútu lengur en gæsluvarðhaldsúrskurður kveður á um. „Slíkt er brot á lögum og við sem stofnun værum bara skaðabótaskyld ef við værum að halda fólki án dóms og laga. Það sem við getum hins vegar gert er að benda fólki á hjálparsamtök á borð við Rauða krossinn, Hjálpræðisherinn eða félagsþjónustuna,“ segir Páll. Ekki náðist í verjanda konunnar við vinnslu fréttarinnar. Tengdar fréttir Erlent par úrskurðað í gæsluvarðhald vegna fíkniefnafundarins Tollverðir og lögregla fundum um níutíu kíló af hörðum efnum við leit þegar Norræna kom til Seyðisfjarðar í gær. 9. september 2015 16:54 80 kíló af MDMA í niðursuðudósum, varadekki og gaskútum Annar grunuðu hefur játað að hafa vitað um tilvist efnanna og hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald 14. september 2015 16:44 Fíkniefnin fundust í kjölfar áhættugreiningar tollayfirvalda Efnin fundust í kjölfar áhættugreiningar tollsins á Íslandi í samvinnu við tollayfirvöld í Færeyjum og lögreglu á Íslandi. 9. september 2015 19:00 Fíkniefnin í Norrænu: Konan látin laus en sætir enn farbanni Héraðsdómur úrskurðaði konuna í síðustu viku í áframhaldandi gæsluvarðhald til 21. október en þeim úrskurði var hrundið í Hæstarétti. 13. október 2015 20:15 Yrði eitt af stærstu fíkniefnamálum Íslands Lagt var hald á umtalsvert magn af fíkniefnum í Norrænu í gær. 9. september 2015 14:38 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira
Hollensk kona sem losnaði úr gæsluvarðhaldi í gær var allslaus þegar hún fór úr fangelsinu á Akureyri þar sem hún var í haldi. Samkvæmt heimildum Vísis var hún meðal annars án peninga og skilríkja en ekki liggur fyrir hvar hún dvaldi í nótt. Lögreglan á Austurlandi lagði hald á persónulegar eigur konunnar þegar hún var handtekin í byrjun september, grunuð um smygl á 80 kílóum af MDMA til landsins. Maðurinn hennar var einnig handtekinn en parið kom hingað með Norrænu og faldi fíkniefnin í húsbíl.„Í fjárhagskröggum en samt hafi þau ákveðið að fara í dýra Íslandsferð“ Konan sætir nú farbanni til 21. október samkvæmt dómi Hæstaréttar en Héraðsdómur Austurlands hafði áður úrskurðað konuna í gæsluvarðhald. Maðurinn sætir gæsluvarðhaldi til 3. nóvember. Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að ekki sé samræmi með framburði konunnar og mannsins að mati lögreglunnar, meðal annars varðandi það hvert för þeirra var heitið. Segir í úrskurðinum að konan hafi ekki gefið „skynsamlegar skýringar á þessu ósamræmi. Þá hafi hún borið skýrt um að þau eiginmaðurinn hafi verið í fjárhagskröggum, en samt hafi þau ákveðið að fara í dýra Íslandsferð.“ Konan hafi auk þess ekki gefið skynsamlegar skýringar á því hvaðan hún haldi að peningarnir fyrir ferðinni hafi komið.Fangelsismálayfirvöld benda á hjálparsamtök „Í dag klukkan þrjú mun konan fá afhenta þá persónulegu muni sem hún hefur óskað eftir og lögreglan telur rétt að hún fái,“ segir Jónas Vilhelmsson hjá lögreglunni á Austurlandi sem fer með rannsókn málsins. Páll Winkel fangelsismálastjóri segist ekki geta tjáð sig um einstök mál en lögum samkvæmt megi Fangelsismálastofnun einfaldlega ekki halda manneskju mínútu lengur en gæsluvarðhaldsúrskurður kveður á um. „Slíkt er brot á lögum og við sem stofnun værum bara skaðabótaskyld ef við værum að halda fólki án dóms og laga. Það sem við getum hins vegar gert er að benda fólki á hjálparsamtök á borð við Rauða krossinn, Hjálpræðisherinn eða félagsþjónustuna,“ segir Páll. Ekki náðist í verjanda konunnar við vinnslu fréttarinnar.
Tengdar fréttir Erlent par úrskurðað í gæsluvarðhald vegna fíkniefnafundarins Tollverðir og lögregla fundum um níutíu kíló af hörðum efnum við leit þegar Norræna kom til Seyðisfjarðar í gær. 9. september 2015 16:54 80 kíló af MDMA í niðursuðudósum, varadekki og gaskútum Annar grunuðu hefur játað að hafa vitað um tilvist efnanna og hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald 14. september 2015 16:44 Fíkniefnin fundust í kjölfar áhættugreiningar tollayfirvalda Efnin fundust í kjölfar áhættugreiningar tollsins á Íslandi í samvinnu við tollayfirvöld í Færeyjum og lögreglu á Íslandi. 9. september 2015 19:00 Fíkniefnin í Norrænu: Konan látin laus en sætir enn farbanni Héraðsdómur úrskurðaði konuna í síðustu viku í áframhaldandi gæsluvarðhald til 21. október en þeim úrskurði var hrundið í Hæstarétti. 13. október 2015 20:15 Yrði eitt af stærstu fíkniefnamálum Íslands Lagt var hald á umtalsvert magn af fíkniefnum í Norrænu í gær. 9. september 2015 14:38 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira
Erlent par úrskurðað í gæsluvarðhald vegna fíkniefnafundarins Tollverðir og lögregla fundum um níutíu kíló af hörðum efnum við leit þegar Norræna kom til Seyðisfjarðar í gær. 9. september 2015 16:54
80 kíló af MDMA í niðursuðudósum, varadekki og gaskútum Annar grunuðu hefur játað að hafa vitað um tilvist efnanna og hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald 14. september 2015 16:44
Fíkniefnin fundust í kjölfar áhættugreiningar tollayfirvalda Efnin fundust í kjölfar áhættugreiningar tollsins á Íslandi í samvinnu við tollayfirvöld í Færeyjum og lögreglu á Íslandi. 9. september 2015 19:00
Fíkniefnin í Norrænu: Konan látin laus en sætir enn farbanni Héraðsdómur úrskurðaði konuna í síðustu viku í áframhaldandi gæsluvarðhald til 21. október en þeim úrskurði var hrundið í Hæstarétti. 13. október 2015 20:15
Yrði eitt af stærstu fíkniefnamálum Íslands Lagt var hald á umtalsvert magn af fíkniefnum í Norrænu í gær. 9. september 2015 14:38