Þjóföld er gengin í garð skjóðan skrifar 14. október 2015 11:00 vísir Í aðdraganda hrunsins gengu menn óvarlega um gleðinnar dyr. Fyrirtæki, heimili og fjármálastofnanir skuldsettu sig um of með afleiðingum, sem óþarft er að rekja hér. Dómskerfið er önnum kafið við að dæma suma helstu bankamenn og viðskiptajöfra landsins fyrir hrun í fangelsi. Þeim er gefið að sök að hafa með skipulögðum hætti reynt að halda uppi verði hlutabréfa og þannig misnotað markaðinn og blekkt. Þeim er gefið að sök að hafa með lánveitingum og öðrum viðskiptagjörningum valdið fjártjónshættu og jafnvel beinu fjártjóni fyrir bankana og eigendur þeirra. Víðtæk samstaða virðist ríkja um það milli ákæruvalds og dómstóla að sú krafa almennings að bankamenn skuli dregnir til ábyrgðar fyrir hrunið sé réttmæt og að við henni skuli orðið með öllum ráðum. Lítið hefur hins vegar verið hróflað við því regluverki og eftirlitskerfi sem brugðust fyrir hrun en þeim mun meira kapp lagt á að koma bankamönnum í fangelsi með prýðilegum árangri. Þessi forgangsröðun er röng þótt hún slái eflaust á „réttláta“ reiði í samfélaginu um stund. Viðskipti með hlutabréf Símans hefjast í Kauphöllinni á næstu dögum að loknu hlutafjárútboði. Arion banki, stærsti hluthafi Símans, sér um útboðið. Bankinn sá líka um sölu í ágúst á 5 prósenta hlut í Símanum til stjórnenda fyrirtækisins og valinna vildarvina bankans. Þeir hlutir voru seldir á sérstöku afsláttarverði, mun lægra en útboðsgenginu. Á örfáum vikum nemur gróði hinna útvöldu 720 milljónum. Íslenska ríkið á 13 prósenta hlut í Arion banka og því hefur þessi afsláttarsala til vildarvina rýrt eignarhluta ríkisins um hátt í hundrað milljónir. Bankinn hefur gefið þá skýringu á afsláttarsölunni að hún hafi verið gerð til að koma í veg fyrir verðfall á hlutabréfum í bankanum, sem bankinn taldi að gæti orðið ef öll bréfin yrðu seld í opnu útboði. Ekki verður annað séð en að sala Símabréfanna til vildarvina uppfylli þannig lykilskilyrði sem íslenskir dómstólar hafa vísað til við uppkvaðningu þungra fangelsisdóma yfir bankamönnum að undanförnu – hún felur í sér fjártjón fyrir bankann og eigendur hans og skipulega markaðsmisnotkun til að halda uppi verði hlutabréfa. Þá gengur það gegn öllum góðum reglum að fjármálafyrirtæki, sem jafnframt er stór hluthafi í fyrirtæki sem sett er á markað, annist útboð og skráningu þess sjálft. Víða eru í gildi lög sem banna slíkt. Dæmin um sérkjör til vildarvina á eignum sem bankarnir leystu til sín eftir hrunið eru fleiri og allir stóru bankarnir leika þennan leik. Þjóföld er gengin í garð.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Í aðdraganda hrunsins gengu menn óvarlega um gleðinnar dyr. Fyrirtæki, heimili og fjármálastofnanir skuldsettu sig um of með afleiðingum, sem óþarft er að rekja hér. Dómskerfið er önnum kafið við að dæma suma helstu bankamenn og viðskiptajöfra landsins fyrir hrun í fangelsi. Þeim er gefið að sök að hafa með skipulögðum hætti reynt að halda uppi verði hlutabréfa og þannig misnotað markaðinn og blekkt. Þeim er gefið að sök að hafa með lánveitingum og öðrum viðskiptagjörningum valdið fjártjónshættu og jafnvel beinu fjártjóni fyrir bankana og eigendur þeirra. Víðtæk samstaða virðist ríkja um það milli ákæruvalds og dómstóla að sú krafa almennings að bankamenn skuli dregnir til ábyrgðar fyrir hrunið sé réttmæt og að við henni skuli orðið með öllum ráðum. Lítið hefur hins vegar verið hróflað við því regluverki og eftirlitskerfi sem brugðust fyrir hrun en þeim mun meira kapp lagt á að koma bankamönnum í fangelsi með prýðilegum árangri. Þessi forgangsröðun er röng þótt hún slái eflaust á „réttláta“ reiði í samfélaginu um stund. Viðskipti með hlutabréf Símans hefjast í Kauphöllinni á næstu dögum að loknu hlutafjárútboði. Arion banki, stærsti hluthafi Símans, sér um útboðið. Bankinn sá líka um sölu í ágúst á 5 prósenta hlut í Símanum til stjórnenda fyrirtækisins og valinna vildarvina bankans. Þeir hlutir voru seldir á sérstöku afsláttarverði, mun lægra en útboðsgenginu. Á örfáum vikum nemur gróði hinna útvöldu 720 milljónum. Íslenska ríkið á 13 prósenta hlut í Arion banka og því hefur þessi afsláttarsala til vildarvina rýrt eignarhluta ríkisins um hátt í hundrað milljónir. Bankinn hefur gefið þá skýringu á afsláttarsölunni að hún hafi verið gerð til að koma í veg fyrir verðfall á hlutabréfum í bankanum, sem bankinn taldi að gæti orðið ef öll bréfin yrðu seld í opnu útboði. Ekki verður annað séð en að sala Símabréfanna til vildarvina uppfylli þannig lykilskilyrði sem íslenskir dómstólar hafa vísað til við uppkvaðningu þungra fangelsisdóma yfir bankamönnum að undanförnu – hún felur í sér fjártjón fyrir bankann og eigendur hans og skipulega markaðsmisnotkun til að halda uppi verði hlutabréfa. Þá gengur það gegn öllum góðum reglum að fjármálafyrirtæki, sem jafnframt er stór hluthafi í fyrirtæki sem sett er á markað, annist útboð og skráningu þess sjálft. Víða eru í gildi lög sem banna slíkt. Dæmin um sérkjör til vildarvina á eignum sem bankarnir leystu til sín eftir hrunið eru fleiri og allir stóru bankarnir leika þennan leik. Þjóföld er gengin í garð.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira