Kirkjan krefur ríkið um 230 milljónir króna Sveinn Arnarsson skrifar 14. október 2015 07:00 Kirkjan telur að ekki megi draga sértekjur frá til lækkunar á greiðslum frá ríki. vísir/gva Forsvarsmenn þjóðkirkjunnar vilja að ríkissjóður veiti 230 milljónum meira til kirkjunnar á næsta ári en til stendur samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Þetta kemur fram í bréfi Agnesar Sigurðardóttur biskups til fjárlaganefndar þingsins. Fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár gerir ráð fyrir að úr ríkissjóði renni 1.580 milljónir króna til þjóðkirkjunnar. Hins vegar er gert ráð fyrir að almennur rekstur hennar muni kosta rúmlega 1,8 milljarða.Agnes Sigurðardóttir, biskupFjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir að 229 milljónir króna renni til kirkjunnar í formi sértekna stofnunarinnar og reiknast það til frádráttar heildarframlagi kirkjunnar. Þetta eru kirkjunnar menn ekki sáttir við og benda á samning milli ríkis og kirkju um rekstrarkostnað vegna prestsembætta og prófasta, rekstrarkostnað Biskupsstofu, framlag til kristnisjóðs og sérframlög til þjóðkirkjunnar frá árinu 1998. Björn Bjarnason var þáverandi dóms- og kirkjumálaráðherra. „Kirkjan telur að áttunda grein samningsins á milli ríkis og kirkju sé skýr um að ekki eigi að draga sértekjur frá til lækkunar á skuldbindingum ríkisins. Kirkjan leggur áherslu á að ríkið standi við sinn hluta samningsins,“ segir Tinna Víðisdóttir, framkvæmdastjóri Kirkjuráðs.Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Píratavísir/vilhelmÁttunda grein samningsins er nokkuð skýr. „Framlag úr ríkissjóði er óháð öðrum tekjum sem þjóðkirkjan kann að afla,“ segir í greininni. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir þennan samning vera mjög hagstæðan fyrir kirkju. „Þjóðkirkjan er sátt við fyrirkomulagið og vill auðvitað að það sé staðið við samninginn við hana. Þetta er hluti af gömlu samkomulagi þar sem kirkjan nýtur gífurlega forréttinda.“ Helgi segir að kirkjan gæti sagt upp samningnum ef það telur ríkið ekki standa við sinn hluta. Hann býst hins vegar ekki við því að kirkjan geri það. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Forsvarsmenn þjóðkirkjunnar vilja að ríkissjóður veiti 230 milljónum meira til kirkjunnar á næsta ári en til stendur samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Þetta kemur fram í bréfi Agnesar Sigurðardóttur biskups til fjárlaganefndar þingsins. Fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár gerir ráð fyrir að úr ríkissjóði renni 1.580 milljónir króna til þjóðkirkjunnar. Hins vegar er gert ráð fyrir að almennur rekstur hennar muni kosta rúmlega 1,8 milljarða.Agnes Sigurðardóttir, biskupFjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir að 229 milljónir króna renni til kirkjunnar í formi sértekna stofnunarinnar og reiknast það til frádráttar heildarframlagi kirkjunnar. Þetta eru kirkjunnar menn ekki sáttir við og benda á samning milli ríkis og kirkju um rekstrarkostnað vegna prestsembætta og prófasta, rekstrarkostnað Biskupsstofu, framlag til kristnisjóðs og sérframlög til þjóðkirkjunnar frá árinu 1998. Björn Bjarnason var þáverandi dóms- og kirkjumálaráðherra. „Kirkjan telur að áttunda grein samningsins á milli ríkis og kirkju sé skýr um að ekki eigi að draga sértekjur frá til lækkunar á skuldbindingum ríkisins. Kirkjan leggur áherslu á að ríkið standi við sinn hluta samningsins,“ segir Tinna Víðisdóttir, framkvæmdastjóri Kirkjuráðs.Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Píratavísir/vilhelmÁttunda grein samningsins er nokkuð skýr. „Framlag úr ríkissjóði er óháð öðrum tekjum sem þjóðkirkjan kann að afla,“ segir í greininni. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir þennan samning vera mjög hagstæðan fyrir kirkju. „Þjóðkirkjan er sátt við fyrirkomulagið og vill auðvitað að það sé staðið við samninginn við hana. Þetta er hluti af gömlu samkomulagi þar sem kirkjan nýtur gífurlega forréttinda.“ Helgi segir að kirkjan gæti sagt upp samningnum ef það telur ríkið ekki standa við sinn hluta. Hann býst hins vegar ekki við því að kirkjan geri það.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira