Grindvíkingar eru að lifna við í 1. deild karla en liðið vann dramatískan 3-2 sigur á Þór á Þórsvellinum á Akureyri í kvöld. Með sigrinum komust Grindvíkingar upp í sjötta sæti deildarinnar.
Grindavík komst í 3-0 í fyrri hálfleik en Þór minnkaði muninn í tvö mörk rétt fyrir hálfleik og svo ennfremur í eitt mark þegar fjórtán mínútur voru til leiksloka.
Maciej Majewski markvörður bjargaði síðan öllum stigunum fyrir gestina úr Grindavík með því að verja vítaspyrnu Jóhanns Helga Hannessonar á fimmtu mínútu í uppbótartíma.
Tomislav Misura skoraði tvö mörk fyrir Grindavík og Jósef Kristinn Jósefsson var með eitt mark auk þess að leggja upp fyrsta markið fyrir Misura.
Ármann Pétur Ævarsson og varamaðurinn Jónas Björgvin Sigurbergsson minnkuðu muninn fyrir Þórsliðið, Ármann Pétur eftir hornspyrnu og Jónas Björgvin eftir einstaklingsframtak.
Grindvíkingar enduðu leikinn manni færri eftir að Ásgeir Þór Ingólfsson fékk sitt annað gula spjald en tókst að halda út og landa sigri og þremur stigum. Það munaði þó litlu eftir að Þórsarar fengu vítið í lokin.
Grindavík fékk aðeins fjögur stig í fyrstu fimm leikjunum en hefur nú unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum í 1. deildinni og þeir hafa skilað liðinu upp í efri hluta deildarinnar.
Grindavíkurliðið hefur nú þrettán stig en liðið hoppaði upp fyrir Fram (10 stig), HK (12 stig) og Hauka (12 stig) í töflunni með þessum sigri. Þórsarar eru tveimur stigum ofar með fimmtán stig.
Grindavík komst upp í efri hlutann eftir sigur á Akureyri
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Fram einum sigri frá úrslitum
Handbolti


„Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta”
Íslenski boltinn

Selfoss jafnaði metin
Handbolti

„Bara einn leikur og áfram með smjörið“
Körfubolti



„Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik”
Íslenski boltinn
