Virkar skuldaleiðréttingin? – Já, hún virkar sannarlega! Þorsteinn Sæmundsson skrifar 3. júlí 2015 07:00 Nýútkomin skýrsla fjármálaráðherra um skuldaleiðréttinguna staðfestir svo ekki verður um villst að markmið skuldaleiðréttingar ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hafa náðst fullkomlega. Ef skýrslan er borin saman við kynningu leiðréttingarinnar á sínum tíma kemur í ljós hversu vel undirbúin framkvæmd leiðréttingarinnar var. Eins og allir vita nam heildarumfang leiðréttingarinnar 150 milljörðum króna, 80 milljarðar í beina leiðréttingu og um 70 milljarðar með nýtingu séreignarsparnaðar. Dreifing hinnar beinu leiðréttingar, 80 milljarðanna, var í samræmi við væntingar því markmiðið var að leiðrétta útgjöld heimila sem urðu vegna verðbólgu umfram markmið Seðlabankans á tilgreindum tíma. Langstærstur hluti leiðréttingarinnar kom í hlut lág- og millitekjuhópa, s.s. heimila sem samanstanda af tveimur ASÍ-félögum, tveimur BSRB-félögum eða tveimur BHM-félögum. Meirihluti leiðréttingarinnar kom í hlut heimila sem skulduðu meira en helming í íbúðarhúsnæði sínu. Markmið leiðréttingarinnar um réttlæti og sanngirni rættust því að fullu. Þegar almenn aðgerð af þessari stærðargráðu er framkvæmd fer ekki hjá því að lítill hluti fellur í skaut hópum sem ekki þurfa aðstoðar við. Þannig hefur nokkuð farið fyrir því í fjölmiðlum að 1.250 heimili sem greiddu auðlegðarskatt fengu 1,5 milljarða í leiðréttingu. Það þýðir að 55.800 heimili skiptu með sér rúmum 88 milljörðum. Auk þessa hafa 34 þúsund heimili nýtt sér séreignarsparnaðarleiðina. Þeir sem ekki trúðu á þessa leið og treystu sér ekki til að fara hana auk þeirra sem voru beinlínis á móti því að leiðrétta skuldir íslenskra heimila hafa farið mikinn gegn aðgerðinni og beitt hinum og þessum blekkingum í því skyni. Það er aftur á móti athugunarefni fyrir alla þá sem nutu leiðréttingarinnar að hluti stjórnmálamanna var á móti henni. Sumir þeirra sóttu reyndar um og gátu hugsað sér að njóta ávaxtanna. Þegar öllu er á botninn hvolft skiptir þó ekki máli hvað einstakir andstæðingar leiðréttingarinnar hafa látið sér um munn fara. Niðurstaðan skiptir þær tugþúsundir heimila sem nutu leiðréttingarinnar mestu. Þið öll sem fenguð lækkun höfuðstóls, sem búið nú við lægri greiðslubyrði til langrar framtíðar, vitið best að skuldaleiðréttingin virkar. Okkur sem börðumst fyrir leiðréttingunni langa hríð og sáum hana verða að veruleika skiptir líka mestu hversu miklu hún hefur breytt fyrir svo marga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Nýútkomin skýrsla fjármálaráðherra um skuldaleiðréttinguna staðfestir svo ekki verður um villst að markmið skuldaleiðréttingar ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hafa náðst fullkomlega. Ef skýrslan er borin saman við kynningu leiðréttingarinnar á sínum tíma kemur í ljós hversu vel undirbúin framkvæmd leiðréttingarinnar var. Eins og allir vita nam heildarumfang leiðréttingarinnar 150 milljörðum króna, 80 milljarðar í beina leiðréttingu og um 70 milljarðar með nýtingu séreignarsparnaðar. Dreifing hinnar beinu leiðréttingar, 80 milljarðanna, var í samræmi við væntingar því markmiðið var að leiðrétta útgjöld heimila sem urðu vegna verðbólgu umfram markmið Seðlabankans á tilgreindum tíma. Langstærstur hluti leiðréttingarinnar kom í hlut lág- og millitekjuhópa, s.s. heimila sem samanstanda af tveimur ASÍ-félögum, tveimur BSRB-félögum eða tveimur BHM-félögum. Meirihluti leiðréttingarinnar kom í hlut heimila sem skulduðu meira en helming í íbúðarhúsnæði sínu. Markmið leiðréttingarinnar um réttlæti og sanngirni rættust því að fullu. Þegar almenn aðgerð af þessari stærðargráðu er framkvæmd fer ekki hjá því að lítill hluti fellur í skaut hópum sem ekki þurfa aðstoðar við. Þannig hefur nokkuð farið fyrir því í fjölmiðlum að 1.250 heimili sem greiddu auðlegðarskatt fengu 1,5 milljarða í leiðréttingu. Það þýðir að 55.800 heimili skiptu með sér rúmum 88 milljörðum. Auk þessa hafa 34 þúsund heimili nýtt sér séreignarsparnaðarleiðina. Þeir sem ekki trúðu á þessa leið og treystu sér ekki til að fara hana auk þeirra sem voru beinlínis á móti því að leiðrétta skuldir íslenskra heimila hafa farið mikinn gegn aðgerðinni og beitt hinum og þessum blekkingum í því skyni. Það er aftur á móti athugunarefni fyrir alla þá sem nutu leiðréttingarinnar að hluti stjórnmálamanna var á móti henni. Sumir þeirra sóttu reyndar um og gátu hugsað sér að njóta ávaxtanna. Þegar öllu er á botninn hvolft skiptir þó ekki máli hvað einstakir andstæðingar leiðréttingarinnar hafa látið sér um munn fara. Niðurstaðan skiptir þær tugþúsundir heimila sem nutu leiðréttingarinnar mestu. Þið öll sem fenguð lækkun höfuðstóls, sem búið nú við lægri greiðslubyrði til langrar framtíðar, vitið best að skuldaleiðréttingin virkar. Okkur sem börðumst fyrir leiðréttingunni langa hríð og sáum hana verða að veruleika skiptir líka mestu hversu miklu hún hefur breytt fyrir svo marga.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar