Yfirlæknir á LSH: Óásættanlegt og á sér ekki hliðstæðu í nágrannalöndunum Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 3. maí 2015 18:54 Sigurður Ólafsson yfirlæknir og sérfræðingur í meltingarsjúkdómum segir algerlega óásættanlegt að fólk með lifrarbólgu C fái ekki tilskilin lyf og það eigi sér enga hliðstæðu í nágrannalöndunum. Þarna séu í sumum tilfellum sjúklingar með alvarlegan lifrarsjúkdóm sem fái ekki viðeigandi meðferð. Eins og Stöð 2 sagði frá í gær standa 200 sjúklingum sem hafa greinst með lifrarbólgu einungis til boða lyf sem þykja úrelt í Evrópu og Bandaríkjunum. Þau eru ódýrari í innkaupum en hafa miklar aukaverkanir og miklu minni svörun. Hluti þessa hóps er mjög veikur og getur vart beðið miklu lengur. Sigurður bendir á að lifrarbólga c sé algengasti lifrarsjúkdómur á Vesturlöndum og ein algengasta ástæða skorpulifrar og lifrarbilunar og algeng orsök lifrarígræðslu. „Það er ekki eins og við séum að tala um sjaldgæft fyrirbæri og það er algerlega óásættanlegt ástand að við getum ekki veitt þessum sjúklingum bestu meðferð,“ segir hann. Ólafur Baldursson lækningaforstjóri Landsspítalans sagði í gær að sérfræðingar spítalans vildu kaupa lyfin en Sjúkratryggingar segðu nei. „Það sem skiptir mestu máli núna er að það fáist lausn og hún fáist strax. Fyrir mig sem lækni og sjúklingana mína skiptir ekki mestu máli úr hvaða vasa innan heilbrigðiskerfisins, peningarnir koma, þeir þurfa bara að koma og það fljótlega,“ segir Sigurður Ólafsson. Jakob Falur Garðarsson framkvæmdastjóri Frumtaks, samtaka frumlyfjaframleiðenda segir að lyfin séu notuð í öllum nágrannalöndum okkar. Hann segir að fjárveiting til innkaupa á sjúkrahúslyfjum dugi ekki fyrir lyfjum sem þurfi að nota í ár. Nú hafi heilbrigðisyfirvöld staðfest að engin ný sjúkrahúslyf verði keypt á þessu ári. „Það er því miður bara mjög alvarlegt staða,“ segir Jakob. Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Sigurður Ólafsson yfirlæknir og sérfræðingur í meltingarsjúkdómum segir algerlega óásættanlegt að fólk með lifrarbólgu C fái ekki tilskilin lyf og það eigi sér enga hliðstæðu í nágrannalöndunum. Þarna séu í sumum tilfellum sjúklingar með alvarlegan lifrarsjúkdóm sem fái ekki viðeigandi meðferð. Eins og Stöð 2 sagði frá í gær standa 200 sjúklingum sem hafa greinst með lifrarbólgu einungis til boða lyf sem þykja úrelt í Evrópu og Bandaríkjunum. Þau eru ódýrari í innkaupum en hafa miklar aukaverkanir og miklu minni svörun. Hluti þessa hóps er mjög veikur og getur vart beðið miklu lengur. Sigurður bendir á að lifrarbólga c sé algengasti lifrarsjúkdómur á Vesturlöndum og ein algengasta ástæða skorpulifrar og lifrarbilunar og algeng orsök lifrarígræðslu. „Það er ekki eins og við séum að tala um sjaldgæft fyrirbæri og það er algerlega óásættanlegt ástand að við getum ekki veitt þessum sjúklingum bestu meðferð,“ segir hann. Ólafur Baldursson lækningaforstjóri Landsspítalans sagði í gær að sérfræðingar spítalans vildu kaupa lyfin en Sjúkratryggingar segðu nei. „Það sem skiptir mestu máli núna er að það fáist lausn og hún fáist strax. Fyrir mig sem lækni og sjúklingana mína skiptir ekki mestu máli úr hvaða vasa innan heilbrigðiskerfisins, peningarnir koma, þeir þurfa bara að koma og það fljótlega,“ segir Sigurður Ólafsson. Jakob Falur Garðarsson framkvæmdastjóri Frumtaks, samtaka frumlyfjaframleiðenda segir að lyfin séu notuð í öllum nágrannalöndum okkar. Hann segir að fjárveiting til innkaupa á sjúkrahúslyfjum dugi ekki fyrir lyfjum sem þurfi að nota í ár. Nú hafi heilbrigðisyfirvöld staðfest að engin ný sjúkrahúslyf verði keypt á þessu ári. „Það er því miður bara mjög alvarlegt staða,“ segir Jakob.
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira