17 af 24 stóðust prófið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. apríl 2015 16:40 Prófið í morgun tók tvær klukkustundir. Hér bíða nemendurnir eftir niðurstöðunum sem birtar voru tveimur tímum síðar. 24 íslenskir stúdentar mættu á Grand Hótel í dag með það fyrir augum að þreyta inntökupróf í læknisfræði við Jessenius læknisfræðideildina við Comenius háskólann í Slóvakíu. Háskólinn er staðsettur í höfuðborginni Bratislava en læknisfræðideildin í bænum Martin í bænum Martin. Tugir Íslendinga nema við skólann en þeir fyrstu héldu utan í ágúst 2012 og eru því á þriðja ári við skólann. Að meðtöldum mökum og börnum eru Íslendingarnir í Martin á annað hundrað. Runólfur Oddsson, ræðismaður Slóvakíu á Íslandi sem hélt utan um framkvæmd prófsins í dag, segir í samtali við Vísi að nemendur ytra láti mjög vel af náminu. Nemendur klára námið á sex árum og klíníkin sé svo mikil að ekki þurfi að taka kandídatsár að námi loknu. Allt nám fer fram á ensku en nemendur læra jafnframt slóvakísku.Mest er spurt út í efnafræði á inntökuprófinu í læknisfræðinámið.Vísir/Vilhelm„Nemendurnir geta svo farið til Noregs og unnið á mjög háum launum,“ segir Runólfur sem merkir mikinn áhuga hér á landi að nema læknisfræði ytra. 24 þreyttu prófið í dag og þegar hafa 28 skráð sig í annað próf sem fram fer hér á landi í júní. „Það stefnir í að helmingurinn af íslenskum læknum verði menntaður þarna og helmingurinn hérna heima,“ segir Runólfur. Um 1850 nema læknisfræði við skólann en helmingurinn er útlendingar. Um 550 Norðmenn eru við skólann, 120 Svíar og svo 80 Íslendingar. Próftökugjaldið er ekkert en skólagjöldin eru 9500 evrur á ári sem svarar til tæplega 1,4 milljóna króna. Sé allt tekið með í reikninginn þegar borið er saman læknanám hér í höfuðborginni og ytra, þ.e. húsaleiga og uppihald, telur Runólfur síst dýrara að nema í Slóvakíu. Íslendingar hafa fleira til Slóvakíu að sækja að sögn Runólfs. Þann 21. maí verður inntökupróf í læknisfræði og tannlækningar við Palacky háskólann í Olomouc í Tékklandi. Svo um miðjan júní verður inntökupróf í dýralækningar og lyfjafræði við háskóla í Kosice í Króatíu. Þá verður einnig í boði að þreyta inntökupróf við kvikmyndaháskólann í Bratislava. Tengdar fréttir Inntökupróf í læknaskóla þreytt hér Læknaskólinn í Martin í Slóvakíu mun halda inntökupróf hérlendis á miðvikudag. Tveir prófessorar skólans eru væntanlegir vegna prófsins. 27. ágúst 2012 08:00 23 á leið í læknanám í Slóvakíu Alls þreyttu 23 íslenskir háskólanemar inntökupróf í læknisfræði við læknadeildina við Jessenius-háskóla í Slóvakíu í gær. Allir stóðust þeir prófið og munu því hefja nám við skólann næsta haust. 3. maí 2013 07:00 200 læknanemar og sérnámslæknar snúa að óbreyttu ekki heim Læknanemar á lokaári og sérnámslæknar í útlöndum ætla ekki að ráða sig til starfa á Íslandi næsta sumar nema laun lækna verði hækkuð verulega. 27. september 2014 09:00 Þreyttu inntökupróf í læknaskóla í Slóvakíu Ellefu Íslendingar þreyttu í dag inntökupróf í læknaskóla í Slóvakíu. Einn þeirra sem komst inn ákvað á mánudaginn að taka prófið, en námið hefst eftir viku. 29. ágúst 2012 20:30 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
24 íslenskir stúdentar mættu á Grand Hótel í dag með það fyrir augum að þreyta inntökupróf í læknisfræði við Jessenius læknisfræðideildina við Comenius háskólann í Slóvakíu. Háskólinn er staðsettur í höfuðborginni Bratislava en læknisfræðideildin í bænum Martin í bænum Martin. Tugir Íslendinga nema við skólann en þeir fyrstu héldu utan í ágúst 2012 og eru því á þriðja ári við skólann. Að meðtöldum mökum og börnum eru Íslendingarnir í Martin á annað hundrað. Runólfur Oddsson, ræðismaður Slóvakíu á Íslandi sem hélt utan um framkvæmd prófsins í dag, segir í samtali við Vísi að nemendur ytra láti mjög vel af náminu. Nemendur klára námið á sex árum og klíníkin sé svo mikil að ekki þurfi að taka kandídatsár að námi loknu. Allt nám fer fram á ensku en nemendur læra jafnframt slóvakísku.Mest er spurt út í efnafræði á inntökuprófinu í læknisfræðinámið.Vísir/Vilhelm„Nemendurnir geta svo farið til Noregs og unnið á mjög háum launum,“ segir Runólfur sem merkir mikinn áhuga hér á landi að nema læknisfræði ytra. 24 þreyttu prófið í dag og þegar hafa 28 skráð sig í annað próf sem fram fer hér á landi í júní. „Það stefnir í að helmingurinn af íslenskum læknum verði menntaður þarna og helmingurinn hérna heima,“ segir Runólfur. Um 1850 nema læknisfræði við skólann en helmingurinn er útlendingar. Um 550 Norðmenn eru við skólann, 120 Svíar og svo 80 Íslendingar. Próftökugjaldið er ekkert en skólagjöldin eru 9500 evrur á ári sem svarar til tæplega 1,4 milljóna króna. Sé allt tekið með í reikninginn þegar borið er saman læknanám hér í höfuðborginni og ytra, þ.e. húsaleiga og uppihald, telur Runólfur síst dýrara að nema í Slóvakíu. Íslendingar hafa fleira til Slóvakíu að sækja að sögn Runólfs. Þann 21. maí verður inntökupróf í læknisfræði og tannlækningar við Palacky háskólann í Olomouc í Tékklandi. Svo um miðjan júní verður inntökupróf í dýralækningar og lyfjafræði við háskóla í Kosice í Króatíu. Þá verður einnig í boði að þreyta inntökupróf við kvikmyndaháskólann í Bratislava.
Tengdar fréttir Inntökupróf í læknaskóla þreytt hér Læknaskólinn í Martin í Slóvakíu mun halda inntökupróf hérlendis á miðvikudag. Tveir prófessorar skólans eru væntanlegir vegna prófsins. 27. ágúst 2012 08:00 23 á leið í læknanám í Slóvakíu Alls þreyttu 23 íslenskir háskólanemar inntökupróf í læknisfræði við læknadeildina við Jessenius-háskóla í Slóvakíu í gær. Allir stóðust þeir prófið og munu því hefja nám við skólann næsta haust. 3. maí 2013 07:00 200 læknanemar og sérnámslæknar snúa að óbreyttu ekki heim Læknanemar á lokaári og sérnámslæknar í útlöndum ætla ekki að ráða sig til starfa á Íslandi næsta sumar nema laun lækna verði hækkuð verulega. 27. september 2014 09:00 Þreyttu inntökupróf í læknaskóla í Slóvakíu Ellefu Íslendingar þreyttu í dag inntökupróf í læknaskóla í Slóvakíu. Einn þeirra sem komst inn ákvað á mánudaginn að taka prófið, en námið hefst eftir viku. 29. ágúst 2012 20:30 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Inntökupróf í læknaskóla þreytt hér Læknaskólinn í Martin í Slóvakíu mun halda inntökupróf hérlendis á miðvikudag. Tveir prófessorar skólans eru væntanlegir vegna prófsins. 27. ágúst 2012 08:00
23 á leið í læknanám í Slóvakíu Alls þreyttu 23 íslenskir háskólanemar inntökupróf í læknisfræði við læknadeildina við Jessenius-háskóla í Slóvakíu í gær. Allir stóðust þeir prófið og munu því hefja nám við skólann næsta haust. 3. maí 2013 07:00
200 læknanemar og sérnámslæknar snúa að óbreyttu ekki heim Læknanemar á lokaári og sérnámslæknar í útlöndum ætla ekki að ráða sig til starfa á Íslandi næsta sumar nema laun lækna verði hækkuð verulega. 27. september 2014 09:00
Þreyttu inntökupróf í læknaskóla í Slóvakíu Ellefu Íslendingar þreyttu í dag inntökupróf í læknaskóla í Slóvakíu. Einn þeirra sem komst inn ákvað á mánudaginn að taka prófið, en námið hefst eftir viku. 29. ágúst 2012 20:30