17 af 24 stóðust prófið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. apríl 2015 16:40 Prófið í morgun tók tvær klukkustundir. Hér bíða nemendurnir eftir niðurstöðunum sem birtar voru tveimur tímum síðar. 24 íslenskir stúdentar mættu á Grand Hótel í dag með það fyrir augum að þreyta inntökupróf í læknisfræði við Jessenius læknisfræðideildina við Comenius háskólann í Slóvakíu. Háskólinn er staðsettur í höfuðborginni Bratislava en læknisfræðideildin í bænum Martin í bænum Martin. Tugir Íslendinga nema við skólann en þeir fyrstu héldu utan í ágúst 2012 og eru því á þriðja ári við skólann. Að meðtöldum mökum og börnum eru Íslendingarnir í Martin á annað hundrað. Runólfur Oddsson, ræðismaður Slóvakíu á Íslandi sem hélt utan um framkvæmd prófsins í dag, segir í samtali við Vísi að nemendur ytra láti mjög vel af náminu. Nemendur klára námið á sex árum og klíníkin sé svo mikil að ekki þurfi að taka kandídatsár að námi loknu. Allt nám fer fram á ensku en nemendur læra jafnframt slóvakísku.Mest er spurt út í efnafræði á inntökuprófinu í læknisfræðinámið.Vísir/Vilhelm„Nemendurnir geta svo farið til Noregs og unnið á mjög háum launum,“ segir Runólfur sem merkir mikinn áhuga hér á landi að nema læknisfræði ytra. 24 þreyttu prófið í dag og þegar hafa 28 skráð sig í annað próf sem fram fer hér á landi í júní. „Það stefnir í að helmingurinn af íslenskum læknum verði menntaður þarna og helmingurinn hérna heima,“ segir Runólfur. Um 1850 nema læknisfræði við skólann en helmingurinn er útlendingar. Um 550 Norðmenn eru við skólann, 120 Svíar og svo 80 Íslendingar. Próftökugjaldið er ekkert en skólagjöldin eru 9500 evrur á ári sem svarar til tæplega 1,4 milljóna króna. Sé allt tekið með í reikninginn þegar borið er saman læknanám hér í höfuðborginni og ytra, þ.e. húsaleiga og uppihald, telur Runólfur síst dýrara að nema í Slóvakíu. Íslendingar hafa fleira til Slóvakíu að sækja að sögn Runólfs. Þann 21. maí verður inntökupróf í læknisfræði og tannlækningar við Palacky háskólann í Olomouc í Tékklandi. Svo um miðjan júní verður inntökupróf í dýralækningar og lyfjafræði við háskóla í Kosice í Króatíu. Þá verður einnig í boði að þreyta inntökupróf við kvikmyndaháskólann í Bratislava. Tengdar fréttir Inntökupróf í læknaskóla þreytt hér Læknaskólinn í Martin í Slóvakíu mun halda inntökupróf hérlendis á miðvikudag. Tveir prófessorar skólans eru væntanlegir vegna prófsins. 27. ágúst 2012 08:00 23 á leið í læknanám í Slóvakíu Alls þreyttu 23 íslenskir háskólanemar inntökupróf í læknisfræði við læknadeildina við Jessenius-háskóla í Slóvakíu í gær. Allir stóðust þeir prófið og munu því hefja nám við skólann næsta haust. 3. maí 2013 07:00 200 læknanemar og sérnámslæknar snúa að óbreyttu ekki heim Læknanemar á lokaári og sérnámslæknar í útlöndum ætla ekki að ráða sig til starfa á Íslandi næsta sumar nema laun lækna verði hækkuð verulega. 27. september 2014 09:00 Þreyttu inntökupróf í læknaskóla í Slóvakíu Ellefu Íslendingar þreyttu í dag inntökupróf í læknaskóla í Slóvakíu. Einn þeirra sem komst inn ákvað á mánudaginn að taka prófið, en námið hefst eftir viku. 29. ágúst 2012 20:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
24 íslenskir stúdentar mættu á Grand Hótel í dag með það fyrir augum að þreyta inntökupróf í læknisfræði við Jessenius læknisfræðideildina við Comenius háskólann í Slóvakíu. Háskólinn er staðsettur í höfuðborginni Bratislava en læknisfræðideildin í bænum Martin í bænum Martin. Tugir Íslendinga nema við skólann en þeir fyrstu héldu utan í ágúst 2012 og eru því á þriðja ári við skólann. Að meðtöldum mökum og börnum eru Íslendingarnir í Martin á annað hundrað. Runólfur Oddsson, ræðismaður Slóvakíu á Íslandi sem hélt utan um framkvæmd prófsins í dag, segir í samtali við Vísi að nemendur ytra láti mjög vel af náminu. Nemendur klára námið á sex árum og klíníkin sé svo mikil að ekki þurfi að taka kandídatsár að námi loknu. Allt nám fer fram á ensku en nemendur læra jafnframt slóvakísku.Mest er spurt út í efnafræði á inntökuprófinu í læknisfræðinámið.Vísir/Vilhelm„Nemendurnir geta svo farið til Noregs og unnið á mjög háum launum,“ segir Runólfur sem merkir mikinn áhuga hér á landi að nema læknisfræði ytra. 24 þreyttu prófið í dag og þegar hafa 28 skráð sig í annað próf sem fram fer hér á landi í júní. „Það stefnir í að helmingurinn af íslenskum læknum verði menntaður þarna og helmingurinn hérna heima,“ segir Runólfur. Um 1850 nema læknisfræði við skólann en helmingurinn er útlendingar. Um 550 Norðmenn eru við skólann, 120 Svíar og svo 80 Íslendingar. Próftökugjaldið er ekkert en skólagjöldin eru 9500 evrur á ári sem svarar til tæplega 1,4 milljóna króna. Sé allt tekið með í reikninginn þegar borið er saman læknanám hér í höfuðborginni og ytra, þ.e. húsaleiga og uppihald, telur Runólfur síst dýrara að nema í Slóvakíu. Íslendingar hafa fleira til Slóvakíu að sækja að sögn Runólfs. Þann 21. maí verður inntökupróf í læknisfræði og tannlækningar við Palacky háskólann í Olomouc í Tékklandi. Svo um miðjan júní verður inntökupróf í dýralækningar og lyfjafræði við háskóla í Kosice í Króatíu. Þá verður einnig í boði að þreyta inntökupróf við kvikmyndaháskólann í Bratislava.
Tengdar fréttir Inntökupróf í læknaskóla þreytt hér Læknaskólinn í Martin í Slóvakíu mun halda inntökupróf hérlendis á miðvikudag. Tveir prófessorar skólans eru væntanlegir vegna prófsins. 27. ágúst 2012 08:00 23 á leið í læknanám í Slóvakíu Alls þreyttu 23 íslenskir háskólanemar inntökupróf í læknisfræði við læknadeildina við Jessenius-háskóla í Slóvakíu í gær. Allir stóðust þeir prófið og munu því hefja nám við skólann næsta haust. 3. maí 2013 07:00 200 læknanemar og sérnámslæknar snúa að óbreyttu ekki heim Læknanemar á lokaári og sérnámslæknar í útlöndum ætla ekki að ráða sig til starfa á Íslandi næsta sumar nema laun lækna verði hækkuð verulega. 27. september 2014 09:00 Þreyttu inntökupróf í læknaskóla í Slóvakíu Ellefu Íslendingar þreyttu í dag inntökupróf í læknaskóla í Slóvakíu. Einn þeirra sem komst inn ákvað á mánudaginn að taka prófið, en námið hefst eftir viku. 29. ágúst 2012 20:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Inntökupróf í læknaskóla þreytt hér Læknaskólinn í Martin í Slóvakíu mun halda inntökupróf hérlendis á miðvikudag. Tveir prófessorar skólans eru væntanlegir vegna prófsins. 27. ágúst 2012 08:00
23 á leið í læknanám í Slóvakíu Alls þreyttu 23 íslenskir háskólanemar inntökupróf í læknisfræði við læknadeildina við Jessenius-háskóla í Slóvakíu í gær. Allir stóðust þeir prófið og munu því hefja nám við skólann næsta haust. 3. maí 2013 07:00
200 læknanemar og sérnámslæknar snúa að óbreyttu ekki heim Læknanemar á lokaári og sérnámslæknar í útlöndum ætla ekki að ráða sig til starfa á Íslandi næsta sumar nema laun lækna verði hækkuð verulega. 27. september 2014 09:00
Þreyttu inntökupróf í læknaskóla í Slóvakíu Ellefu Íslendingar þreyttu í dag inntökupróf í læknaskóla í Slóvakíu. Einn þeirra sem komst inn ákvað á mánudaginn að taka prófið, en námið hefst eftir viku. 29. ágúst 2012 20:30