„Við ákveðum ekki, né semjum um stjórnarlaun í einstökum fyrirtækjum,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdarstjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við fréttastofu.
Laun stjórnarmanna HB Granda voru hækkuð um 33,3 prósent á síðasta aðalfundi og fara úr 150 þúsund krónum á mánuði upp í 200 þúsund. Formaður stjórnar fær tvöfaldan hlut eða 400 þúsund.
Sjá einnig: Laun stjórnarmanna hækkuð um 33 prósent: „Það gilda bara allt önnur lögmál um þetta fólk“
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, gangrýndi þessa hækkun harkalega í samtali við Vísi og beindi hann spjótum sínum einnig að Samtökum atvinnulífsins. „Þetta er með ólíkindum sérstaklega í ljósi þess að Samtök atvinnulífsins standa hér á öskrum og segja ef menn fylgja ekki einhverjum 3,3 prósenta hækkun þá muni stöðuleikinn hér fara í rúst,“ sagði Vilhjálmur.
Sjá einnig: Óttast að hluthafar HB Granda flýðu ef arðgreiðslunum yrði breytt
Þorsteinn svarar orðum Vilhjálms á þessa leið: „Ég þekki ekki forsendur sem lágu á bakvið ákvörðun um stjórnarlaun í HB Granda. Rétt er þó að benda á að stjórnarlaun í HB Granda eru meðal þeirra lægstu sem þekkist innan Kauphallarinnar. Samtök atvinnulífsins hafa samt sem áður hvatt stjórnendur til þess að ganga á undan með góðu fordæmi til að stuðla að hóflegum launahækkunum.“
Segir stjórnarlaun í HB Granda meðal þeirra lægstu

Tengdar fréttir

Laun stjórnarmanna hækkuð um 33 prósent: „Það gilda bara allt önnur lögmál um þetta fólk“
Laun stjórnarmanna HB Granda voru hækkuð um 33,3 prósent á síðasta aðalfundi og fara úr 150 þúsund krónum á mánuði upp í 200 þúsund.

Greiða hluthöfum rúma 2,7 milljarða í arð
Aðalfundur HB Granda samþykkti í gær að greiða hluthöfum rúma 2,7 milljarða króna í arð.

Óttast að hluthafar HB Granda flýðu ef arðgreiðslunum yrði breytt
Kristján Loftsson, stjórnarformaður HB Granda, segir ekki koma til greina að draga þriggja milljarða arðgreiðslu og þriðjungshækkun á þóknun stjórnarmanna til baka hjá útgerðarfyrirtækinu HB Granda.

Sýður á starfsfólki HB Granda: „Erum alltaf að setja ný met en fáum aldrei neitt“
Fiskverkafólk hjá HB Granda er verulega ósátt við 33 prósenta launahækkanir stjórnarmanna HB Granda.