Útlensk matvæli og innlent kjaftæði Guðjón Sigurbjartsson skrifar 16. apríl 2015 07:00 Eru erlend matvæli óheilnæmari en innlend? Tryggir innflutningsverndin fæðuöryggi? Færi allur hagur af tollfrjálsum innflutningi í vasa kaupmanna? Þessu og fleira í sama dúr er haldið fram af sumum talsmanna bænda. Gæti verið að þetta sé bull, jafnvel rógburður hagsmunahóps?Lyfjanotkun Í Bandaríkjum Norður-Ameríku hefur fyrirbyggjandi gjöf sýklalyfja til dýra tíðkast í áratugi. Samkvæmt AHI (Dýraheilsustofnun BNA) næst við þetta 3% meiri framleiðni með meiri vaxtarhraða og minni afföllum vegna sjúkdóma. Ástæða aukins vaxtarhraða er að minna lifir af sníkjudýrum og örverum í meltingarvegi dýranna auk þess sem færri kljást við sjúkdóma. Talin er minni hætta á matareitrun hjá neytendum. Samanburðarannsóknir AHI sýna ekki aukið sýklalyfjaónæmi hjá fólki sem neytir afurðanna. Evrópusambandið ákvað árið 2006 að láta fólk njóta vafans og bannaði notkun sýklalyfja sem vaxtarhvata, en þau eru að sjálfsögðu gefin dýrum þegar upp koma sjúkdómar. Notkun sýklalyfja í kjötframleiðslu er því álíka mikil á meginlandi Evrópu og hér. Samevrópskar reglur sem MAST gætir hér, er okkar gæðatrygging.Lífrænt ræktað – Bio Organic Í Evrópu, sérstaklega Þýskalandi, er mikið framboð af lífrænt ræktuðum landbúnaðarafurðum. Hægt er að fá lífræna mjólk, smjör, osta, egg, kjötmeti og fleira. Slíkar vörur kosta yfirleitt meira en hinar, en margir velja þær samt. Lítið framboð hefur verið af slíku hér en er þó að aukast.Velferð dýra Dýravelferð er lengra komin í Evrópu en hér, allavega hvað varðar svínarækt og varphænur. Hér viðgengst að afmarka gyltum mjög lítið svæði og takmarka hreyfimöguleika þeirra sem eru með nýfædda grísi hjá sér. Hér eru varphænur víða hafðar í litlum búrum með lítið hreyfirými. Í Evrópu hefur þetta verið bannað í mörg ár. Unnið er að innleiðingu reglugerða hér en breytingar kosta og útlit fyrir að þær muni taka mörg ár.Fæðuöryggi Því er haldið fram af hagsmunaaðilum að mikilvægt sé að vernda innlenda matvælaframleiðslu til að hún verði áfram til staðar ef vá ber að höndum og viðskipti teppast við útlönd. En matvælaframleiðsla er í dag háð innfluttri rekstrarvöru. Þótt innlend framleiðsla landbúnaðarafurða dragist saman við opnun, mun obbinn áfram verða til staðar. Svo höfum við fiskinn. Gott samt að hafa fyrirhyggju og tilbúnar áætlanir um neyðaraðgerðir ef til þarf að taka.Lífskjör og matvælakostnaður Láglaunafólk, öryrkjar, aldraðir, einstæðar mæður og fleiri hópar hafa lítið handa á milli. Tugir þúsunda rétt skrimta enda er þjóðarframleiðsla á mann 50% minni en hjá samanburðarlöndunum. Leyfa verður tollfrjálsan innflutning matvæla og minnka styrki í áföngum niður í Evrópumeðaltal, hvort sem við göngum í Evrópusambandið eða ekki. Samkeppni á dagvörumarkaði tryggir að lægra innkaupsverð skilar sér til neytenda. Matarútgjöld heimila lækka og verðtryggð lán þar með. Á móti opnast risamarkaðir Evrópu fyrir okkar matvæli. Þróun verður í matvælavinnslu. Vörugæði batna. Nánast allir hagnast þegar upp er staðið.Sannleikurinn Talið er hollt að borða mikið grænmeti, lítið af feitu kjöti og ekki of mikið af sykri. Opnun á innflutning grænmetis fyrir nokkrum árum hefur aukið framboð og lækkað verð þess. Aukin neysla fituminna kjöts á kostnað feits kjöts er til bóta en margir ættu að draga úr kjötáti. Við fáum holl matvæli á sanngjörnu verði og styðjum við dýravelferð með því að opna á tollfrjálsan innflutning matvæla frá Evrópu. Afmarkaður hagsmunahópur bænda má ekki leyfa sér að blekkja neytendur og skattgreiðendur, sem kosta þeirra tilveru, með misvísandi upplýsingum, m.ö.o. kjaftæði, um hollustu matvæla, matvælaöryggi, sviksemi kaupmanna o.s.frv. Allir ættu að vinna saman að því að auka hollustu matvæla og lækka matarútgjöld heimila með því að láta landbúnaðinn mæta samkeppni og takast á við nauðsynlegar breytingar. Samfélagið mun vilja hjálpa fólki í greininni að aðlagast og takast á við nýjar áskoranir.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Eru erlend matvæli óheilnæmari en innlend? Tryggir innflutningsverndin fæðuöryggi? Færi allur hagur af tollfrjálsum innflutningi í vasa kaupmanna? Þessu og fleira í sama dúr er haldið fram af sumum talsmanna bænda. Gæti verið að þetta sé bull, jafnvel rógburður hagsmunahóps?Lyfjanotkun Í Bandaríkjum Norður-Ameríku hefur fyrirbyggjandi gjöf sýklalyfja til dýra tíðkast í áratugi. Samkvæmt AHI (Dýraheilsustofnun BNA) næst við þetta 3% meiri framleiðni með meiri vaxtarhraða og minni afföllum vegna sjúkdóma. Ástæða aukins vaxtarhraða er að minna lifir af sníkjudýrum og örverum í meltingarvegi dýranna auk þess sem færri kljást við sjúkdóma. Talin er minni hætta á matareitrun hjá neytendum. Samanburðarannsóknir AHI sýna ekki aukið sýklalyfjaónæmi hjá fólki sem neytir afurðanna. Evrópusambandið ákvað árið 2006 að láta fólk njóta vafans og bannaði notkun sýklalyfja sem vaxtarhvata, en þau eru að sjálfsögðu gefin dýrum þegar upp koma sjúkdómar. Notkun sýklalyfja í kjötframleiðslu er því álíka mikil á meginlandi Evrópu og hér. Samevrópskar reglur sem MAST gætir hér, er okkar gæðatrygging.Lífrænt ræktað – Bio Organic Í Evrópu, sérstaklega Þýskalandi, er mikið framboð af lífrænt ræktuðum landbúnaðarafurðum. Hægt er að fá lífræna mjólk, smjör, osta, egg, kjötmeti og fleira. Slíkar vörur kosta yfirleitt meira en hinar, en margir velja þær samt. Lítið framboð hefur verið af slíku hér en er þó að aukast.Velferð dýra Dýravelferð er lengra komin í Evrópu en hér, allavega hvað varðar svínarækt og varphænur. Hér viðgengst að afmarka gyltum mjög lítið svæði og takmarka hreyfimöguleika þeirra sem eru með nýfædda grísi hjá sér. Hér eru varphænur víða hafðar í litlum búrum með lítið hreyfirými. Í Evrópu hefur þetta verið bannað í mörg ár. Unnið er að innleiðingu reglugerða hér en breytingar kosta og útlit fyrir að þær muni taka mörg ár.Fæðuöryggi Því er haldið fram af hagsmunaaðilum að mikilvægt sé að vernda innlenda matvælaframleiðslu til að hún verði áfram til staðar ef vá ber að höndum og viðskipti teppast við útlönd. En matvælaframleiðsla er í dag háð innfluttri rekstrarvöru. Þótt innlend framleiðsla landbúnaðarafurða dragist saman við opnun, mun obbinn áfram verða til staðar. Svo höfum við fiskinn. Gott samt að hafa fyrirhyggju og tilbúnar áætlanir um neyðaraðgerðir ef til þarf að taka.Lífskjör og matvælakostnaður Láglaunafólk, öryrkjar, aldraðir, einstæðar mæður og fleiri hópar hafa lítið handa á milli. Tugir þúsunda rétt skrimta enda er þjóðarframleiðsla á mann 50% minni en hjá samanburðarlöndunum. Leyfa verður tollfrjálsan innflutning matvæla og minnka styrki í áföngum niður í Evrópumeðaltal, hvort sem við göngum í Evrópusambandið eða ekki. Samkeppni á dagvörumarkaði tryggir að lægra innkaupsverð skilar sér til neytenda. Matarútgjöld heimila lækka og verðtryggð lán þar með. Á móti opnast risamarkaðir Evrópu fyrir okkar matvæli. Þróun verður í matvælavinnslu. Vörugæði batna. Nánast allir hagnast þegar upp er staðið.Sannleikurinn Talið er hollt að borða mikið grænmeti, lítið af feitu kjöti og ekki of mikið af sykri. Opnun á innflutning grænmetis fyrir nokkrum árum hefur aukið framboð og lækkað verð þess. Aukin neysla fituminna kjöts á kostnað feits kjöts er til bóta en margir ættu að draga úr kjötáti. Við fáum holl matvæli á sanngjörnu verði og styðjum við dýravelferð með því að opna á tollfrjálsan innflutning matvæla frá Evrópu. Afmarkaður hagsmunahópur bænda má ekki leyfa sér að blekkja neytendur og skattgreiðendur, sem kosta þeirra tilveru, með misvísandi upplýsingum, m.ö.o. kjaftæði, um hollustu matvæla, matvælaöryggi, sviksemi kaupmanna o.s.frv. Allir ættu að vinna saman að því að auka hollustu matvæla og lækka matarútgjöld heimila með því að láta landbúnaðinn mæta samkeppni og takast á við nauðsynlegar breytingar. Samfélagið mun vilja hjálpa fólki í greininni að aðlagast og takast á við nýjar áskoranir.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun