Leiðtogar Norðurlandanna allir í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 27. október 2015 12:45 Þing Norðurlandaráðs verður sett í Hörpu eftir hádegi. Forsætisráðherrar landanna sitja fyrir svörum þingfulltrúa í dag en utanríkismál hafa á undanförnum árum sett æ sterkari svip á störf þingsins. Norðurlandaráð er einn elsti samstarfsvettvangur Íslands við aðrar þjóðir. Ráðið var stofnað árið 1952 til að efla samstarf á milli Norðurlandanna. Á þeim vettvangi var til að mynda samið um jafnan aðgang að skólum landanna, félagslegri þjónustu og að íbúar landanna gætu ferðast á milli þeirra án vegabréfs. Á undanförnum árum hefur Norðurlandaráð verið gagnrýnt fyrir tilgangsleysi. Það komi lítið áþreifanlegt frá ráðinu. Thorvald Stoltenberg fyrrverandi leiðtogi jafnaðarmanna og fyrrverandi varnarmála- og utanríkisráðherra í Noregs fór fyrir nefnd sem endurskoðaði hlutverk ráðsins og skilaði skýrslu árið 2009. Þar var meðal annars lagt til að Norðurlandaráð léti sig utanríkismál varða og að ályktanir sem samþykktar væru í ráðinu yrðu lagðar fyrir þjóðþing aðildarríkjanna fimm. Forsætisráðherrar Norðurlandanna eru allir komnir til Reykjavíkur en þingið, sem haldið er til skiptis á Norðurlöndunum fimm, er nú í fyrsta skipti haldið í einu og sama húsinu í Reykjavík, það er að segja í Hörpu. Höskuldur Þórhallsson forseti Norðurlandaráðs og þingmaður Framsóknarflokksins segir ráðið vera að eflast. „Í dag sitja forsætisráðherrar landanna fyrir svörum og okkur gefst tækifæri til að spyrja þá út í það samstarf eða hvort menn vilja auka samstarfið eða styrkja það á einn eða annan hátt. Mér hefur fundist vilji til þess. Við innan Norðurlandaráðs höfum farið í mikla umbótavinnu, einmitt til að gera starfið sýnilegra og ddínamískara,“ segir Höskuldur. Hann reiknar með að utanríkismálin verði ofarlega á baugi en fyrir þinginu liggur m.a. tillaga frá vinstriflokkum landanna um að Norðurlöndin beiti sér sameiginlega í málefnum Palestínumanna og Ísraels. „Það er vilji til að styrkja sambandið á ný. Við erum með öflugt fólk inni í ráðinu. Þingmenn sýna þessu meiri áhuga en áður og það er í raun stemmingin sem ég upplifi núna á Íslandi. Þannig að ég vonast til þess að þessi fundur geti orðið dálítill tímamótafundurVið erum að ræða utanríkismálin sem hafa ekki verið á dagskrá innan Norðurlandaráðs. Við erum að ræða málefni líðandi stundar og mál sem eru mjög skiptar skoðanir um,“ segir Höskuldur. Samhliða þingi Norðurlandaráðs fer fram fundur hjá svo kölluðu Northern Future Forum á fimmtudag, en það er vettvangur sem David Cameron forsætisráðherra Bretlands hafði frumkvæði að til samráðs milli Norðurlandanna, Bretlands og Eystrasaltsríkjanna. Cameron kemur til landsins á morgun og fundar með Sigmundi Davíð Gullaugssyni forsætisráðherra í Alþingishúsinu síðdegis. En Forum fundurinn fer síðan fram í Háskóla Íslands á fimmtudag. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Þing Norðurlandaráðs verður sett í Hörpu eftir hádegi. Forsætisráðherrar landanna sitja fyrir svörum þingfulltrúa í dag en utanríkismál hafa á undanförnum árum sett æ sterkari svip á störf þingsins. Norðurlandaráð er einn elsti samstarfsvettvangur Íslands við aðrar þjóðir. Ráðið var stofnað árið 1952 til að efla samstarf á milli Norðurlandanna. Á þeim vettvangi var til að mynda samið um jafnan aðgang að skólum landanna, félagslegri þjónustu og að íbúar landanna gætu ferðast á milli þeirra án vegabréfs. Á undanförnum árum hefur Norðurlandaráð verið gagnrýnt fyrir tilgangsleysi. Það komi lítið áþreifanlegt frá ráðinu. Thorvald Stoltenberg fyrrverandi leiðtogi jafnaðarmanna og fyrrverandi varnarmála- og utanríkisráðherra í Noregs fór fyrir nefnd sem endurskoðaði hlutverk ráðsins og skilaði skýrslu árið 2009. Þar var meðal annars lagt til að Norðurlandaráð léti sig utanríkismál varða og að ályktanir sem samþykktar væru í ráðinu yrðu lagðar fyrir þjóðþing aðildarríkjanna fimm. Forsætisráðherrar Norðurlandanna eru allir komnir til Reykjavíkur en þingið, sem haldið er til skiptis á Norðurlöndunum fimm, er nú í fyrsta skipti haldið í einu og sama húsinu í Reykjavík, það er að segja í Hörpu. Höskuldur Þórhallsson forseti Norðurlandaráðs og þingmaður Framsóknarflokksins segir ráðið vera að eflast. „Í dag sitja forsætisráðherrar landanna fyrir svörum og okkur gefst tækifæri til að spyrja þá út í það samstarf eða hvort menn vilja auka samstarfið eða styrkja það á einn eða annan hátt. Mér hefur fundist vilji til þess. Við innan Norðurlandaráðs höfum farið í mikla umbótavinnu, einmitt til að gera starfið sýnilegra og ddínamískara,“ segir Höskuldur. Hann reiknar með að utanríkismálin verði ofarlega á baugi en fyrir þinginu liggur m.a. tillaga frá vinstriflokkum landanna um að Norðurlöndin beiti sér sameiginlega í málefnum Palestínumanna og Ísraels. „Það er vilji til að styrkja sambandið á ný. Við erum með öflugt fólk inni í ráðinu. Þingmenn sýna þessu meiri áhuga en áður og það er í raun stemmingin sem ég upplifi núna á Íslandi. Þannig að ég vonast til þess að þessi fundur geti orðið dálítill tímamótafundurVið erum að ræða utanríkismálin sem hafa ekki verið á dagskrá innan Norðurlandaráðs. Við erum að ræða málefni líðandi stundar og mál sem eru mjög skiptar skoðanir um,“ segir Höskuldur. Samhliða þingi Norðurlandaráðs fer fram fundur hjá svo kölluðu Northern Future Forum á fimmtudag, en það er vettvangur sem David Cameron forsætisráðherra Bretlands hafði frumkvæði að til samráðs milli Norðurlandanna, Bretlands og Eystrasaltsríkjanna. Cameron kemur til landsins á morgun og fundar með Sigmundi Davíð Gullaugssyni forsætisráðherra í Alþingishúsinu síðdegis. En Forum fundurinn fer síðan fram í Háskóla Íslands á fimmtudag.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira