Fleiri setja pening á Lakers en Cleveland Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2015 11:00 Lebron James og Kobe Bryant. Vísir/Getty NBA-deildin í körfubolta hefst í kvöld með þremur leikjum en framundan eru sex mánuðir og 82 leikir fram að úrslitakeppninni. Veðbankar bjóða að sjálfsögðu upp á möguleika á því að veðja á það hverjir verða NBA-meistarar 2016. Mestar líkur eru að Lebron James og félagar í Cleveland Cavaliers vinni titilinn en í næstu sætum á eftir eru Golden State Warriors og San Antonio Spurs. Það eru þó ekki flestir sem eru að setja pening á Cleveland Cavaliers en líkurnar eru tveir á móti einum að Cleveland verði meistari hjá helstum veðbönkunum í Las Vegas eins og Westgate, MGM og William Hill. ESPN segir frá þessu á heimasíðu sinni. Flestir eru að veðja á Golden State Warriors og San Antonio Spurs og margir setja líka peninga á lið Los Angeles Clippers og Chicago Bulls. Það vekur þó líklega mesta athygli að fleiri veðja á það að Los Angeles Lakers verði meistari heldur en settu pening á Cleveland Cavaliers. Þar hjálpar eflaust til að líkurnar hjá Westgate eru sem dæmi 300 á móti einum að Lakers vinni titilinn. Los Angeles Lakers liðið vann aðeins 21 leik á síðustu leiktíð og var heilum 24 sigurleikjum frá því að komast í úrslitakeppnina. Það eru því nánast engar líkur á því að Lakers-liðið fari alla leið þótt að Kobe Bryant sé kominn til baka eftir meiðsli. Leikirnir þrír sem fara fram í kvöld eru leikur Atlanta Hawks og Detroit Pistons í Atlanta, leikur Chicago Bulls og Cleveland Cavaliers í Chicago og leikur Golden State Warriors og New Orleans Pelicans á heimavelli meistara Golden State í Oracle Arena í Oakland. NBA Tengdar fréttir Einstök Michael Jordan búð opnar í Chicago á morgun Körfuboltaáhugamenn á leiðinni til Chicago-borgar geta hér eftir bætt við heimsókn í eina búið á listann hjá sér. 23. október 2015 22:00 NBA-leikmanni ekki hleypt inn í skartgripabúð NBA-leikmaður varð fyrir kynþáttafordómum er honum var ekki hleypt inn í skartgripabúð í Milwaukee. 21. október 2015 17:30 Flip Saunders er látinn Flip Saunders lést um helgina en hann var þjálfari í NBA-deildinni í 17 tímabil en hann starfaði sem körfuboltaþjálfari í 35 ár. 25. október 2015 18:34 Lebron og Rose báðir klárir fyrir kvöldið | NBA byrjar í kvöld LeBron James og Derrick Rose verða báðir með liðum sínum í kvöld þegar NBA-deildin í körfubolta fer af stað með leik Chicago Bulls og Cleveland Cavaliers í United Center í Chicago. 27. október 2015 09:00 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Sjá meira
NBA-deildin í körfubolta hefst í kvöld með þremur leikjum en framundan eru sex mánuðir og 82 leikir fram að úrslitakeppninni. Veðbankar bjóða að sjálfsögðu upp á möguleika á því að veðja á það hverjir verða NBA-meistarar 2016. Mestar líkur eru að Lebron James og félagar í Cleveland Cavaliers vinni titilinn en í næstu sætum á eftir eru Golden State Warriors og San Antonio Spurs. Það eru þó ekki flestir sem eru að setja pening á Cleveland Cavaliers en líkurnar eru tveir á móti einum að Cleveland verði meistari hjá helstum veðbönkunum í Las Vegas eins og Westgate, MGM og William Hill. ESPN segir frá þessu á heimasíðu sinni. Flestir eru að veðja á Golden State Warriors og San Antonio Spurs og margir setja líka peninga á lið Los Angeles Clippers og Chicago Bulls. Það vekur þó líklega mesta athygli að fleiri veðja á það að Los Angeles Lakers verði meistari heldur en settu pening á Cleveland Cavaliers. Þar hjálpar eflaust til að líkurnar hjá Westgate eru sem dæmi 300 á móti einum að Lakers vinni titilinn. Los Angeles Lakers liðið vann aðeins 21 leik á síðustu leiktíð og var heilum 24 sigurleikjum frá því að komast í úrslitakeppnina. Það eru því nánast engar líkur á því að Lakers-liðið fari alla leið þótt að Kobe Bryant sé kominn til baka eftir meiðsli. Leikirnir þrír sem fara fram í kvöld eru leikur Atlanta Hawks og Detroit Pistons í Atlanta, leikur Chicago Bulls og Cleveland Cavaliers í Chicago og leikur Golden State Warriors og New Orleans Pelicans á heimavelli meistara Golden State í Oracle Arena í Oakland.
NBA Tengdar fréttir Einstök Michael Jordan búð opnar í Chicago á morgun Körfuboltaáhugamenn á leiðinni til Chicago-borgar geta hér eftir bætt við heimsókn í eina búið á listann hjá sér. 23. október 2015 22:00 NBA-leikmanni ekki hleypt inn í skartgripabúð NBA-leikmaður varð fyrir kynþáttafordómum er honum var ekki hleypt inn í skartgripabúð í Milwaukee. 21. október 2015 17:30 Flip Saunders er látinn Flip Saunders lést um helgina en hann var þjálfari í NBA-deildinni í 17 tímabil en hann starfaði sem körfuboltaþjálfari í 35 ár. 25. október 2015 18:34 Lebron og Rose báðir klárir fyrir kvöldið | NBA byrjar í kvöld LeBron James og Derrick Rose verða báðir með liðum sínum í kvöld þegar NBA-deildin í körfubolta fer af stað með leik Chicago Bulls og Cleveland Cavaliers í United Center í Chicago. 27. október 2015 09:00 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Sjá meira
Einstök Michael Jordan búð opnar í Chicago á morgun Körfuboltaáhugamenn á leiðinni til Chicago-borgar geta hér eftir bætt við heimsókn í eina búið á listann hjá sér. 23. október 2015 22:00
NBA-leikmanni ekki hleypt inn í skartgripabúð NBA-leikmaður varð fyrir kynþáttafordómum er honum var ekki hleypt inn í skartgripabúð í Milwaukee. 21. október 2015 17:30
Flip Saunders er látinn Flip Saunders lést um helgina en hann var þjálfari í NBA-deildinni í 17 tímabil en hann starfaði sem körfuboltaþjálfari í 35 ár. 25. október 2015 18:34
Lebron og Rose báðir klárir fyrir kvöldið | NBA byrjar í kvöld LeBron James og Derrick Rose verða báðir með liðum sínum í kvöld þegar NBA-deildin í körfubolta fer af stað með leik Chicago Bulls og Cleveland Cavaliers í United Center í Chicago. 27. október 2015 09:00