Sandefjord og Lilleström gerðu markalaust jafntefli í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, en leikurinn var liður í þréttandu umferð deildarinnar.
Lilleström er í sjöunda sæti deildarinnar, en með sigri hefðu þeir getað skotið sér upp í fimmta sæti deildarinnar. Sandefjord er á botninum.
Finnur Orri Margeirsson spilaði allan leikinn á miðjunni hjá Lilleström, en Árni Vilhjálmsson var ekki í leikmannahópnum. Rúnar Kristinsson þjálfar lið Lilleström.
Fótbolti