Handbolti

Gunnar snýr aftur á Hlíðarenda

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gunnar í leik með Val á sínum tíma.
Gunnar í leik með Val á sínum tíma. vísir/valli
Línumaðurinn Gunnar Harðarson skrifaði í gær undir tveggja ára samning við Val, en Gunnar kemur til Vals frá Stjörnunni. Þetta kom fram á fésbókarsíðu Vals í gærkvöldi.

Gunnar spilaði með Val frá 2006 til 2013 eða alls sjö tímabil, en hann vann þrjá bikarmeistaratitla og einn Íslandsmeistaratitil með Fram á þeim tímab.

Á síðasta tímabili lék hann með Stjörnunni þar sem hann skoraði fimmtán mörk í 27 leikjum, en Gunnar er mikill varnarjaxl.

Gunnar mun styrkja varnarleik Vals til muna, en hann er afar öflugur varnarmaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×