Yfir 155 hafa sagt upp hjá LSH Óli Kristján Ármannsson skrifar 20. júní 2015 07:00 Gangar Landspítalans verða tómlegir haldi uppsagnir hjúkrunarfræðinga áfram. Fréttablaðið/Vilhelm Ólafur G. Skúlason Nokkuð var um að hjúkrunarfræðingar og aðrir starfsmenn Landspítalans sem voru í verkfalli fram að lagasetningu ríkisins um síðustu helgi segðu starfi sínu lausu í gær. Í gær var því fagnað að 100 ár eru síðan konur fengu hér kosningarétt og vildu einhverjir vekja athygli á launamun kynjanna og nýta daginn til að segja upp. Uppsögnum hafði um hálftvö í gær fjölgað um þriðjung á tveimur dögum – farið úr 118 í 155 á spítalanum, að sögn Sigríðar Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar. Af þeim sem sagt hafa upp eru 125 hjúkrunarfræðingar. Þá segir Sigríður líklegt að talan sé heldur hærri, því ekki hafi náðst utan um allar uppsagnir dagsins vegna frís sem gefið var í tilefni af kvenréttindadeginum í gær. Endanleg tala verði ljós eftir helgi. „En við erum mjög áhyggjufull yfir þessu,“ segir Sigríður. „Við vonum bara að menn nýti tímann vel til 1. júlí og nái sátt. Það er engin lausn í því að hafa þetta svona.“ Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir félagið ekki hafa yfirsýn yfir uppsagnir, þær ákveði hver og einn fyrir sig. Stjórn félagsins ákvað hins vegar í gær að höfða mál á hendur ríkinu vegna laganna sem sett voru á verkfall félagsins. Einhverja daga taki að undirbúa stefnuna. Til að lausn finnist til frambúðar segir Ólafur ríkið verða að gera hjúkrunarfræðingum tilboð sem þeir telji ásættanlegt. „Við höfum þegar slegið af okkar kröfum.“Sigríður Gunnarsdóttir Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
Ólafur G. Skúlason Nokkuð var um að hjúkrunarfræðingar og aðrir starfsmenn Landspítalans sem voru í verkfalli fram að lagasetningu ríkisins um síðustu helgi segðu starfi sínu lausu í gær. Í gær var því fagnað að 100 ár eru síðan konur fengu hér kosningarétt og vildu einhverjir vekja athygli á launamun kynjanna og nýta daginn til að segja upp. Uppsögnum hafði um hálftvö í gær fjölgað um þriðjung á tveimur dögum – farið úr 118 í 155 á spítalanum, að sögn Sigríðar Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar. Af þeim sem sagt hafa upp eru 125 hjúkrunarfræðingar. Þá segir Sigríður líklegt að talan sé heldur hærri, því ekki hafi náðst utan um allar uppsagnir dagsins vegna frís sem gefið var í tilefni af kvenréttindadeginum í gær. Endanleg tala verði ljós eftir helgi. „En við erum mjög áhyggjufull yfir þessu,“ segir Sigríður. „Við vonum bara að menn nýti tímann vel til 1. júlí og nái sátt. Það er engin lausn í því að hafa þetta svona.“ Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir félagið ekki hafa yfirsýn yfir uppsagnir, þær ákveði hver og einn fyrir sig. Stjórn félagsins ákvað hins vegar í gær að höfða mál á hendur ríkinu vegna laganna sem sett voru á verkfall félagsins. Einhverja daga taki að undirbúa stefnuna. Til að lausn finnist til frambúðar segir Ólafur ríkið verða að gera hjúkrunarfræðingum tilboð sem þeir telji ásættanlegt. „Við höfum þegar slegið af okkar kröfum.“Sigríður Gunnarsdóttir
Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira